Harmonikublaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 3
HARMONIKUBLAÐIÐ RITSTJÓRAPISTILL Ritstjórapistill ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður : Jóhannes Jónsson Barrlundi 2 600 Akureyri Sími 462 6432, 868 3774 Netfang: johild@simnet.is Ritvinnsla: Hildur Gunnarsdóttir Prentvinnsla: Ásprent StíU ehf. Netfang: gudjon@asprentstill.is Meðal efnis • Af Oddnýju Björgvinsdóttur • Heiðursgesturinn Sören Brix • Lagahöfundurinn Ingvi Vaclav • Harmonikufélagið mitt • Jón Hrólfsson • Toralf Tollefsen Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.000 ]/2 síða kr. 6.000 Innsíður 1/1 síða kr. 1 1.000 —1/2 síða kr. 5.500 —1/4 síða kr. 3.500 —1/8 síða kr. 2.500 Smáauglýsing kr. 1.500 Forsíðumyndir: Arnar Ingi Tryggvason 14 á ra, Akureyri Kristfn Hálfdánardóttir, lOára, frá Bolungarvík Guðmundur Andri Guttormsson, 14 ára, frá Egilsstöðum Guðný Valborg Guðmundsdóttir 15 ára, Kroppi, Eyjafjarðarsveit Fjóla Oddgeirsdóttir, 14 ára, Reykjanesbæ. Kristján Ingi Arnarsson 16 ára, Stórholti, Dalasýslu Ágæti lesandi! Nú þegar sumarið heilsar og sólin lyftir sér hærra og hærra upp á himin- hvolfið, lifnar yfir mörgum hali og sprund, ekki það að veturinn sem er að kveðja hafi verið svo slæmur, heldur hitt að þetta er sá árstími þegar gróð- urinn lifnar og söngur farfuglanna fyllir loftið. Þá reikar hugurinn til liðinna ára og þá ekki síst til þeirra, mörgu félaga, sem ekki eru lengur á meðal okkar, þeirra sem í áranna rás hafa glatt okkur með nærveru sinni á góðum stundum. Tíminn líður hratt og senn kemur að Landsmótinu í Neskaupstað. Harmon- ikufélögin búa sig, hvert sem betur get- ur, undir að koma fram á Landsmótinu með afrakstur æfinga vetrarins, mis- jafnlega fjölmennir hópar eins og gengur, þó er aðalatriðið að vera með það er það sem skiptir máli, ekki fjöldi þeirra einstaklinga sem fram koma. Ekkert félag ætti að láta það aftra sér frá að taka þátt, þó ekki séu á þeirra vegum svo og svo margir spilandi ein- staklingar. Komið hefur fyrir að einn maður hefur komið fram fyrir félagið sitt, má sem dæmi nefna Gísla Brynjólfsson. Samband íslenskra Harmonikuunn- enda er kjölfesta þeirra félaga sem að því standa. Sambandið gefur meðal annars út Harmonikublaðið og sér um að landsmót eru haldin á þriggja ára fresti. Félög víða um land hafa tekið að sér framkvæmd landsmóta og hafa þau tekist vel, sambandið hefur gefið þess- um félögum næsta óskorað vald til að fást við þá framkvæmd, þó vel hafi ver- ið fylgst með undirbúningnum og sitt- hvað smálegt til málanna lagt. Að mínu mati er það mjög æskilegt að þau félög sem taka að sér þetta verkefni hverju sinni hafi sem frjálsastar hendur við framkvæmdina, enda góð reynsla af því. Félögin eru hornsteinn sambands- ins, það er því mjög mikilvægt að menn skynji að starfið í félögunum er það sem mestu máli skiptir og ef það dettur niður og félögin halda ekki vöku sinni breytir Sambandið þar engu um. Ég vil hvetja ykkur sem í harmoniku- félögum starfið að halda merki harm- onikunnar á lofti og heiðra með því minningu þeirra sem á undan eru gengnir. Með harmoniku- og sumarkveðju, J.J.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.