Harmonikublaðið - 01.06.2006, Side 7
Allt mjög
gaman
Mér fannst allt mjög gaman á harmoniku-
mótinu sem var haldið á Hrafnagili við Eyja-
fjörð.
Það sem mér fannst skemmtilegast á
föstudagskvöldinu, þegar við byrjuðum að
æfa sameiginlegu lögin, var sérstaklega
þegar tekinn var Ungverskur dans nr. 5.
Maður verður að vera svo fljótur að ýta á
nóturnar því að þetta er svo hratt lag.
En á laugardaginn var gaman að fara í
jólahúsið og fá gjafirnar sem allir krakkarnir
fengu. Það var líka gaman að hlusta á hina
krakkana spila og líka að spila sjálf. Sjálf tók
ég lagið Kvöldið er fagurt og lagið tileinka
ég móður minni sem finnst það svo fallegt
lag. En það sem var lang skemmtilegast á
laugardeginum varað sjá innan íharmonikur
sem var búið að taka í sundur.
Sunnudagurinn var líka alveg ágætur, það
besta var að finnski harmonikuleikarinn Tatu
Kantomaa lék fjölmörg góð lög.
Þetta var besta og eina harmonikumót
sem ég hef komið á. Ég hlakka alveg rosalega
til að koma á næsta harmonikumót.
Dagrún Kristinsdóttir, Hómavík, 11 ára.
Gaman
að spila í
hljómsveit
Ég vildi fara á þetta mót út af því að mér
finnst svo gaman að spila á harmonikuna og
alveg sérstaklega gaman að spila f
hljómsveit. Ég var Ifka hvattur til þess að
fara þangað norður og auðvitað tók ég þvf
vel.
Aðstæðurnar fyrir norðan voru góðar, allt
samkvæmt áætlun.
Landsmót ungmenna
í harmonikuleik
12. -14. maí 2006
Að áeggjan Guðmundar Samúels-
sonar, ákváðum við hjónin að leggja
land undir fót og drífa okkur á þetta
landsmót, enda grunnforsendan í góðu
lagi, yngsti sonurinn stundar nám í
harmonikuleik, hjá fyrrnefndum Guð-
mundi.
Komum við síðdegis á föstudegi í
Hrafnagil í Eyjafirði. Er þar hin ágætasta
aðstaða til að halda svona mót.
Skólahús með íþróttahúsi, heimavistin
hin ágætasta en sundlaugin verður
væntanlega tilbúin síðar á árinu.
Þegar við mættum á mótsstað, var
skráning í fullum gangi og eftir kvöld-
verð var haldin samæfing hinna ungu
þátttakenda í samleik þeirra laga sem
send höfðu verið til þátttakenda til
undirbúnings fyrir mótið. Stóð þessi
æfing i ca. 1 klst. undir afar góðri stjórn
Roar Kvam.
Á laugardag eftir morgunverð var
farið í gönguferð í Jólasveinahúsið. Eftir
hádegið var frjáls tími fyrir nemendur
og foreldra, en kennarar voru á kenn-
aranámskeiði og réðu ráðum sínum,
fram að tónleikum ungmennanna sem
voru haldnir síðdegis.
Þar komu ungmennin fram og fluttu
tónlist sína, ýmist sem einleikarar, eða
með liðsauka með sér. Var gerður góð-
ur rómur að þessum tónleikum. Reynd-
ar fengum við afar góðan gest á
tónleikana, Tatu Kantomaa, og heillaði
hann hlustendur sína algerlega með
snilld sinni.
Þá var og haldinn dansleikur um
kvöldið við afar góðan harmonikuleik
bræðra frá Hornafirði, en dansáhuginn
hefði mátt vera heitari.
Eftir morgunverð á sunnudegi, lék
Tatu aftur nokkur lög og að viðurkenn-
ingum afhentum til þátttakenda var
mótinu slitið.
Á heildina litið var þetta hið ágætasta
mót. Ánægjulegt fyrir hina ungu
þátttakendur að hittast og kynnast.
Einnig held ég að kennararnir hafi haft
gaman af því að hittast og ræða málin
sín í milli og skiptast á skoðunum. Þá
var mjögfróðleg sýning Einars á sundur-
teknum harmonikum og fræðslu hans
um eiginleika harmonikunnar.
Leikmannsskoðun mfn er að ung-
mennin hefðu átt að spila meira. Það
var mjög gott að hinum sameiginlegu
lögum skyldi dreift til þeirra með
sæmilegum fyrirvara fyrir mótið. En ég
tel að þegar á mótsstað var komið, þá
hefði átt að skipta hljómsveitinni í
raddir og æfa raddirnar sérstaldega,
hverja út af fyrir sig, áður en samæfing
hófst. Þetta hefði jú kostað það að fleiri
kennarar kæmu beint að starfinu með
þessum raddæfingum. En í staðinn
hefði uppskeran í hljómsveitinni verið
miklu meiri en raunin varð.
Þessuerfleygthérfram sem hugmynd
til framþróunar en ekki til að gagnrýna
þetta ágæta mót sem var afar þarft og
skemmtilegt.
Bestu þakkir fyrir góða helgi í Hrafna-
gili.
Valmundur Pálsson
Lögin sem við spiluðum saman voru
mjög vel útsett eftir Roar Kvam. Þó var
alltof lítið æft saman. Það hefði þurft
þrjá klukkutíma saman og tvo
klukkutíma í raddæfingum því við
æfðum saman í aðeins klukkutíma í
samæfingu. Þess vegna þurftum við að
sleppa einu mjög skemmtilegu lagi.
Þá þurftum að æfa í miðju atriði hjá
okkur á tónleikunum, því of lítið var æft
fyrir tónleikana og það var mjög
leiðinlegt.
Þrátt fyrir þetta var mjög
skemmtilegt og það væri gaman
að fara aftur á svona mót ef æft
væri meira.
Sjáumst sem fyrst aftur.
Flemming Viðar Valmundsson.
7