Harmonikublaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 11
Höskuldur Stefánsson
- Minning
Minningargrein um Höskuld Stefánsson,
en hann lést 29. júlí 2005.
Höskuldur Stefánsson er fallinn frá og
með honum hefur austfirskt tónlistarlíf
misstmikið.ÁratugumsamanvarHöskuldur
á meðal þeirra manna sem mest áhrif höfðu
á tónlistarlífið á Austurlandi og munu störf
hans á því sviði lengi verða í minnum höfð.
Það var móðir Höskuldar sem hóf að
kenna honum á harmonium. Fljótlega kom í
Ijós að drengurinn ungi bjó yfir miklum
hæfileikum á tónlistarsviðinu og framfarir
hans urðu örar. Fyrir utan hæfileikana naut
Höskuldur þess dugnaðar sem ávallt
einkenndi hann og nánast hver stund sem
gafst var notuð til æfinga.
Þegar Höskuldur hafði náð nokkurri
leikni í harmoniumleik eignaðist hann har-
monikku og ekki minnkaði áhuginn fyrir
tónlistinni við það. Harmonikan var vinsælt
og meðfærilegt hljóðfæri og gerði hún
Höskuldi kleift að æfa sig enn meira en
áður. Ekki var óalgengt að hann hefði
hljóðfærið með sér f beitningaskúr föður
síns, þar sem hann hóf snemma að starfa,
og í hléum og kafftímum mátti heyra
dunandi harmonikutónlist úr skúrnum.
Norðfirðingar skynjuðu fljótt að þarna
væri byggðarlaginu að áskotnast óvenju
góður harmonikuleikari og ekki leið á löngu
þar til Höskuldur var orðinn vinsælasti
harmonikuleikarinn á dansleikjum þar.
Að því kom að Höskuldur hleypti heim-
draganum og hélt hann þá til náms í Sam-
vinnuskólanum. Á meðan hann dvaldi að
heiman hélt hann áfram að þroskast sem
tónlistarmaður og hóf að leika með góðum
tónlistarmönnum bæði í Reykjavík og síðar
um tfma í Vestmannaeyjum. í Vestmanna-
eyjum kynntist Höskuldur Haraldi Guð-
mundssyni en þeir áttu síðar eftir að starfa
mikið saman á tónlistarsviðinu.
Að því kom að Höskuldur leitaði á
heimaslóðir á ný en þá hóf hann að starfa
sem skrifstofumaður hjá Dráttarbrautinni
hf. Og ekki lét hann sitt eftir liggja á tón-
listarsviðinu; brátt stofnaði hann dans-
hljómsveit sem við hann var kennd og eins
átti hann stóran hlut að máli þegar
Lúðrasveit Neskaupstaðar var stofnuð árið
1954. Til að byrja með var Höskuldur
stjórnandi lúðrasveitarinnar og helsti
leiðbeinandi blásaranna en árið 1955 stóð
hann ásamt fleirum fyrir því að fá Harald
Guðmundsson til að flytja til Neskaupstaðar
og varð Haraldur þá stjórnandi sveitarinnar.
Strax við stofnun lúðrasveitarinnar hóf
Höskuldur að blása í básúnu af krafti og
náði góðri leikni á það hljóðfæri.
Samstarf þeirra Höskuldar og Haraldar er
mörgum eftirminnilegt; þeir voru kjölfestan
í danshljómsveitum Norðfirðinga um langt
skeið þar sem Haraldur blés í trompet og
Höskuldur lék á pfano, þá var samstarf
þeirra mikið á vettvangi lúðrasveitarinnar
og síðast en ekki síst muna margir töfrandi
samleik þeirra á harmoniku og mandolin.
Danshljómsveit á borð við H.G.- sextettinn,
sem þeir Haraldur og Höskuldur áttu
stærstan þátt í að móta, gaf ekkert eftir
bestu hljómsveitum annars staðará landinu
og þótti mörgum athyglisvert að slík
hljómsveit kæmi frá byggðarlagi sem ekki
var fjölmennara en Neskaupstaður var. Auk
áðurnefndra tónlistarstarfa var Höskuldur
kirkjuorganisti ÍNorðfjarðarkirkju um árabil
og hafði þá meðal annars frumkvæði að því
að pípuorgel var keypt í kirkjuna.
Það var Höskuldi mikið metnaðarmál að
efla tónlistarfræðslu í heimabyggðinni og
átti hann stóran hlutað máli þegarTónskóli
Neskaupstaðar var stofnaður árið 1955 en
kennsla hófst við skólann 1. október 1956.
Þegar Höskuldur hætti störfum hjá
Dráttarbrautinni hf. sneri hann sér alfarið
að rekstri húsgagnaverslunar sem hann
hafði komið á fót. Að því kom síðan að
Höskuldur ásamt fjölskyldu sinni flutti
búferlum á Reyðarfjörð og kom þar á fót
glæsilegri húsgagnaverslun. Þegar Hösk-
uldur flutti stóð fyrir dyrum að reisa orku-
frekt iðjuver á Reyðarfirði og taldi hann
skynsamlegtaðkomaáfóthúsgagnaverslun
þar enda mikil uppbygging í augsýn. Löng
bið varð eftir því að iðjuverið risi en engu
að síður blómstraði verslunin í höndum
þeirra Höskuldar og Höllu Völu. Höskuldur
átti þó eftir að lifa það að ákvörðun yrði
tekin um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á
Reyðarfirði ogfáirfögnuðu þeirri ákvörðun
meira en hann. Síðustu árin bjuggu þau
Höskuldur og Halla Vala á Egilsstöðum og
nýverið seldu þau húsgagnaverslunina á
Reyðarfirði.
Við sem þetta ritum áttum þess kost að
starfa með Höskuldi á vettvangi tónlistar-
innar. Sérstaklega er eftirminnilegt þegar
við, 16 og 17 ára gamlir, lékum í hljómsveit
með honum. Veran í þeirri hljómsveit var
mikill skóli og þar var Höskuldur lærifaðir-
inn. í þessari hljómsveit skynjuðum við
best hvernig tónlistarmaður Höskuldur var;
hann æfði sig skipulega og af þrautseigju,
ávallt tilbúinn að ræða nýjungar sem voru
að koma fram í tónlist og mikill leiðtogi
þegar þurfti á að halda. Þarna áttuðum við
okkur líka á því að þrátt fyrir að Höskuldur
léki danstónlist af eldmóði var það klassísk
tónlist og djass sem áttu hug hans helst.
Sérstaklega var unun að hlýða á Höskuld
leika djass en leitun var að manni sem átti
jafn auðvelt með að leika af fingrum fram.
Eins höfðum við góð kynni af Höskuldi
þegar hann veitti félagsheimilinu Egilsbúð
forstöðu en á þeim árum voru tengsl hans
við hljómsveitarstráka einkar eftirminnileg.
Á seinni árum lék Höskuidur undir hjá
Stefáni syni sínum og veitti það honum
ómælda ánægju. Tónleikar þeirra feðga
voru í reyndinni ógleymanlegir og enn sjá
margir Höskuld fyrir sér við píanóið leika af
mikilli næmni undir flautuleikinn.
Alla tíð fylgdist Höskuldur af áhuga með
tónlistarlífi í Neskaupstað og síðar í Fjarða-
byggð. Hann sótti tónleika hvenær sem færi
gafstogávalltvarhann hvetjandi oggefandi
þegar tónlistin var annars vegar. Allir sem
komið hafa nálægt tónlistarmálum í byggð-
arlaginu munu sakna Höskuldar sárt en á
móti kemur að um hann eiga menn einnig
Ijúfar og fagrar minningar bæði í dúr og
moll.
Undirritaðir vilja þakka Höskuldi
giftusamlegt starf í þágu norðfirsks og
austfirsks tónlistarlífs. Störf hans á því
sviði munu lengi verða í minnum höfð.
Eiginkonu hans, Höllu Völu, skulu hér
sendar innilegar samúðarkveðjur svo og
börnum þeirra hjóna, fjölskyldum þeirra
og öðrum aðstandendum. Minningin
um góðan dreng og frábæran tónlistar-
mann mun lifa. f.
ÁgústÁrmann Þorláksson
Smári Geirsson