Harmonikublaðið - 01.12.2007, Page 4

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Page 4
 Frá formanni Ágætu harmonikuunnendur. Árið 2007 er að verða langt komið og stutt til jóla. Á þessum tímamótum er rétt að líta yfir farinn veg og hvað hefur helst gerst á árinu. Líklega er sú nýbreytni að halda dag harmonikunnar þann 5. maí 2007 sá atburður sem hæst ber og eru viðbrögð góð það sem ég hef heyrt. Að því að ég best veit hefur starf í harmonikufélögum í landinu verið gott, en þó eru vondu fréttirnar þær að nokkur félög hafa lagt af starfsemi sem vissulega eru vondar fréttir en vonandi er þar aðeins um tímabundinn vanda að ræða. Aðalfundur S.Í.H.U. var haldinn að Steinsstöðum í Skagafirði þann 22. september og sáu harmonikuunnendur í Skagafirði um framkvæmd fundarins, aðstaða og viðurgjörningur frábær og þeim til mikils sóma og færi ég þeim þakkir fyrir hönd stjórnar S.Í.H.U. fyrir sinn þátt. Aðalfundur S.Í.H.U er æðsta stofnun harmonikufélaganna í landinu og þar eigum við að taka ákvarðanir um framtíð sambandsins og fara yfir það sem gert hefur verið á liðnu starfsári og leggja drög að framtíðinni. Samt fannst mér að umræður um málin hefðu mátt vera meiri, hugmyndir og skoðanir hvað framtíðina varðar meiri og ákveðnari. Margt hefur breyst frá stofnun sambandsins og mjög líklegt að ýmsu þurfi að breyta bæði hvað varðarfjármál og stjórnun og stefnu. Þetta bið ég fólk að taka til athugunar fyrir næsta aðalfund. Ef ég reyni að leggja mat á það sem gerðist á fundinum þá finnst mér að hvað ánægjulegustu tíðindi sem þar gerðust hafi verið skýrsla frá framtfðarnefnd S.Í.H.U. sem er skipuð þremur ungmennum sem létu Ijós sitt skína og sjá framtíðina í björtum litum og það hlýtur að vera mikilsverðasta starf bæði sambandsins og harmoniku- félaganna að vinna að málefnum ungs fólks sem tekið hefur ástfóstri við harmonikuna. Stjórn S.Í.H.U. hefur nú þegar reynt að koma einni hugmynd framtíðarnefndarinnar í framkvæmd en þegar þetta er skrifað er ekki Ijóst hvernig til tekst en samt er hægt að segja að jákvætt hafi verið tekið í hugmyndina. Námskeið fyrir harmonikukennara var haldið á sama stað og fundurinn undir stjórn Guðmundar Samúelssonar og kom Lars Holm til að kenna. Hiklaust má segja að margt það sem Lars var að kenna ogsýna á eftirað koma að góðum notum, verst að því miður sáu ekki allir harmonikukennarar sér fært að mæta á námskeiðið og spurning hvar okkur mistekst í að fá kennarana til að koma á námskeið, tala saman, kynnast og ekki síst að hafa af nokkra skemmtun því að það er nauðsynlegur hluti af þessu öllu saman. Eitt það merkilegasta sem mér fannst gerast á þessum fundi var að á honum var einróma samþykkt að halda áfram útgáfu Harmonikublaðsins en á aðal- fundinum 2006 var ekki annað að sjá en að það yrði síðasta ár blaðsins. Þetta hlýtur að þýða að vel hefurtil tekist með blaðið og lesendur ánægðir sem auð- vitað er Hreini Halldórssyni ritstjóra að þakka. Ég tel Ijóst að ef að blaðið yrði lagt niður væru harmonikufólk búið að missa mikilvægan tengilið sín á milli. Fyrir ákvörðun um framtfð biaðsins ber að þakka félögunum sem sóttu fundinn. Þetta finnst mér sýna að við erum á réttri leið. Einnig var kynnt og tekin í notkun ný heimasíða S.Í.H.U. og vonandi að hún verði til þess að auka kynningu á starfi félaganna og sambandsins, þá einkum hjá ungu fólki sem óneitanlega hefur betri skilning á kostum og möguleikum internetsins heldur en þeir sem eldri eru þannigað vonandi er þetta skref í þá átt að ná betur til unga fólksins sem hlýtur að vera markmið sem við öll stefnum að. Áfundinum varákveðið að fresta fram til 1. desember 2007 að taka á móti umsóknum um að halda næsta aðalfund 2008 og að halda næsta unglinga- landsmót. Nú þegar hafa tvö félög sótt um að halda aðalfund 2008 en því miður hefur ekki neitt félag sótt um að halda ungtingalandsmót ennþá en von- andi ekki öll von úti hvað það varðar. Úr stjórn S.Í.H.U. að þessu sinni gengu Egill Jónsson ritari, Hildur Petra varamaður, Alda Friðgeirsdóttir með- stjórnandi og Geir Guðlaugsson vara- maður og í þeirra stað voru kosnir í stjórn: Gunnar Kvaran ritari, Frosti Gunnarsson meðstjórnandi, og vara- menn Jóhann Bjarnason og Aðalsteinn ísfjörð. Þeim stjórnarmönnum sem létu af störfum vil ég þakka frábært samstarf og sömuleiðis býð ég nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Unglingalandsmót var haldið að Reykjum f Hrútafirði f umsjónHarmoniku- akademíunnar. Um mótið sjálft er fjallað annars staðaríblaðinu en ekki er annað að heyra en þar hafi vel til tekist og er Harmonikuakademíunni þakkað gott starf. Hins vegar er mikið áhyggju- efni að frá stórum hluta landsins mættu ekki þátttakendur til mótsins. Þetta er hlutursem sambandið ogaðildarfélögin geta ekki sætt sig við og nauðsynlegt fyrir okkur að taka duglega til hendinni þannig að þetta endurtaki sig ekki á næsta unglingamóti. En enn og aftur! Það hlýtur að vera forgangsverkefni að ná til ungs fólks því ef það gengur ekki er ekki langt eftir hjá sambandinu og félögunum og ég skora á okkur að gera okkar besta til að ná til ungra harmonikuleikara um allt land, þar er framtíðin. Um leið og ég óska öllu harmoniku- fólki gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári vona ég að við leggjumst á eitt með að auka áhuga á harmonikuleik hvar á landinu sem við búum. Þá höfum við gengið til góðs. JÓNAS Þór Jóhannssson Formaður S.Í.H.U.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.