Harmonikublaðið - 01.12.2005, Qupperneq 14
Minning
HARMONIKUBLAÐIÐ
Minningarorð
Hákon Jónsson
Fæddur 06. 08. 1918 - Dáin 25. 01. 2005
Þráður sem í þrautum var
þolinn vanda greiddi,
oss til ljóss að ending bar
og til dyra leiddi.
Það er ætíð sárt að sjá á bak góðum
vini, traustum félaga og samferða-
manni. Það fengum við í Harmonikufé-
lagi Þingeyinga að reyna þriðjudaginn
25. janúar s.l., þegar okkur barst and-
látsfregn félaga okkar og vinar Hákonar
lónssonar frá Brettingsstöðum í Laxár-
dal.
En það er huggun harmi gegn hvað
við eigum margar hlýjar og bjartar minn-
ingar frá liðnum samverustundum.
Hákon Jónsson var fæddur 6. ágúst
1918aðVíðum ÍReykjadal. Hann var þar
til sex ára aldurs en ólst síðan upp á
Brettingsstöðum í Laxárdal og var þar
bóndi til ársins 1945. Síðan bóndi í
Tungugerði á Tjörnesi til ársins 1958. Þá
fluttist hann með fjölskyldu sína til
Húsavíkur og settust þau að í Þórshamri.
Hákon var einn af stofnendum
Harmonikufélags Þingeyinga 4. maí 1978
hann var kosinn í stjórn félagsins 29. maí
1981 og æ oftar síðar.
Hann var ávallt ritari félagsins meðan
hann sat í stjórnum þess, enda með af-
burða góða rithönd og stíllist, hann var
einnig ritari Verkalýðsfélags Húsavíkur til
margra ára. Oft var leitað til Hákonar að
skrifa fréttabréf og frásagnir fyrir félagið
sem komust á prent í blaðið „Harmon-
ikan" eftir að það hóf göngu sína. Honum
fórst það vel úr hendi sem annað ritmál.
Hákon skrifaði æviminningar sínar
sem komu út haustið 2003 í bókinni
„Brotinn er nú bærinn minn", sem fengið
hefur mjög góða dóma fyrir fróðlegar og
lifandi frásagnir frá æviskeiði hans.
Tónlist einkenndi allt líf Hákonar og
var hans gleðigjafi alla ævi. Um fimm ára
aldur kynntist hann fyrst harmonikumús-
fk heima í baðstofunni á Víðum er þar var
haldið ball síðla vetrar og spilað á ein-
falda harmoniku af Hallgrími Hallgríms-
syni í Hólum í Laxárdal.
Ungur að árum fékk Hákon tilsögn á
orgel hjá Guðfinnu frá Hömrum en síðar
fór hann til Reykjavíkur einn vetur í
orgelnám hjá Páli ísólfssyni.
Hákon hafði mjög góða tenórrödd og
tók mikinn þátt í tónlistarlífi Suður-Þing-
eyinga, bæði með söng sínum, orgelspili
og síðast en ekki síst með harmoniku-
leik. Árið 1948 eignaðist Hákon fyrstu
harmonikuna og var honum ekkert
vandamál að spila á hana þar sem hann
var búinn að læra allmikið á orgel og
kunni nótnalestur.
Hann fór upp úr því að spila fyrir
dansi í sinni heimasveit og víðar. Eftir að
Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað
spilaði Hákon bæði kamermúsík og
dansmúsík heima í héraði, á landsmót-
um og í heimsóknum á milli félaga vítt
um landið.
Eftir að Hákon varð vistmaður á
Hvammi dvalarheimili aldraðra var hann
ómissandi gleðigjafi þar með harmonik-
una við hin ýmsu tækifæri, hvort heldur
það voru þorrablót eða dinnermúsík til
afþreyingar fyrir vistmenn, alltaf var hann
tilbúinn að spila og leggja sitt af mörkum
þótt lasleiki væri farinn að hrjá hann í
seinni tíð. Hákon spilaði fyrir dansi á árs-
hátíð harmonikufélagsins sem haldin var
snemma í nóvenber 2004 í Ljósvetninga-
búð, hafði hann þá að orði að ekki væri
víst að hann gæti spila á næstu árshátíð
því ellin væri óðfluga að færast yfir sig og
unglingsárin liðin hjá.
Hann taldi sig þó mjög sáttan, því
þeir áratugir sem hann hefði spilað og
starfað í Harmonikufélagi Þingeyinga
hefði engin félagsskapur veitt sér aðra
eins gleði, skemmtun og ógleymanlega
ljúfar stundir. Það fór svo að þetta varð
síðasti dansleikurinn sem Hákon spilaði
á, enginn veit hvað hann spilaði á þeim
mörgum um ævina. En vitað er að hann
eignaðist samtals tíu harmonikur frá því
1948 auk orgels.
Það væri síst að hans skapi að hér
væri flutt langt lofsyrðamál.en virða skal
ætíð það sem vel er gert. Hákon var
harmonikufélaginu dugmikill og traustur
félagi sem ávallt var reiðubúinn að vinna
félagi sínu allt sem gæti stuðlað að sem
mestum og bestum framgangi þess.
Þar sem tónlistin var Hákoni í blóð
borin var hann þrautseigur að æfa lög
hvort heldur gömul eða ný. Margar
stundir sat hann með nótnabækur fyrir
framan sig og spilaði hin flóknustu verk,
hann var líka fljótur að læra lög eftir eyr-
anu og hafði gaman af miklum hljóma-
lögum bæði í dúr og moll. Hann átti líka
létt með að spila aðra rödd í lögum ef
svo bar undir eða þegar hann spilaði í
félagshljómsveitum á landsmótum og
víðar.
Hákon setti því sterkan svip á félagið
með fjölþættum músíkhæfileikum, já-
kvæðum félagsanda, trúmennsku og
sannri gleði hvar sem hann fór. Við félag-
ar hans og vinir vitum fullvel að mikið
skarð var höggvið er heiðursfélaginn og
gleðigjafinn Hákon lónsson kvaddi og
lauk rösklega 26 ára starfsemi í sínu kæra
harmonikufélagi.
Harmonikufélag Þingeyinga þakkar
heilshugar öll störf hans í þágu félagsins
frá stofnun þess svo og allar björtu gleði-
stundirnar.
Nú er barns og unglingsár,
innra lífsins gengið.
En þá hefur andans aðall hár,
æðra takmark fengið.
Við félagar hans vottum sonum hans
Jóni og Hólmgeiri og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Blessuð sé minning Hákonar.
F.h Harmonikufélags Þingeyinga,
Kári Árnason.