Harmonikublaðið - 01.12.2007, Side 12

Harmonikublaðið - 01.12.2007, Side 12
Ferðasaga Harmonikufélags Þingeyinga á Snæfellsnes 17.-19. ágúst 2007 Það er venja í okkar ágæta félagi að fara skemmtiferð á hverju sumri. Þá er farin helgarferð á einhvern góðan stað á landinu, gjarnan þangað sem önnurharmonikufélögerufyrir, svo hægtséað hitta sálufélaganaíleiðinni. Þá er gist á góðum stað og farnar skoðunarferðir og að sjálfsögðu haldið ball. í sumar var stefnt á Snæfellsnes, þrátt fyrir að ekki vissum við af neinum harmonikufélögum þar. Ekki dró það samt úr þátttöku, því útlit var fyrir að við mundum sprengja utan af okkur bæði hótelið í Ólafsvík og rútuna, sem fyrirhuguð var til ferðarinnar. En eins og gengur urðu einhver forföll, svo endanlegur fjöldi varð bara mátulegur, eða 44 sálir. Föstudag 17 ágúst var lagt af stað út í morgunljómann, á rútu frá Jóni Árna og GíslaRafniogbílstjórivarAxelStefánsson, sem var að þreyta frumraun sfna að aka harmonikufélögum á ferðalagi og verður að taka fram að hann stóðst þá raun með mestu prýði. Nú var fólkinu smalað vftt og breitt á leiðinni frá Mývatnssveit og Húsavík til Akureyrar og mættu allir glaðir og reifir með „nesti og nýja sokka“. Á Akureyri voru þeir síðustu teknir um borð, að undanskildum Alla og Unni sem biðu okkar á Sauðárkróki, með útbreiddan faðm og heita súpu handa öllum. Var nú haldið þangað sem leið lá. Voru menn glaðir og hugðu gott til ferðar, en skáldin létu lítt á sér bæra og stóðust öll frýunaorð og gekk svo þann dag allan. En á Sauðárkróki biðu hinar bestu viðtökur, indæl súpa og brauð, kaffi og kökur í boði Alla og Unnar, sem veittu af mikilli rausn og slógust svo í förina með okkur, að afloknu áti. Hjartans þakkir góðu vinir og félagar! Nú héldum við, endurnærð á líkama og sál, sem leið lá vestur yfir Þverárfjall og áfram vestur yfir Húnavatnssýslur og léttum ekki fyrr en í Brú, þar sem tekið var stutt stopp til að skila Sauðárkrókskaffinu og taka nýja kaffihleðslu. Síðan lá leiðin um Laxár- dalsheiði, DaliognorðanvertSnæfellsnes og Breiðafjörðurinn breiddi faðminn á móti okkur f yndislegri kvöldfegurð. Var nú haldið í Bjarnarhöfn að heimsækja Hildibrand hákarlabónda. Tók hann okkur opnum örmum og byrjaði á að leiða okkur í kirkju sína, sem er merkileg fyrir margra hluta sakir og geymir merka og forna gripi. Fræddi bóndi okkur um margt og áttum við þar skemmtilega stund. Síðan var haldið til bæjar og eftir hina andlegu næringu í kirkjunni mátti nú líkaminn gleðjast, því bóndi bar fram hákarl og harðfisk til smökkunar, ásamt þrumara ágætum og selspiki.Nú var áliðið dags og menn svangir orðnir og tóku ósleitilega til matar síns, svo við lá að Hildibrandur yrði étinn út á gaddinn. rvtilli þess sem við tróðum í okkur skoðuðum við safn fornra muna sem bóndi hefur komið upp af miklum myndarskap og aðallega tengist sjósókn og sjávarfangi og var þar margt að sjá. Að síðustu fylgdi bóndi okkur á leið yfir Berserkjahraun og fræddi okkur um berserki til forna, ásamt ýmsu öðru og skal hann hafa þakkir fyrir. Að Hildibrandi kvöddum héldum við áfram móti glampandi kvöldsól og sáum ekki glóru, enda notaði leiðsögumaður hópsins sér það og laug í menn öllu sem honum datt í hug. Þess verður að geta að leiðsögumaður var einn úr hópnum og hafði verið pússaður í hlutverkið fyrir þær sakir að hafa dvalist á Snæfellsnesi um hríð og telst því kunnugri þar en aðrir í hópnum. Loks komum við í Ólafsvík og tékkuðum okkur inn á hótelið og er allir höfðu fundið rúm sín var þust í hið langþráða kvöldverðarhlaðborð sem beið okkar á hótelinu. Ekki bar á að hákarlinn hefði dregið úr matarlystinni. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir drógu nokkrir félagar upp harmonikur sínar og undum við fram eftir kvöldi við endurnærandi tónlist, svolítinn söng og ögn af bjór með. Ekki fara sögur af svefnförum manna, en að morgni mættu allir glaðir og hressir til ágætis morgunverðar og svo var lagt af stað að skoða leyndardóma Snæfellsness í öndvegisveðri. Brosti allt við okkur, nema sjálfur Snæfellsjökull, sem hélt dauðahaldi í þokuhettu á kolli sér og dugði ekkert þingeyskst loft til að blása Kirkjuskoðun.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.