Harmonikublaðið - 01.12.2005, Side 7
HARMONIKUBLAÐIÐ
Afmæli
Harmonikufélag Rangæinga 20 ára
Það er með harmonikufélög
eins og mannfólkið að þau
eiga afmæli. Oftast halda fé-
lögin upp á þau tímamót þeg-
ar afmælið hljóðar upp á heil-
an eða hálfan tug. Fjögur félög
stóðu í þeim sporum á árinu.
Eitt þessara félaga er Harmon-
ikufélag Rangæinga.
Að kvöldi laugardagsins 24. septem-
ber bauð félagið fjölda manns til sam-
kvæmis að Árhúsum Hellu í tiefni að 20
ára afmæli þess fyrr á árinu. í hópi gesta
voru formenn og fulltrúar flestra harmon-
ikufélaga landsins, sem þá um daginn
höfðu setið aðalfund SÍHU á staðnum.
Að sjálfsögðu var mökum þeirra líka þoð-
ið í samkvæmið en þeir höfðu einnig not-
ið leiðsagnar heimamanna um nágrennið
og fræðst um margt merkilegt meðan
fundarmenn sátu á rökstólum. Þegar
gestir höfðu komið sér fyrir á veislu-
staðnum setti ióhann Bjarnason, for-
maður félagsins samkomuna og bauð
gesti velkomna og síðan var snædd dýr-
indis máltíð. Þegar leið á borðhaldið
stigu gestir í pontu og færðu gjafir. Harm-
onikufélag Rangæinga hefur verið virkt
innan SÍHU og hefur verið í góðum
tengslum við harmonikufélög víða um
land, þetta kom glöggt fram í þessu af-
mælishófi því margar ræður voru haldnar
og félaginu færðar margar góðar gjafir og
fluttar árnaðaróskir.
Það var ekki laust við að lóhanni for-
manni þætti þetra ef kvenfólkið afhenti
gjafirnar einhverra hluta vegna og virtust
sem margir öfunduðu hann vegna stöðu
hans þetta kvöld. Veislustjóri var séra
Sigurður Jónsson í Odda, sem stjórnaði
samkomunni af mikilli fagmennsku og
kryddaði bæði með bundnu og óbundnu
máli, en það var í takt við það sem fram
var borið þetta kvöld, því margir kvöddu
sér hljóðs í tilefni þessara tímamóta.
Þessu skemmtilega kvöldi lauk síðan
með fjörugum dansleik sem stóð fram á
nótt.
Meðal þess efnis sem flutt var þetta
kvöld var samantekt Sigrúnar Bjarnadótt-
ur f.v. formanns úr 20 ára sögu félagsins,
sem birt er hér. ).).
í kvöld fögnum við 20 ára afmæli
Harmonikufélags Rangæinga og skyggn-
umst til baka aftur í tímann. Valdimar).
Auðunsson bóndi, harmonikuleikari og
lagasmiður var mikill áhugamaður um
harmonikutónlist. Hann unni hljóðfær-
inu mjög og átti auðvelt með að hrífa
aðra með sér á vængjum tónanna. Hon-
um verður eflaust
best lýst að hann
hafi spilað með
sálinni.
Þann 11. des-
ember 1984 í sjö-
tugsafmæli Valdi-
mars vargrunnur-
inn að félaginu
lagður. Þar skrif-
aði hópur fólks
sig á blað sem
verðandi stofnfé-
lagar. Næsta skref
var svo undirbún-
ingsfundur í
Gunnarshólma.
Formlegur stofnfundur var svo haldinn
í Gunnarshólma 14. aprfl 1985. Stofnfé-
lagar voru þá orðnir 80. Félagið hlaut
nafnið Félag harmonikuunnenda í Rang-
árvallasýslu. Valdimar ). Auðunsson var
kjörinn fyrsti formaður félagsins. Auk
hans í stjórn voru kosin Sigrún Bjarna-
dóttir ritari, Grétar Geirsson gjaldkeri,
Gunnar Guðjónsson og Guðmar Ragnars-
son.
Fyrstu árin sem félagið starfaði var
starfsemin aðallega fólgin í dansleikja-
haldi og æfingum
fyrir slíkar uppá-
komur. Reglu-
bundnar samæf-
ingar hafa svo
verið hjá félaginu
síðan haustið
1988. Hefur Grét-
ar Geirsson verið
stjórnandi okkar
allan tímann.
Færum við hon-
um bestu þakkir
fyrir.
Á aðalfundi fé-
lagsins 1988 var
nafni félagsins
breytt og heitir það síðan Harmonikufé-
iag Rangæinga. Skemmtinefndir hafa ver-
ið starfandi síðan 1988.
Merkið okkar leit einnig dagsins Ijós
1988. Það er teiknað af Knúti Scheving á
Hellu. Þegar merkið lá fyrir voru prentað-
ir fánar félagsins.
Landsmótið að Laugalandi í Eyjafirði
1987 var fyrsta Landsmót sem við tókum
þátt í og spiluðu þá Valdimar Auðunsson
og Grétar Geirsson fyrir félagsins hönd.
Sfðan höfum við tekið þátt í þeim Lands-
mótum sem haldin hafa verið.
Árið 1996 kom í okkar hlut að halda
Landsmót að Laugalandi í Holtum. Var
það mikið ævintýri að halda slíkt mót
eins og ég geri ráð fyrir að allir finni sem
standa í þeim sporum .Eru Landsmótin
einstök upplifun þeim er þar eru að
minnsta kosti ef þeir upplifa harmonik-
una eins og ég geri.
Cunnar jónsso, Grétar Geirsson og Bragi Gunnarsson.
Eflt
Jóhann og Sigurður veislustjóri.