Harmonikublaðið - 01.12.2005, Qupperneq 9
HARMONIKUBLAÐIÐ
Lagahöfundurinn
Lag blaðsins
Guttormur Sigfússon er mikill
unnandi harmonikutónlistar,
Ieikur sjálfur með ágætum á
hljóðfærið og hefur samið
mörg Iög sem sum hver eru vel
þekkt amk. meðal harmoniku-
unnenda. í tilefni þess að eitt
laga hans birtist hér í Harmon-
ikublaðinu þá var tekið hús á
Guttormi og hann beðinn að
segja aðeins frá sjálfum sér.
Ætt og uppruni:
„Ég er fæddur á Krossi í Fellahreppi
17. apríl 1938. Foreldrarmínirvoru Sigfús
Guttormsson og Sólrún Eríksdóttir
bændur á Krossi frá 1931. Ég er einn af
níu systkinum sem öll eru á lífi. Ég ólst
upp á Krossi og var þar mfn æskuár. Fað-
ir minn fórst í flugslysi 1951 og næstu
árin var ég ásamt Baldri og Páli bræðrum
mínum fyrir búinu ásamt móður okkar.
Árið 1965 tek ég við búinu á Krossi en
það ár kvæntist ég konu minni Sigríði
Sigfúsdóttur frá Staffelli í Fellum. Við eig-
um fjögur uppkomin börn. Á Krossi
búum við síðan til ársins 1993 en þá taka
við búinu Einar sonur okkar ásamt konu
sinni Hörpu Rós Björgvinsdóttur."
Áhugamál í æsku:
. „Snemma kviknaði áhugi minn á tón-
list þó búskapurinn væri í fyrirrúmi. Á
heimilinu var orgel sem faðir minn átti og
spilaði hann ýmist eftir eyranu eða nót-
um. Einnig var föðuramma mín á heimil-
inu, hún var músíkölsk og spilaði á tvö-
falda harmoniku þegar hún var ung. Þetta
hafði áhrif á ungan dreng. Þess má geta
að Björgvin Guðmundsson tónskáld
minntist í æviminningum sínum á unga
stúlku sem spilaði á tvöfalda harmoniku
og það var einmitt amma mín, Oddbjörg
Sigfúsdóttir, þá á Hauksstöðum í Vopna-
firð."
Tónlist á heimilinu:
„Á Krossi var einnig eldri bróðir minn
Páll, sem spilaði á orgelið og harmoniku
sem hann keypti 1951 og segja má að
harmonikan hafi heillað mig frá fyrstu tíð.
Ég hlustaði á harmonikutónlist í útvarp-
inu og hreifst mjög af ýmsum góðum
Guttormur Sigfússon.
harmonikuleikurum og þá sérstaklega
Toralf Tollefsen, sem heillaði marga á
þessum tíma og stækkaði hlustendahóp-
inn þegar hann fór tónleikaferð um
landið."
Fyrstu skrefin í tónlistinni:
„Fyrst spilaði ég á harmoniku Páls
bróður míns sem leiðbeindi mér fyrstu
skrefin. Fyrstu harmonikuna eignaðist ég
1956, þriggja kóra Serenelli. Ég var í Eiða-
skóla 1954-1957 og þann tíma spilaði ég
á flestum böllum skólans ásamt fleirum
og má þar nefna Eyþór Stefánsson lækni
frá Flögu í Skriðdal. Segja má að síðan
hafi harmonikan verið þanin meira og
minna jafnt heima, á böllum sem og víð
ýmis önnur tækifæri. Þar fyrir utan þá lék
ég einnig á trommur með Páli bróður
mínum en við spiluðum saman í nokkur
ár, fram til um 1960 eða fram undir „Bítla-
tímann."
Segja má að næstu tuttugu árin hafi
lítið verið spilað á harmoniku eða allt til
1984 þegar Harmoníkufélag Héraðsbúa
var stofnað."
Frá þeim tíma hefur Guttormur verið
iðinn við framgang félagsins ásamt spila-
mennsku og að semja lög.
- Hvað varð til þess að þú fórst að semja lög?
„Segja má að danslagakeppni SKT hafi
orðið til þess að ég fór að semja lög en
það var þó ekki fyrr en á áttunda áratugn-
um sem fyrstu lögin urðu til og má þar
nefna lagið Minningu með texta Helga
Seljan, sem var á snældunni „Draumsýn,"
sem HFH gaf út á 10 ára afmælinu."
Guttormur áætlar að hann hafi gert
allt að 20 lög og telur hann að lögin beri
keim af skapi höfundar hverju sinni.
- Hvað getur þú sagt mér um lagið
„Léttfeta"?
„Lagið er samið á því tímaskeiði þegar
Tatu Kantomaa var hjá mér og ég upptek-
inn af marsuka lögum. Þetta lag sendi ég
svo í lagakeppni sem Félaga harmoniku-
unnenda við Eyjafjörð hélt í tilefni af tutt-
ugu ára afmæli félagsins árið 2000 og
lenti það í þriðja sæti."
Tónlistarlíf á Héraði fyrr og nú:
„Við stofnun HFH varð mikil breyting á
þann veg að harmonikan kom meira við
sögu heldur en á því tímabili sem kennt
hefur verið við „Bítlana". Einnig má segja
að með lagakeppnum komu menn lögum
í umferð sem mörg hver væru líklega enn
í skúffu eða ósamin."
Skemmtilegar minningar úr tónlistinni
og félagslífi:
„Efst í huga mér er koma Tatu
Kantomaa og vera hans hér ásamt lands-
móti SÍHU á Egilsstöðum 1993 en þá var
Tatu heiðursgestur landsmótsins ásamt
öðrum ungum manni, Daniel Isaksson frá
Svíþjóð. Frá þessum tíma hefur Tatu ver-
ið vel þekktur á íslandi enda einn besti
harmonikuleikari okkar tíma."
Önnur áhugamál:
„Landsbyggðamál höfða enn til mín
fyrir utan lestur góðra bóka bæði í
bundnu og óbundnu máli".
- H vað ert þú að fásl við í dag?
„Ég er húsvörður við flugstöðina á
Egilsstöðum og þar fyrir utan hlusta ég á
góða tónlist ásamt því að spila á harm-
onikuna."
Svona í lokin má geta þess að Gutt-
ormur var einn af stofnendum HFH og
formaður félagsins í fimmtán ár á tíma-
bilinu frá 1985 til 2004 og er heiðursfélagi
þess frá 2004.
Harmonikublaðið þakkar Guttormi
fyrir sig og óskar honum velfarnaðar á
komandi árum.
QW