Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 7

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 7
Einar Guðmundsson tók ísundur nokkrar nikkur og sýndi krökkunum. Jónas, Flemming, Halldór og Benidikt einbeittir á tðnleikum á laugardagskvöldinu. voru á stadnum, ýmist af þeim er stóðu að mótinu eða af mótsgestum. Mótinu lauk síðan á sunnudag með þvf að íslensku þjóðtögin voru leikin af stórsveit mótsins og síðan voru öllum þátttakendum veitt viðurkenning fyrir að hafa tekið þátt í landsmótinu. Sfðasta atriði mótsins var að harmoniku- kennarar tóku fram hljóðfæri sín og léku saman nokkur lög af fingrum fram fyrir nemendur og mótsgesti. Mótinu var sfðan slitið á hádegi og fóru allir til síns heima, sælir og glaðir eftir vel heppnað landsmót. Ef það er eitthvað sem ég hefði viljað sjá öðru fremur eftir þetta landsmót, þá hefði verið gaman að sjá fleiri nemendur. Ég tel að kennarar eigi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fleiri af nemendum sínum til að mæta á landsmót. Að mínu mati skiptir ekki máli hvort þau hófu harmonikunám nú í haust eða á seinni önn síðasta veturs og séu þess vegna ekki tilbúin í að spila á móti sem þessu. Aðalatriðið er að þau fái að mæta og upplifa helgi sem þessa í hópi jafnaldra og sjái og heyri hvað harmonikan hefur upp á að bjóða. Ekki gleyma því að þetta eru ungmennin sem munu halda á lofti nafni harmonikunnar næstu áratugina. Ég fullyrði að það eru margir sammála mér um þetta. Það er skoðun undirritaðs að allir þeir sem komu að undirbúningi þessa móts hafi staðið sig vel ogvarsérlega veltilfundið að fá unga fólkið, Oddnýju, Helgu og Sólberg til að taka þátt í undirbúningi og starfi á móts- stað. Reykir við Hrútafjörð er kjörinn staður fyrir mót sem þetta. Frábær aðstaða í góðu íþróttahúsi ásamt nægu rými til æfinga fyrir nemendur og kenn- ara. Sundlaug, leiktækjasalur og góð gistiaðstaða gera staðinn ómetanlegan fyrir mót sem þetta. Staðarhaldarar að Reykj- um eiga heiður skilinn fyrir þeirra þátt í hversu vel tókst til með framkvæmd mótsins, aðbúnaður, matur og allt sem þau buðu upp á var til mikillar fyrirmyndar og ber sérstaklega að þakka fyrir það. Harmonikukveðiur, Gunnar Ó. Kvaran Umsagnir gesta á landsmóti Það var gaman að vera á þessu unglingalandsmóti. Það sem hreif okkur sérstaklega var samleikur nærri 60 nemenda á misjöfnum aldri og hve margir ungir og efnilegir harm- onikuleikarar komu fram á tón- leikunum. Öll framkvæmd mótsins tókst með miklum ágætum enda staðurinn sérlega góður til mótshalds sem þessa og ekki spillti hlýtt viðmót staðarhaldara fyrir. Við teljum að þetta mót sanni að harmonikan erá uppleið. Bestu kveðjur, Messíana Marsellíusardóttir og ÁsgeirS. Sigurðsson Ég undirrituð mætti ásamt Degi, 10 ára syni mínum á landsmót ung- menna. Sonur minn stundar nám í harmonikuleik hjá Jakub Kolo- sowski við Tónlist- arskóla Dalvíkur- byggðar. Þarna voru mætt yfir 50 börn og ungmenni vfðs vegar að af landinu, ásamt foreldrum, kennurum og öðrum fylgifiskum, þannig að úr varð stærðarinnar hópur af kátu og skemmtilegu fólki. Frábærir tónleikar yngri og eldri nemenda eru ógleymanlegir, ásamt samspili allra nemenda undir stjórn Reynis Jónas- sonar. Finnst mér þessi staðsetning til mótshaldsins að Reykjum við Hrútafjörð alveg tilvalin, bæði landfræðilega séð og ekki síst hvað varðar húsakost. Við Dagur þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að mæta á næsta mót. Húrra fyrir skipuleggjendum!! Margrét Ásgeirsdóttir Dalvík. '\ Hann vaknaði klukk- an fimm vegna tilhlökkunar. Hann hlakkaði svo til að fara á harmoniku- mótið að Reykjum í Hrútafirði. Hann heit- ir Bergmann Óli Aðalsteinsson, er 9 ára og búinn að læra á harmoniku í einn vetur. Kennarinn hans heitir Gunnar G. Kvaran. Mamman, Harpa Sól Másdóttir, og amman, Ingunn Ragnarsdóttir, skelltu sér með honum. Helgin leið við Ijúfa og skemmtilega tóna harmonikunnar. Margt var til gamans gert og var gætt vel að öllum aldri. Leikjasalur var til taks milli tónlistaratriða og nýttu bæði börn og fullorðnir sér hann. Byggðasafnið á staðnum var heimsótt, heilsað upp á gæsir húsfreyjunnar og sundlaugin var opin. Samtals 60 áhugasamir krakkar náðu saman og var gaman að hlusta á og sjá þau spila snilldar vel. Öll uppskáru þau medalíu í lok helgarinnar. Kennarar og mótshaldarar eiga hrós skilið fyrir góða skipulagningu og vel heppnaða helgi. Bergmann Óli er strax farin að hlakka til næsta landsmóts og huga að næsta einspils verki. Harpa Sól Másdóttir 7 V

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.