Harmonikublaðið - 01.04.2005, Síða 4
Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐIÐ
Af Oddnýju Björgvinsdóttur
Tvær kynslóðir leika saman. |ón á Syðri-Á og Oddný. Ánægjan skín úr
augum beggja.
Fyrir tveimur árum birtist í
blaðinu frásögn Oddnýjar
Björgvinsdóttur frá Akranesi
„Harmonikustelpan" þar sem
hún segir frá námi sínu við
Tónlistarháskólann í Osló og
tildrögum þess að hún lét
þann draum sinn rætast.
Hér birtum við grein eftir Svenn
Engelund þar sem hann segir frá próf-
tónleikum Oddnýjar Björgvinsdóttur
sumarið 2004.
Oddný Björgvinsdóttir (20) hélt próf-
tónleika í norska Tónlistarháskólanum
síðastliðiö sumar, eftir tveggja ára nám.
Nemandinn var vel undirbúinn, spil-
aði iétt og leikand, ásamt Karen Flesvig á
selló, Andreas Björkás og Erlend Viken á
fiðlur. Oddný byrjaði á að leika fyrstu
þættina úr Svein Hundsnes, Nocturne
og Dansefantasi. Þetta verk, sem samið
var eftir pöntun af Olav Ullestad íVoss, er
alls fimm þættir.
Því næst komu Sónata í e-moll eftir
Domenico Scarlatti (1685-1757) og
Preiúdía og fúga í f-moll úr „Das
Wohltemperierte Klavier II" eftir johan
Sebastian Bach (1685-1750).
Vekið „Kalina Krasnaya" eftir Vlatislav
Semjonov (1946-) var skrifað undir áhrif-
um af dauða kvikmyndaleikstjórans Vasili
Sjusjins og í því er unnið með þekkt lag
úr frægustu kvikmynd hans „Kalin krasn-
ay". Semionov hefur svo samið sitt eigið
þema sem síðan myndar kontrapunkt við
kvikmyndatónlistina.
Þar næst kom „Miniatyrer frá Lapp-
landi. 1. Vinternatt 2. Aktisk morgen og
3. Várbekk", eftirVeiko Huuskonen.
Veiko Huuskonen er finnskur og hefur
samið fleiri verk fyrir harmoniku, m.a.
konsert fyrir harmoniku og hljómsveit.
Að lokum flutti hún „introduktion und
allegro" eftir Matyas Seiber (1905-'60).
Seiber kenndi við harmonikutónlistar-
skóla í London og skrifaði þess vegna
töluvert af tónlist fyrir harmoniku.
Fædd á íslandi
Oddný Björgvinsdóttir er fædd á Akranesi
þar sem hún byrjaði að spila á harmoniku
9 ára gömul, en hún
hafði strax 6 ára
ákveðið að læra á
harmoniku. Hún
spilaði á blokkflautu
fyrstu árin, þar sem
enginn harmoniku-
kennari var á staðn-
um. Síðar kom kenn-
ari sem kenndi á
harmoniku og hann
vakti áhuga hjá fleir-
um, og að lokum var
orðin til harmoniku-
hljómsveit með 20
meðlimum. Á þess-
um tíma spilaði
Oddný á venjulega
píanónikku. Síðar
skifti hún yfir í
hnappanikku með
norskum gripum og
rússneskum böss-
um.
Hún hitti )on
Faukstad á Master
Class námskeiði í
Reykjavík og líkaði
vel við kennslu hans.
Hún sótti því um að
komast að í Tónlistarháskólanum í Osló
árið 2002. Enn sem komið er kostar hún
nám sitt sjálf með töku námslána frá ís-
landi.
Hún hefur enn ekki ákveðið til hvers
hún muni nota nám sitt, en hún vill spila
eins mikið og hægt er og kannski kenna
líka einhvern tíma. Hún hefurgóðan tíma
til umhugsunar því enn eru tvö ár eftir af
náminu.
Greinin er lauslega þýdd úr „Trekk-
spillnytt" og birt með góðfúslegu leyfi
höfundar. J.j.
Nú er Oddný á þriðja ári í
Norges Musikkhogsskole að læra
klassískan harmonikuleik með
)on Faukstad sem aðalkennara.
Mér leikur forvitni á að vita
hvernig henni sækist námið og
ákveð þess vegna að spyrja hana
um lífið, tilveruna og tónlistina í
útlandinu.
- Hvemig hefur þér líkað námið?
„Mér finnst alveg sérstaklega gaman
að koma út í skóla þar sem bara tónlist
og fög tengd tónlistinni eru kennd og
geta bara einbeitt mér að þvf.
En frá því að ég byrjaði og þangað til
núna hefur fækkað mjög mikið í deild-
inni, sem er ekki alveg nógu gott og nú
sem komið er, er ég sú eina sem er að
læra klassískan harmonikuleik í skólan-
um en það voru mun fleiri þegar ég byrj-
aði. En ég er alls ekki eini harmoniku-
nemandinn í skólanum því að þjóð-
lagatónlistardeildin er mjög vinsæl og
það eru miklu fleiri sem sækja um í þá
deild en í klassísku deildina. Hér er nefn-
inlega mikill áhugi á þjóðlagatónlist og
löng hefð fyrir henni. En vonandi er þetta
fámenni í klassísku deildinni bara tíma-
bundið."
mr