Harmonikublaðið - 01.06.2006, Side 9

Harmonikublaðið - 01.06.2006, Side 9
heldurvar öllum sem áhuga höfðu, boðið að nálgast eintak af honum hjá fjöl- skyldunni. Þannig geta áhugamenn um harmonikulög og aðrir þeir sem njóta góðrar tónlista eignast eintak af „Lög- unum hans Valda”. Lögin hans Valda bera með sér að vera samin af manni sem unni heimabyggð sinni og í mörgum textanna má finna samsvörun við það yndi sem hann hafði af sjónum og öllu því sem tengdist honum. Valdi átti árabát og stundaði fiskveiðar, þegar tími gafst til, - sérstak- lega á seinni árum ævinnar, þegar hann hafði lagt múrskeiðina á hilluna. Hann fiskaði vel og allir sem vildu fengu að njóta aflans. Hann sagði oft að sfnar bestu stundir væru tengdar sjónum og því bregður fyrir sjávarseltu í mörgum textum sem valdir voru við lögin hans. Valdi var tónlistarmaður af Guðs náð og notaði þær gáfur sínar til að létta lund og töfra fram bros og bjartsýni hjá sér og öðrum. Á legsteini hans, eins ogá forsíðu hljómdisksins, má finna grafskrift eftir EÍIert son hans sem orti: „Tónar hans fengu töfrablæ. Tendruðu gleði og söng í bæ.” Tekið saman af Guðmanni Þorvaldssyni

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.