Harmonikublaðið - 01.12.2005, Page 8
Afmæli
HARMONIKUBLAÐIÐ
Hljómsveit félagsins: Svanur Bjarki, Sigrún, Grétar, Stefán Ármann og (óhann. Trommur
Gunnar Jónsson, bassi Bragi Gunnarsson og gítar Tryggvi Sveinbjörnsson.
Á aðalfundi félagsins 1989 lét Valdi-
mar Auðunsson af formennsku vegna
sjúkleika og var honum afhentur fyrsti
fáni félagsins og ákveðið að gera hann að
heiðursfélaga no. 1. Við formennsku tók
þá Sigrún Bjarnadóttir.
Harmonikufélag Rangæinga hefur
stutt við bakið á ungum harmonikunem-
endum og gefið Tónlistarskóla Rangæ-
inga 4 kennsluharmonikur þær fyrstu
1990.
Nótnasafn á félagið orðið nokkuð og
gætir sú er hér stendur þess sem gull
væri.
Starfsemi félagsins hefur verið vel virk
í gegnum árin. Samstarf við félögin hér í
kring hefur verið gott en misjafnlega mik-
ið eftir árum. Meðal annars förum við
gjarnan á dansleiki sem nágrannafélögin
Sigrún Bjarnadóttir.
halda og spilum kannske í klukkutíma
bara svona til gamans og til að efla fé-
lagsandann bæði hjá okkur og við þá er
við heimsækjum.
Fyrsta umræðan um útgáfu tónlistar
félagsins fann ég bókaða frá árinu 1992.
Meðgangan varð löng enda stóðum við
að Landsmóti á tímabilinu. Árið 1999
kom svo geisladiskur frá félaginu út og
heitir einfaldlega Harmonikufélag Rang-
æinga. Leika þar félagar að hluta og Grét-
ar Geirsson sá um afganginn.
Starfsemi félagsins hefur gegnum
liðna tíð verið fólgin í dansleikjum haust
og vor. Skemmtifundir hafa verið haldnir
einkum fyrr á árum. Einnig tók félagið
þátt í Saumastofugleði í Útvarpinu og
hafa verið þátttakendur í ýmsum við-
burðum í heimahéraði.
Þá eru ótalin ferðalög félagsins sem
hafa sett sterkan svip á starfsemina. Oft-
ast hefur verið farið bæði haust og vor
þar á meðal heimsóknir til félaga út á
landi nú síðast til Þingeyinga í ágúst síð-
astliðnum. Eigum við mjög góðar minn-
ingar um glaða daga úr þessum ferðum.
Einnig höfum við fengið önnur harmon-
ikufélög í heimsókn, okkur til mikillar
ánægju.
Nokkrir félagar úr Harmonikufélagi
Rangæinga hafa stundað það um árabil
að sækja útisamkomur félaga víða um
land og hafa mörg vináttuböndin orðið
til þar og á mínu heimili er litið svo á að
þetta sé að verða full sumarvinna og hún
ekki af verri endanum þar sem harmonik-
an er í öndvegi.
Núverandi stjórn félagsins skipa: Jó-
hann Bjarnason formaður, Haraldur lúlí-
usson ritari. Bragi Gunnarsson gjaldkeri,
Sigmar Sigurbjörnsson og Ólöf Kristó-
fersdóttir.
Það sem einkennir þennan félagsskap
fyrst og fremst er sú gleði og léttleiki er
harmonikunni fylgir. Eldhuginn Valdimar
Auðunsson hreif okkur með sér á vit tón-
anna og þar svífum við enn. Ekki megum
við heldur gleyma því að við höfum af-
burða harmonikuleikara í okkar röðum
sem hveturtil dáða, enda hafa sum okkar
farið í tónlistarskóla á gamals aldri.
Ég hef trú á því að þið frá öðrum félög-
um hafið sömu sögu að segja. Harmon-
ikunni fylgir gleði og spilað er ánægjunn-
ar vegna. Þegar sest er með hljóðfærið
vill tíminn gleymast. Það er raunar rann-
sóknarefni hvað veldur því að jafn öflug-
ur félagsskapur verður til um eitt hljóð-
færi. Ég ímynda mér að svarið gæti verið
að við séum sprottin úr sama jarðvegin-
um upp af sömu rótinni og þetta sé mjög
öflug og kröftug rót.
Lengi hef ég kaliað félagana um land
allt Stórfjölskylduna og vona að það nafn
standi undir væntingum í framtíðinni.
Ég vil óska félaginu mínu allra heilla á
þessum tímamótum og vona að það
starfi í jafn góðum anda hér eftir sem
hingað til.
Sigrún Bjarnadóttir.
Svanur Bjarki Úlfarsson
Hljóðfæri
Get útvegað Tombolini gæða-
harmonikur frá Ítalíu á hagstæðu verði.
Sendi myndalista ef óskað er.
Jón Hrólfsson
Slmi: 462 4576 - Gsm: 868 7294