Harmonikublaðið - 01.12.2005, Side 4

Harmonikublaðið - 01.12.2005, Side 4
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Landsmót SÍHU 2005 - Frá Hermóði Alfreðssyni Danmörku Forspjall Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda var að þessu sinni haldið í sumri og sól í Neskaupstað 7.-10. júlí sl. -Mér var falið að útvega heið- ursgest eins og ávallt er á landsmótum og tókst mér að fá hinn 18 ára gamla Sören Brix til íslands, sem tvívegis hefur orðið Danmerkurmeist- ari. En ef vel á að takast, þá þurfa fleiri að leggjast á árarn- ar og góð samvinna tókst með okkur Agli Jónssyni tónmennta- kennara í Neskaupstað og Ómari Skarphéðinssyni, for- manni landsmótsnefndar. Þeir eru mjög samvinnuþýðir og já- kvæðir - ég hef aldrei getað starfað með neikvæðum mann- eskjum. Þökk sé ykkur kæru vinir. Ferðin hófst kl. 7 að morgni miðviku- dagsins 6. júlf og var okkur ekið til Ála- borgar og flugum þaðan til Kaupmanna- hafnar og síðan framhaldsflug til Kefla- víkur. Þar tók á móti okkur vildarvinur minn Sigurjón Vilhjálmsson (bróðir hinna ástsælu söngsystkina Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna). Hann ók okk- ur rakleiðis heim til sín, að Hamraborg 14 í Kópavogi, þar sem kona hans Guðrún Arnórs, tók okkur með kostum og kynjum og þágum kaffi og kræsingar. Síðan lék Sören á harmóníkuna í um það bil hálftíma. Sigurjón varð heillaður af snilli Sörens og hafði á orði, að hann væri jafnvel betri en norski harmóníku- leikarinn Toralf Tollefsen. En Tollefsen heimsótti ísland tvívegis á vegum Svav- ars Gests, skömmu eftir miðja liðna öld, þá heimsfrægur snillingur. í síðara skipt- ið ásamt Nonu konu sinni sumarið 1953, og enn í dag tala menn í hrifningartón um hljómleika hans. Þegar ég kom til landsins tíu dögum Heiðursgesturinn Sören Brix. eftir landsmótið til þess að vera á Breiðu- mýrarhátíðinni 22.-24. júlí, þá tók minn góði vinur Sigurjón Vilhjálmsson, enn á móti mér í Keflavík. Þá tjáði hann mér, að hann hefði skrifað á stórt blað og sett í stólinn sem Sören Brix sat í hvar á stend- ur: „Hér sat meistarinn og engum leyfist það hér eftir!" - En aftur að landsmótinu. í Neskaupstað Sigurjón ók okkur Sören út á Reykja- víkurflugvöll, þar sem við tókum vél til Egilsstaða. Þar tók Ómar Skarphéðinsson á móti okkur og sá um að allt gengi snurðulaust eystra. Hann er einstaklega viðfelldinn og hugulsamur. Við vorum sammála um að Neskaup- staður væri afar fallegur. Áður hafði Dal- vík verið minn uppáhaldsstaður, en hér eftir verður hún í öðru sæti. Hrifning Sör- ens varð svo mikil, að á einu eftirmiðdegi þá er hann sat með hljóðfærið og horfði á hin tignarlegu austfirsku fjöll út um hótelgluggann, spratt fram fullgert lag í huga hans, sem hann nefndi samstundis Islandica og hyggst setja síðar á geisla- disk. Á hótelinu voru allir af vilja gerðir að gera okkur til hæfis og allt var þar til fyr- irmyndar. Skemmtilegt atvik gerðist þó , þegar ég dag einn kom niður í anddyrið og hugðist kveikja mér í sígarettu, en sá EflP' engan öskubakka. Ég snéri mér að af- greiðslustúlkunni og sagði: „Hverskonar service er þetta?" Hún kom þá með ösku- bakka þar sem fjórir sígarettustubbar lágu og ég spurði: „Hvað er þetta?" Hún svaraði á svo einstaklega kæruleysis- legan og heillandi hátt: ,Æ, blessaður góði þegiðu!" Landsmótslagið: Á vorléttum vængj- um, samdi heimamaðurinn Þorlákur Frið- riksson, harmóníkuleikari á Skorrastað og textann gerði bróðir hans, Helgi Seljan fyrrv. alþingismaður, og hljómaði lagið af og til mótsdagana. Kvöldið fyrir mótið var midihljóðkerfi, sem við höfðum meðferðis í góðu lagi. En á dansleiknum kvöldið eftir reyndist það ónothæft. Sören lék m.a. á dansleikj- unum á föstudagskvöldið og á lokadans- leiknum kvöldið eftir 9. júlí. Með honum léku þá, á rafbassa Marinó Björnsson, bróðir hins kunna harmóníkuleikara Grettis Björnssonar og á trommur hinn gamalreyndi tónlistarmaður Þórir Magn- ússon, og var Sören ánægður með þá. Þórir hefur leikið á trommur í liðlega hálfa öld og hóf að leika fyrir dansi á fæð- ingarstað sínum Patreksfirði 1952, 14 ára. Nokkru síðar stofnaði hann tríó í eigin nafni og sextett 17 ára. Á þessum árum lék hann m.a. með hinum þekkta tónlist- armanni og lagahöfundi Steingrími Sig- fússyni. Þórir fluttist til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum 1959, og hefur starfað með ýmsum tónlistarmönnum. Lengstum hefur Félag harmonikuunn- enda í Reykjavík notið liðveiðslu hans og þar á bæ gerðu menn hann að fyrsta heiðursfélaga og sæmdu silfurmerki. FÍH sæmdi hann gullmerki og þess má geta, að frá upphafi Þriðja klúbbsins, sem und- irritaður hefur stýrt í tæpan aldarfjórð- ung, hefur hann sveiflað kjuðum á skemmtifundum hans. Hljóðkerfið í íþróttahúsinu í Neskaup- stað, er það besta sem við höfum kynnst og eftir fyrsta lagið sem ég söng með Sören, heyrði ég einn segja, að það hefði verið á dönsku, en það var raunar á sænsku! - Sören var seinastur á dag- skránni á laugardeginum og hófust hljómleikarnir kl. 17:00 og lék hann þá

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.