Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 8

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Síða 8
Landsmót 2008 Tímasetningin er: 3. til 6. júlí. Mótið verður haidið í íþróttahúsinu við Sunnubraut sem er áfast við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Varðandi þátttöku á mótinu, má fara inná www. harmonika.is "gestabók" og skrá sig. Tilkynnt verður eftir áramót hvar hægt verður að tilkynna sig og hvaða lög þeir ætla að spila. Stjórnendur fá óskalistann sendan eftir áramót. Óskalistinn verður sendur til formanna eftir áramót. Varðandi landsmótslagið, leitaði Dói álita hjá nokkrum snjöllum spilurum hvort gaman væri að breyta til og koma með eitt sving lag og var því vel tekið. Dói er nokkuð montinn að eldri dóttir hans útsetti lagið fyrir þrjár raddir og vonum við að félögin (þegar þau fá lagið endanlega) skifti röddunum vel á milli sín. Við sendum þér fyrstu rödd bara til að kynna lagið, en sendum lagið fullklárað eftir áramót. Textinn kemur síðar. Gistimöguleikar eru sem hér segir: Flughótel Hótel Keilir Gistihús B & B Gistihús Keflavíkur Fit hostel Fyrir tjöld og húsbíla: Alex, Stæði fyrir húsbílana eingöngu verður reynt að hafa í kringum mótssvæðið eins og hægt er. Nánari upplýsingar um gistimöguleika fást hjá: Upplýsingamiðstöð Reykjaness í Bókasafni Reykjanesbæjar Kjarni, Hafnargata 57 - 230 Reykjanesbær, sími 421 6777 - bréfasími: 421 3150 Netfang: reykjanes@reykjanesbaer.is Verkefnisstjóri: Rannveig L. Garðarsdóttir Kær kveðja: SigurðurÁmundason (Siggi) Hólagötu 27 260 Reykjanesbæ, s: 4211910 / 896 5687. og Þórólfur Þorsteinsson (Dói) Reykjanesbær 8

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.