Harmonikublaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 3

Harmonikublaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 3
Frá ábyrgðarmanni f Harmonikublaðid ISSN1670-200X Ábyrgðarmaður: Hreinn Halldórsson Faxatröð 6, 700 Egilsstödum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Hönnun og prentvinnsla: Héradsprent, Egilsstöðum Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: Minningargrein um Höskuld Stefánsson Valdi Friðriks Landsmót ungmenna í Eyjafirði 2006 Auglýsingaverð: Baksiða 1/1 síða kr. 19.500 1/2 sída kr. 6.000 Innsídur 1/1 síða kr. 11.000 1/2 síða kr. 9.500 1/4 síða kr. 5.500 1/8 síða kr. 3.500 Smáauglýsingar kr. 2.000 Forsíðan: Þátttakendurí landsmóti ungmenna, haldid íEyjafirði 12.-14. maí 2006 Efni ínæsta blað, sem kemur út íseptember, þarfad berastfyrino. september. V ____________________________________J f Harmoriíkublaðið - júní2006 Góðir áskrifendur! Vinsamlega leggið áskrift blaðsins, kr. 1.500.- fyrirárið 2006 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, Kt. 030349-3859 Mikilvægterað nafn og/ eða kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. V ___________________________________J f "\ Leiðréttingar. Um leið og við óskum nýjum blaða- mönnum góðs gengis viljum við koma á framfæri tveimur leiðréttingum. í grein um harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar á ísafirði 1 Harmoniku- blaðinu á bls. 18 í desember 2005 var birt vitlaus mynd af harmoniku úr safninu, sú mynd sem birt var er líklega frá árinu 1890 en þessi mynd sem hér birtist er sú rétta frá árinu 1830-1840 líklega frönsk. Á bls. 16 í sama blaði misritaðist seinna nafn Svanhildar S. Leósdóttur. Rétt er það Svanhildur Sumarrós. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. Fráfarandi blaðamenn. V ___________________________________ Harmonikutónar tengja saman tilfinningabönd svo verður gaman. Lyfta geði, létta dagsins byrði; lífið gera ennþá meira virði. Lesandi góður! Við formannaskipti í SÍHU sl. haust lá fyrir að fráfarandi formaður, Jóhannes Jónsson, léti af störfum við útgáfu Harmonikublaðsins. í framhaldi af því lagði núverandi formaður, Jónas Þór Jóhannsson, að mér að taka blaðið í fóstur, sem ég sá ýmsa annmarka á. Eftir nokkrar fortölur Jónasar lét ég undan enda ber ég að hluta til ábyrgð á formennsku hans. Auk mín koma þeir Jónas Þór og Baldur Pálsson að efnisöflun í blaðið en vonir standa tii að fleiri komi að þessu verki. Áður en lengra er haldið vil ég þakka þeim Jóhannesi og Hildi konu hans fyrir þeirra góða framlag til blaðsins á liðnum árum og vona jafnframt að við arftakarnir, stöndum okkur í stykkinu. Eftir að hafa skoðað rekstur blaðsins þá er mér Ijóst að áskrifendum þarf að fjölga til muna. Einnig er mér Ijóst að auglýsingar munu ekki bera uppi rekst- urinn nema að litlu leyti. í mínum huga á Harmonikublaðið að vera fjölbreytt, höfða til margra og vera upplýsandi um það mikla starf sem félög og einstaklingar eru að fást við á hverjum tíma. Til að svo megi verða þurfa unnendur harmonikunnar, vítt og breitt um landið, að vera duglegir að láta í sér heyra og senda blaðinu efni. Það er nú svo að gott er að flýta sér hægt og því er lítið um breytingar á blaðinu að sinni en gott væri að fá hugmyndir frá lesendum um hvað betur mætti fara og þá hvaða breytingar gætu bættblaðiðoge.t.v.fjölgaðáskrifendum þess. Það sama á við um framfarir í harmonikuieik og fþróttum almennt að æfingin skapar meistarann. Til að ýta undir framfarir þarf ákveðið skipulag með skemmtilegu ívafi, ekki endilega keppni. í mínum huga þá stuðla landsmótin að auknum áhuga og ættu að fjölga þeim sem velja harmonikuna sem sitt hljóðfæri. Það sem mér sýnist að mætti bæta er að kynna tilvonandi þátttakendum landsmóts ungmenna strax að hausti hvað þarf til að vera með þannig að allir séu vel með á „nótunum" og nýti tímann vel. í þessu blaði er m.a. greint frá landsmóti ungmenna nú í vor í máli og myndum. Lag blaðsins átti að þessu sinni að vera eftir Benny Andersson, fyrrverandi Abba meðlim, sem var kjörinn harm- onikuleikari ársins 2005 í Svíþjóð, en vegna plássleysis bíður það næsta blaðs. Annað efni er nokkuð hefð- bundið. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem komu að þessu blaði með einum eða öðrum hætti. Ég vona að tónar harmonikunnar nái að gleðja sem flesta og sumarið verði ánægjulegt. Með góðri kveðju, Hreinn Halldórsson Heimsmeistaramót í harmoníkuleik (Coupe Mondiale) verður að þessu sinni haldið 18. - 22. oktober nk. ÍAsker, Noregi - skammtfra Oslo. Nánari upplýsingar erað f,nn? á heimasíðunni www.trekkspill.no V 3

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.