Harmonikublaðið - 01.12.2005, Side 12
Samantekt
HARMONIKUBLAÐIÐ
Landsmót í Neskaupstað
Landsmót SÍHU það níunda í
röðinni var haldið í blíðskapar-
veðri í Neskaupstað dagana
7.-10. júlí. Mótið var mjög vel
sótt og framkvæmd þess Fé-
lagi harmonikuunnenda Norð-
firði til mikils sóma. Vert er að
þakka Guðmundi Skúlasyni
formanni og hans fólki fyrir þá
miklu vinnu sem þau lögðu á
sig svo mótið mætti takast sem
best. Framkvæmdastjóri móts-
ins Ómar Skarphéðinsson
hafði líka í mörg horn að líta
enda margt sem hvíldi á herð-
um hans. Sigurður Rúnar
Ragnarsson var kynnir mótsins
og fórst honum það vel úr
hendi.
Á þriðja hundrað hljóðfæraleikara
komu fram á tónleikum þá þrjá daga sem
mótið stóð. Lokatónleikarnir voru svo
með hinum unga heiðursgesti mótsins
Sören Brix frá Danmörku, sem heillaði
áheyrendur upp úr skónum.
Það er samdóma álit manna að sjald-
an eða aldrei hafi hljómsveitir félaganna
komið jafnvel undirbúnartil móts eins og
nú. Það sama má segja um þá aðra sem
ekki flokkuðust í hljómsveit.
Gömlu meistararnir svo sem Bragi
Kynnir mótsins, Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Hlíðberg og Reynir lónasson sýndu að
þeir hafa engu gleymt, en eins af gömlu
meisturunum var sárt saknað, en það var
Grettir Björnsson sem ekki gat mætt sök-
um veikinda. Ekki má gleyma þeim
mörgu ungmennum sem fram komu, þau
stóðu sig með stakri prýði og sýndu svo
ekki verður um villst að þau ætla sér að
halda uppi merki harmonikunnar í fram-
tíðinni. Eina hljómsveitin sem skipuð var
ungmennum eingöngu var frá Félagi
harmonikuunnenda Reykjavík undir
stjórn Guðmundar Samúelssonar, vel
spilandi og samstillt hljómsveit.
Það er hægt að ræða endalaust um
framgöngu þeirra ungmenna sem komu
fram á þessu landsmóti og það sem þau
gáfu okkur sem á hlýddum, en sjón er
sögu ríkari og hvet ég alla þá sem vilja
njóta áfram þess sem þau höfðu fram að
færa að verða sér úti um þær upptökur
sem gerðar voru af landsmótinu, þær er
bæði hægt að fá á myndspólum og
mynddiskum. Blaðið birtir viðtöl við tvö
af þeim ungmennum sem fram komu á
mótinu, þau Ara Magnússon og Fjólu
Oddgeirsdóttur.
Ari er þrettán
- Hvenær byrjaðir
þú að lœra á
harmoniku?
Ég byrjaði
um páskana
árið 2000.
Amma mín sem
hefur alltaf haft
mikinn áhuga á
harmonikutón-
list ýtti mér af
stað og vakti
áhuga minn. Ég hef alltaf lært hjá Sigurði
Alfonssyni frænda mínum enda hægt um
heimatökin, var hann boðinn og búinn að
kenna mér.
- Hvernig fannsl þér að koma á landsmótið í
Neskaupstað og fivað fannst \>ér skemmtilegast
við mótið?
„Mér fannst það mjög gaman það sem
mér fannst standa uppúr voru allir tón-
leikarnir og ferðalagið austur. Þetta var
fyrsta landsmótið mitt og örugglega ekki
það síðasta," segir Ari.
- Hefur \>ú oft komið fram áður og þá hvar?
ara Kópavogsbui
Ari Magnússon.
„Ég hef oft komið fram t.d. hjá Karli
lónatannsyni bæði í Hveragerði og í Ráð-
húsi Reykjavíkur, líka í Kópavogsskóla og
á landsmótinu." Ari er í harmonikufélag-
inu Léttum tónum.
- Áttu þér önnur áhugamál en harmonik-
una?
„Það er ekki mikill tími fyrir önnur
áhugamál, ég er búinn að velja golf sem
mína íþróttagrein, námið í skólanum er
númer eitt golfið kemur númer tvö, mest
allur minn tími fer í að sinna þessu fyrir
utan harmonikunámið."
Fjóla er 15 ára gömul
og býr í Reykjanesbæ
- Hvenær byrjaðir
þú að læra á
harmoniku?
„Ég byrjaði
þegar ég var
átta ára og hef
lært hjá þó
nokkrum kenn-
urum, en núna í
augnablikinu er
ég að læra hjá
Germani Hlop-
in."
Fjóla Oddgeirsdóttir.
Hvernig
fannst þér að koma á landsmótið í Neskaupstað
og hvað fannst þér skemmtilegast við mótið?
„Mér fannst það bara mjög spennandi
að fá að koma og það var gaman að sjá
allt fólkið og sjá hvað það voru margir á
mínum aldri að spila."
-Varþetta fyrsta landsmólið þitt?
„|á, og vonandi ekki það síðasta."
- Hefur þú oft leikið opinberlega?
„]á, ég hef oft komið fram bæði á Tón-
fundum og svo hef ég verið fengin til að
spila á opnunum og við fleiri tækifæri.
- Ertu í harmonikufélagi?
„Ég er nú ekki neinn meðlimur í félagi
en ég hef spila með Harmonikufélaginu á
Suðurnesjum og kannski ég verði með-
limur þar einhvern tímann."
- Áltu þér önnur áhugamál en harmonik-
una?
„Já, ég er að æfa klassískan ballett f
Listdanskóla íslands og hef verið að æfa
í u.þ.b. 10 ár og svo er ég alltaf að læra
fyrir skólann og mér finnst mjög gaman
að lesa og teikna." ).).
IBSf