Harmonikublaðið - 01.12.2005, Page 15
HARMONIKUBLAÐIÐ
Minning / Frétt
Það urðu margir harm-
onikuunnendur
hnuggnir þegar það
fréttist að Grettir
Björnsson væri allur.
Hann veiktist af
krabbameini á vormán-
uðum og háði hetju-
lega baráttu við sjúk-
dóminn. Hann hafði
ráðgert að verða með
hljómsveit á landsmót-
inu á Neskaupstað en
það varð að víkja. Sá
sem þessar línur skrifar
varð þeirrar ánægju að-
njótandi að kynnast Gretti þegar hann
með fjölskyldu sinni flutti heim frá
Kanada skömmu eftir 1960. Hann var þá
þegar umtalaður harmonikuleikari, hafði
unnið til verðlauna í Kanada og margir
mundu eftir honum frá því hann lék með
hljómsveitum hér heima.
Það lá því beint við þar
sem ég þá hafði umsjón
með harmonikuþáttum í
Ríkisútvarpinu að hann
yrði fenginn til að leika
eina kvöldstund og það
gerði hann með ljúf-
mennsku og eftirminni-
legum hætti. Það má
fullyrða það að eftir að
Grettir kom heim hafi
stíll í harmonikuleik ís-
lendinga tekið talsverð-
um breytingum, orðið
bæði léttari og nútíma-
legri, fyrir utan það að margir fóru bein-
línis að stæla meistara Gretti og gera
margir enn. Það fór ekki hjá því að vax-
andi starfsemi félaga um harmonikuna
kallaði á starfskrafta hans, að stjórna og
leiðbeina hljómsveitum og svo að fást
við kennslu. Hljómplötur urðu einnig
stór þáttur í ferli hans m.a. varð hann
fyrstur innlendra spilara að fjölinnspila á
harmonikuplötur. Þær urðu fjölmargar og
njóta vinsælda. Það er ekki ofmælt að
Grettir var afar vinsæll hljóðversmaður
og setti persónulegan svip á þær upptök-
ur sem hann tók þátt í. Þó Grettir Björns-
son hafi skilið eftir sig mikið verk á sviði
tónlistarinnar var aðalstarf hans á sviði
húsamálunar, sem hann hóf á Kanadaár-
unum og stundaði til æviloka. Ekkju og
afkomendum Grettis sendir Harmoniku-
blaðið samúðarkveðjur.
Högni Jónsson.
Okkur hjónunum langar til að minnast
góðs vinar og félaga, Grettis Björnssonar
og vottum Ernu svo og fjölskyldu okkar
dýpstu samúð. Grettir var okkur sannur
vinur alla tíð sem ávallt fylgdi bæði hlý-
hugur og gleði. Sem frábær harmoniku-
leikari lætur hann eftir sig skarð sem ekki
verður fyllt í bráð.
Hafðu þökk fyrir góð kynni á liðnum
árum. Þín er sárt saknað.
Bragi Hlíðberg og frú.
Erfðaprins íslensku harmonikunnar allur
Grettir Björnsson
F. 2. maí 1931 > D. 20. október 2005
Fréttir af Harmonikufélagi Reykjavíkur
Harmonikufélag Reykjavíkur saman-
stendur að mestu af tveim sveitum þ.e.
Stormi og Léttsveit. Mikil gróska hefur
verið í starfsemi félagsins undanfarið og
er það að mestu að þakka nýjum stjórn-
anda sem kom til liðs við félagið um síð-
ustu áramót en þá tók hann við stjórn hjá
Storminum og fór með þeim sem stjórn-
andi á landsmótið í Norðfirði sl. sumar.
Þetta er Vadim Fjodorov en hann er
annar af rússnesku tvíburunum sem
komu sem gestaspilarar á Landsmótið á
Siglufirði. Þeir bræður eru löngu orðnir
þekktir fyrir harmonikuleik sinn. Síðast
liðið haust tók Vadim einnig að sér stjórn
Léttsveitar jafnframt því að kenna harm-
onikuleik á vegum félagsins .Teljum við
það mikla heppni að hafa fengið hann til
liðs við okkur og er það greinilegt að
hann hefur komið með nýja strauma með
sér og væntum við okkur góðs af sam-
starfinu við hann.
Þann 27. nóv. var haldinn Dagur Harm-
onikunnar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem
tókst með glæsibrag. Harmonikufélag
Reykjavíkur
er líka með
dansleiki í
Glæsibæ
mánaðarlega
og hefur ver-
ið þar sl. sjö
ár. í janúar
hvert ár höld-
um við þorra-
blót sem
alltaf hefur
verið mjög
fjölsótt og
mörg undan-
farin ár hafa
vinir okkar úr
Félagi Harmonikuunnenda á Suðurnesj-
um samglaðst okkur og tekið fullan þátt í
því að blóta með okkur þorra.
Hið árlega þorrablót verður næst hald-
ið þann 28. janúar í Glæsibæ.
Á næsta ári verður Harmonikufélag
Reykjavíkur 20 ára að því tilefni ætlum
við að leggja land undir fót og halda til
Gautaborgar en þar ætlum við að skoða
stóra harmonikuverslun og harmoniku-
safn. Við höfum fengið til liðs við okkur
þaulkunnan mann sem lærði harmoniku-
viðgerðir hjá þessu sama fyrirtæki. Ýmis-
legt fleira verður sér til gamans gert við
verðum í sambandi við harmonikufélag í
Gautaborg einnig munum við hafa afnot
af stórum sal á hótelinu er þar hægt að
spila og dansa eins og hver og einn vill
við hafa. Ferðin verður farin 17. - 21.
maí nk.
Ég er sannfærð um það að þetta verð-
ur fróðleg og skemmtileg ferð. Við þökk-
um öllu harmonikufólki fyrir samveruna á
landsmótinu sl. sumar og þeim Norðfirð-
ingum fyrir frábært landsmót.
Nýjum formanni Landssambandsins
óskum við til hamingju með embættið og
þökkum Jóhannesi fyrrverandi formanni
frábært starf í þágu sambandsins.
Hittumst heil á nýju ári.
Með kveðju frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur,
Guðrún Guðjónsdóttir, form.
Œlflf