Harmonikublaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 10
Bréf
HARMONIKUBLAÐIÐ
Hamonikufélagið mitt
Það er komið sumar. Ég sit inni í gömlu
baðstofunni á Fjalli, og er að skoða ný-
komið Tímablað. Ekki er ég nú samt að
fylgjast með pólitíkinni, en lít frekar á
auglýsingarnar. Og þarna er ein áhuga-
verð. Harmonikuauglýsing frá hljóðfæra-
versluninni Rín á Njálsgötu 3 í Reykjavík.
Þetta var eitthvað fyrir mig. Ég hafði séð
og heyrt leikið á harmoniku og var alveg
heillaður af því. Hvað skyldi nú hljóðfær-
ið kosta? Ég skoða auglýsinguna betur.
Nei ekki orð um það. Þá yrði ekki hjá því
komist að skrifa bréf og biðja um mynda-
og verðlista. En til þess taldi ég mig með
öllu ófæran, því ég skrifaði svo herfilega
illa.
En bíðum við. Systir mín sem var 5
árum eldri en ég skrifaði Ijómandi vel.
Hún var að vísu stríðin og stundum leið-
inleg, en samt vonaði ég að hún gerði
þetta fyrir mig. Jú, hún var til með það.
Ég sagði henni nú eitthvað fyrir um
efni bréfsins, því ég þótti í betra lagi orð-
hagur á þessum árum, en niðurlagið
samdi hún sjálf og var það á þessa leið:
„...Þótt ég sé ekki nema 10 ára hef eg
ódrepandi áhuga á þessu yndislega
hljóðfæri". Ég var nú ekki allskostar
ánægður með þetta hjá henni, sérstak-
lega að hún skyldi tilgreina aldur minn en
lét samt kyrrt liggja. Betra að styggja
hana ekki. Bréfið var sent og svar mun
hafa borist, en nú brestur mig minnið
sem oftar varðandi efni þess og mun það
því miður löngu glatað. En gaman hefði
verið að eiga það nú.
Það var ekki auður í búi foreldra
minna, og þótt ég væri mjög heimtufrek-
ur á þessum aldri, eignaðist ég ekki
harmoniku. En mikið langaði mig til
þess.
Þegar ég varð 14 ára skrifaði faðir
minn í dagbók sína ofurlítinn vitnisburð
um „örverpið" og var endirinn á þessa
leið: ..og harmoniku ætlar hann að
eignast tvítugur". Ekki þykir Fjallsbónda
það arðvænlegt fyrirtæki.
Svo liðu árin. Loksins á sextugsaldri
keypti ég mér harmoniku, sem ein ágæt
vinkona mín átti. Þetta var lítið notuð
DELICIA, 96 bassa.
En hér er sá stóri galli á að ég kann
ekkert að spila. Sjálfstraustið fer óðum
þverrandi, en einstaka sinnum greip ég
samt hljóðfærið og fikta við nóturnar
ívar Ketilsson.
með hægri hendi, og fyrir kemur að eg
hitti á að spila einfaldasta lag með einum
„putta".
Þessu ætti ég auðvitað að þegja yfir,
en þetta er nú bara sannleikurinn. Stund-
um læðist sú hugsun að mér nú á efri
árum að hefði ég eignast harmoniku 10
ára gamall og fengið einhverja tilsögn,
hefði eg ef til vill orðið fullgildur í Stráka-
bandið og þar með orðið frægur maður.
En ekki orð um það meir.
Það er mér mikils virði að eiga þetta
hljóðfæri, þótt það sé í minni kantinum
og þykir mér afar vænt um það. Komið
hefur fyrir að þá gesti hefur borið að garði
sem kunna að spila, og þá er gaman að
geta lánað þeim nikkuna, en það er bara
alltof sjaldan.
H.F.Þ. var stofnað 1978. Af fávfsi minni
hélt eg að vankunnátta mín gerði mig
óhæfan til að vera í þeim félagsskap, en
það reyndist misskilningur. Hins vegar er
mér óljúft að viðurkenna það að áhugi
minn á félaginu var ekki meiri en svo að
eg vanrækti að sækja fundi þess fyrstu
árin. En um síðir tók ég rögg á mig og
hefur mér tekist að mæta á flestum fund-
um þess síðan, og hef ég haft af því
ómælda ánægju og ekki séð eftir þeim
tíma sem í það hefur farið.
Mynstur félagsfundanna hefur tekið
breytingum í áranna rás. Nú eru fundir
fyrsta sunnudag hvers mánaðar kl. 15, frá
október - aðalfundur - og fram í maí og
caif'
alltaf mjög veglegar kaffiveitingar, sem
gefa fundunum aukið gildi, en tónlist er
engin og er það miður. Áður voru þetta
kvöldfundir, og þá höfðu ýmsir hljóðfær-
in með og spiluðu um stund. Ég minnist
þess á kvöldfundi á Breiðumýri að menn
voru að spila, og þar á meðal Ingólfur
Benediktsson frá Dal. Þegar hann hafði
lokið laginu, varð Sigurði Friðrikssyni að
orði. „Ekki þekki ég þetta lag". Það er ekki
von því það er heimatilbúið, var svarið.
Var nú leitað eftir því hvort ekki ættu
fleiri heimatilbúna tónlist og reyndist svo
vera og urðu nokkrir til að spila eigin lög.
Ég hef tekið þátt í nokkrum sumarferð-
um félagsins hér innanlands, og á eg fé-
laginu mikið að þakka, þvf í þeim ferðum
hef ég komið á ýmsa fallega staði á land-
inu sem mér væru annars með öllu
ókunnir. Má þar nefna Djúpuvík á Strönd-
um, hringferð um Vestfirði, (ökulsárlón
og 2 heimsóknir til Rangæinga.
Allar eru þessar ferðir ómetanlegar
perlur í sjóði minninganna. Að mínum
dómi ræður þar mestu samstaða og sam-
hugur ferðafélaganna. Það er sama hvort
hópurinn telur 20 eða 40 manns. Allir eru
samtaka um að láta léttleika og gleði vera
í fyrirrúmi. Og það er ekki um neina gerfi-
gleði að ræða sem fengin er með áfengis-
neyslu. Nei, hópurinn er eins og stór fjöl-
skylda þar sem allir eru tilbúnir að hjálpa
öllum og láta gott af sér leiða. Þess hátt-
ar hugarfar er svo sannarlega mannbæt-
andi, og held eg að betri félagsskapur
finnist varla. Alltaf eru einhverjir hagyrð-
ingar með í för, og gefur það ferðunum
stóraukið gildi. Svo eru aðrir sem kunna
skrítlur og skemmtilegar sögur og er
þetta allt gott krydd í tilveruna.
f fyrri ferð okkar til Rangæinga 1998
var gist í litlum timburhúsum á bökkum
Rangár, og í einu þeirra vorum við 4
„konulausir" menn vistaðir. Ég tók við
húslyklinum og geymdi hann vandlega. Á
sunnudagsmorgun þegar haldið var
heimieiðis greiddu menn fyrir gistinguna
og allir skiluðu lyklunum - nema ég - því
gleymdi eg alveg. Við vorum komin lang-
leiðina til Selfoss þegar ég uppgötvaði
lykilinn í vasa mínum, og sá að ekki yrði
hjá því komist að upplýsa mistökin.
Einn ágætur félagi minn taldi þetta
vera ófyrirgefanlegan klaufaskap. Það
þótt mér nú harður dómur, en hafði fátt