Harmonikublaðið - 01.12.2005, Side 17
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleiksspjall
Nú vantar bara húsið...
- Einstakt harmonikusafn á ísafirði
Ásgeir S. Sigurðsson á senni-
lega stærsta einkahljóðfæra-
safn landsins og þótt víðar væri
leitað. Harmonikurnar hans eru
á annað hundrað, aðeins tvær
þeirra eru eins og þær elstu frá
um 1830. Safnið er heima hjá
Ásgeiri á ísafirði, en hann hefur
ákveðið að gefa ísafjarðarbæ
safnið í þeirri von að því verði
fundið húsnæði þar sem það
verður opið almenningi. Tekið
var hús á Ásgeiri til að forvitn-
ast um þessa ástríðu hans.
Aldrei lært á harmoniku
„Það má trúlega segja að áhugi minn
fyrir harmonikunni hafi kviknað í barn-
æsku, því föðurbróðir minn sem bjó á
heimilinu og spilaði mikið, var í eina tíð
vinsæll og þekktur ballspilari á þessu
svæði, Sjálfur hef ég aldrei lært neitt á
hljóðfærið. Maður byrjaði svona að þreifa
sig áfram en því miður varð það aldrei að
neinu námi. Ég held ég hafi verið fimmtán
ára þegar ég eignaðist mína fyrstu harm-
oniku. Ég fékk frænda minn til að kaupa
hana fyrir mig í Reykjavík, þetta var bara
áhuginn fyrir að prófa þetta."
Ásgeir er Þingeyingur, fæddur á Ljóts-
stöðum í Laxárdal og uppalinn á Hólum
hinum megin við Laxána, „Ólst bara upp
við almenn sveitastörf", segirÁsgeir. „Hól-
ar lágu frekar afskekkt, það kom hvorki
vegur eða rafmagn þar fyrr en eftir að ég
var farinn vestur". Ásgeir fluttist vestur til
ísafjarðar árið 1961, en eiginkona hans,
Messíana Marzellíusdóttir, var í Hús-
mæðraskólanum að Laugum. „Við kynnt-
umst þar og það varð útfallið að við flutt-
umst hingað vestur og ég fór að læra hér
járnsmíði hjá tengdaföður mínum
Marzellíusi í Skipasmíðastöð M. Bern-
harðsson. Ég tók með mér harmoniku sem
ég átti þá, seldi hana svo þegar ég þurfti að
fjármagna húsakaup að mig minnir og ég
átti ekki harmoniku í nokkuð mörg ár. En ég
held ég hafi aftur keypt mér harmoniku
nokkru áðuren HarmonikufélagVestfjarða
var stofnað hérna árið 1986. Þá fór ég að
taka þátt í starfi
þess og hef
lengst af verið
formaður félags-
ins."
Konan ekki
hrifin í fyrstu
Messíana,
eiginkona Ás-
geirs, vará þeim
tíma píanókenn-
ari og ekkert sér-
staklega um
harmonikuna
gefið að sögn
Ásgeirs. „Hún
var lærður píanókennari og henni fannst
nú ekki mikið til um harmoniku sem hljóð-
færi og alls ekki held ég um mína músik",
segir Ásgeir og hlær. „En svo fórum við á
landsmót harmonikufélaga í Eyjafirði,
okkar fyrsta landsmót árið 1987, og þá
heyrði hún hvernig átti að spila á harmon-
iku. Upp úr því skrifaði harmonikufélagið
Tónlistarskóla ísafjarðar og hvatti til að
héryrði hafin harmonikukennsla og einnig
gáfum við skólanum tvær kennsluharmon-
ikur. Þá vantaði kennara og úr varð að
Messíana fór að kenna á harmoniku. Hún
aflaði sér þekkingar hjá harmonikuleikur-
um, fékk meðal annars tilsögn hjá Reyni
lónassyni, harmonikuleikara."
Eina hljóðfærasafn landsins
„Eftir því sem ég best veit þá er þetta
eina hljóðfærasafn landsins. Þetta byrjaði
líklega fyrir 15 árum, en kona hér í bænum
sem þá var að læra á harmoniku hjá kon-
unni minni, var með harmoniku sem mað-
urinn hennar sem var látinn hafði átt .
Harmonikan var mjög illa farin og konan
var að velta fyrir sér hvað hún ætti að gera
við hana. Hún spurði mig hvort ég vildi
taka við henni og eignast hana. Ég varð
mjög spenntur og þáði hana að gjöf og gat
með aðstoð góðra manna komið henni í
allgott stand. Á næstu árum eignaðist ég
nokkrar harmonikur, en það eru ekki nema
sex, sjö ár síðan ég fór að gera eitthvað í
því að safna harmonikum".
Ásgeir sýndi harmonikurnar sínar á
EEW
landsmóti harmonikuunnenda sem var
haldið á ísafirði árið 2002, en þá voru þær
64 talsins. „Ég fékk einar fjórar eða fimm
afhentar á landsmótinu. Ein þeirra var
með mjög mikla sögu á bak við sig. Ég hef
lagt mikla áherslu á að skrá niður alla þá
sögu sem vitað er um hverja harmoniku,
hverjir hafa átt hana og spilað á hana og
oft kemur í Ijós að það hafa verið margir
eigendur og þetta eru hljóðfæri sem hafa
verið notuð til að halda uppi skemmtun-
um í heilu byggðalögunum", segir Ásgeir.
-í dag eru harmonikurnar orðnar 109?
„já, þæreru núna 109 og við hjónin höf-
um verið með þetta í einu herbergi hér
heima. Ég vil nú taka það fram að ég gæti
ekki verið með þetta safn nema af því að
konan mín hefur stutt mig eindregið og
fórnaði stærsta herberginu í húsinu undir
safnið. Við komum nú ekki nema um
fimmtíu harmonikum fyrir í því, þannig að
rúmur helmingur safnsins er alltaf í geym-
slu. Ég hef reyndar verið svo heppinn að fá
alltaf að vera með fjórar harmonikur til
sýnis í Safnahúsinu og það hefur oft orðið
til þess að fólk hefur samband til að fá að
skoða. Og það eru allir hjartanlega vel-
komnir. Ég vil nú taka það fram að það
voru ansi margir sem skoðuðu safnið
þarna á landsmótinu, það voru rúmlega
600 manns sem skrifuðu í gestabókina og
það er vitað að það skrifuðu ekki allir í
hana, þannig að það var ansi góð auglýs-
ing fyrir safnið og upp úr því fékk ég mikið
af harmonikum."