Harmonikublaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6
Landsmót ungmenna 2007
Dagana 19. - 21. október 2007 var tandsmót ungmenna haldið að Reykjum
við Hrútafjörð. Að þessu sinni var það Harmonikuakademían á íslandi (H.A.f.)
sem sá um framkvæmd mótsins fyrir hönd Sambands íslenskra harmoniku-
unnenda.
Aðdragandi þess að leitað var til H.A.Í. um að taka að sér framkvæmd mótsins
var að þeir aðilar sem upphaflega ætluðu að sjá um framkvæmdina urðu frá
að hverfa vegna ástæðu sem ekki verður rakin hér. Upphaflega stóð til að
halda mótið að Hellu á Rangárvöllum, en eftir að nefndin hafði skoðað
aðstæður og fengið verðhugmyndir varðandi húsnæði, mat og fleira á Hellu,
varð niðustaðan sú að mótið yrði flutt að Reykjum við Hrútafjörð.
I undirbúningsnefnd fyrir mótið voru
Guðmundur Samúelsson, Reynir Jónas-
son og Gunnar Kvaran frá H.A.Í. auk
fulltrúa landsambandsins, þeim Jóhanni
Bjarnasyni, Oddnýju Björgvinsdóttur,
Helgu K. Guðmundsdóttur og
Sólbergs B. Valdimarssyni.
Þátttakendur, kennarar, for-
eldrar og aðrir aðstandendur
mættu til mótsins seinni part
föstudagsins 19. október og
mátti sjá eftirvæntingu og
spenning f hverju andliti ung-
mennanna er þau komu að
Reykjum. Það fyrsta sem þreyttir
ferðalangar gerðu er að Reykjum
var komið var að setjast að
Pizzaveislu sem var í boði Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík.
Ég vil nota tækifærið og færa
F.H.U.R bestu þakkir fyrir góða
máltíð. Mótssetning var kl. 20:00
og var það Einar Guðmundsson
sem setti mótið í fjarveru
formanns sambandsins Jónasar
Þórs Jóhannssonar sem átti ekki
heimangengt. Síðan tók for-
maður H.A.Í., Guðmundur Sam-
úelsson til máls og þakkaði
stjórn S. í. H.U. það traust sem
hún sýnir Akademíunni með því
að fela henni umsjá mótsins.
Dagskrá föstudagskvöldsins
hófst með samæfingu ístenskra
þjóðlaga, þarsem allirnemendur
gátu tekið þátt. Stjórnandi var
Reynir Jónasson og útsetti hann
einnig lögin.
Hljómsveitin taldi tæplega 60
ungmenni. Að samæfingu lokinni
var þátttakendum boðið upp á
aðfáleiðsögnþriggjavalinkunnra
kennara sem hverum sigtókfyrir
eitthvert mikilvægt atriði
varðandi harmonikuleik.
Þessi nýbreytni mæltist mjögvelfyrir hjá
þátttakendum og verður eflaust fastur
liðurá komandi landsmótum.
Laugardagurinn hófst með kjarngóðum
morgunmat kl. 09:00 og síðan hófst þétt
dagskrá fram á kvöld. Yngri nemendur
hófu samspilsæfingu að nýju og eldri
hópur nemenda og stór hluti kennara
tóku þátt í Master Class undir stjórn
Hrólfs Vagnssonar.
Að loknum hádegisverði var frjáls tími
fyrir nemendur, þar sem þau gátu nýtt
tímann til að fara í sund, leiktækjasal eða
notið útiveru fram að næsta dagskrárlið.
Kennarar nýttu þennan frjálsa tíma til að
hittast og ræða sameiginleg hagsmuna-
mál. Þar bar hæst námsskráin í
harmonikuleik og önnur mál er brunnu á
kennurum.
Tónleikar yngri nemenda hófust kl. 14:00
með samspili undir stjórn Reynis og
komu ungmennin fram eitt af öðru annað
hvort með einleiksnúmer eða þau komu
fram fleiri saman og einnig mátti sjá
kennara koma fram með nemendum
sínum.
Að loknum tónleikunum tóku
eldri nemendur og kennarar upp
þráðinn að nýju með Hrólfi
Vagnssyni og nutu leiðsagnar
hans fram eftir degi.
Áður en sest var að kvöld-
verðarborði var frjáls tími sem
skipulagður var þannig að
ungmenni réðu því hvort þau
nýttu sér sundlaugina, leik-
tækjasatinn eða ktæddu sig vel
og fengju sér frískt loft, eða
tækju þátt í gönguferð með eldra
fólkinu undir leiðsögn eins af
staðarhöldurum að Reykjum.
Þetta var skemmtileg ganga, þar
sem rakin var saga staðarins og
endaði gangan í Byggðasafninu,
sem ersafn íeigu Strandamanna,
Vestur og Austur Húnvetninga.
Þar var meðal annars skoðað
hákarlaskipið Ófeigur og saga
hákarlaveiða við Húnflóa rakin.
Að lokum var öllum er tóku þátt í
göngunni boðið upp á hákarl sér
til hressingar. Að loknum kvöld-
verði var komið að tónleikum
eldri nemenda og tóku þátt í
þeim tónleikum 12 nemendur
sem léku einleik, dúetta, tríó og
kvartetta.
Þessum tónleikum lauk með því
að Reynir Jónasson lék Vals
caprice no.3 eftir Andrew Walter.
Laugardagkvöldinu lauk síðan
með kvöldvöku, þar sem ungir
sem aldnir tóku þátt. Farið var í
skemmtilega leiki sem bruggaðir