Harmonikublaðið - 01.12.2008, Síða 3

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Síða 3
Frá ábyrgðarmanni 'Spgie&ts 9VK "BT1 ( N Harmonikubladid ISSN1670-20 oX Ábyrgðarmaður: Hreinn HaUdórsson Faxatröd 6, 700 Egilsstödum Sími 4711884, 866 5582 Netfang: fax6@simnet.is og hreinn@egilsstadir.is Prentvinnsla: Héradsprent, Egilsstödum Netfang: print@heradsprent.is Meðal efnis: - Litið um öxl - Þriðji klúbburinn - Haustfundur S.Í.H.U. 2008 - Lag blaðsins - Lansdmót ungmenna 2008 - Belgskiptingar skipta máli - Heiðruð á Landsmóti 2008 (fjórar greinar) - Jón H. —tónlístin o.fl. - Ný heimasíða - Jan Moravek Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 sída kr. 23.000 1/2 sída kr. 15.000 Innsídur 1/1 sída kr. 18.400 1/2 sída kr. 11.500 1/4 sída kr. 6.700 1/8 sída kr. 4.600 Smáauglýsingar kr. 2.500 Efni í næsta blad, sem kemur út í maí, þarfað berast fyrir apríltok 2009. V ______________________________) f \ Harmonikublaðið desember 2008 Góðir áskrifendur! Vinsamlega leggið áskrift blaðsins, kr. 2.000.- fyrirárið 2008 inn á reikning nr. 0305 -13- 700, Kt. 030349-3859 Mikilvægt er að nafn og kennitala áskrifanda blaðsins komi fram þegar greitt er. V __________________________________) HeiUr og sælir lesendur góðir! Þó skuggar heimsins skelli á og skapi vanda þá verða allir vel að anda og vasklega í fætur standa. Þetta á jafnt við um harmonikuunnendur sem aðra. Þó haustið hafi verið risjótt, hvað efnahag landsins og alls heimsins snertir, þá hefur veðráttan verið nokkuð góð svona heilt yfir. Veðrið hefur því líklega ekki hamlað æfingum eða skemmtanahaldi það sem af er vetri. í síðustu viku brá ég mér á gamlar slóðir við Steingrímsfjörðinn og hafði í leiðinni tal af póstinum, veiði- og tónlistarmann- inum Jóni H. Halldórssyni, sem reyndar er bróðir minn. (Gott ef ég verð ekki settur af sem ritstjóri fyrir að taka viðtal við skyldmenni). Afraksturinn er hér í blaðinu. í septemberblaðinu voru greinar um fjögur af þeim átta sem S.Í.H.U. heiðraði á lands- mótinu í Reykjanesbæ s.l. sumar. í þessu blaði eru svo greinar um þau fjögur sem eftir voru. En þau eru: Fanney Magna Karlsdóttir, Gestur Friðjónsson, Sigurður Hallmarsson og Grétar Geirsson. Hjalti Jóhannsson skrifar m.a. skemmtilega grein um hinn danska Hermóð Alfreðsson sem bjó lengi á íslandi og margir harmo- nikuunnendur þekkja. Ég man enn þegar tónar frá Jan Moravek og hljómsveit hans hljómuðu um eldhúsið úr útvarpinu í gamla húsinu á Hrófbergi. Þetta voru góðar stundir. Högni Jónsson skrifar um þennan merka tónlistarmann. Ég byrjaði snemma að hafa gaman af harmoniku- tónlist og “gömlu” dönsunum, þó ég hafi aldrei náð neinni leikni í að dansa. Ég fluttist nokkuð ungur til Reykjavíkur og fór oft um helgar í Þórskaffi, ekki síst vegna þess að þarvar skemmtileg hjóm- sveit sem Ásgeir Sverrisson fór fyrir. Ásgeir féll frá í september s.l. Hans er minnst f blaðinu. Frá því ég tók að mér Harmonikublaðið, fyrir þremur árum, hef ég verið að leita að ungum lagahöfundum en það erfyrst núna sem það barárangur. íþessu blaði er nýtt lag eftir ungan tónlistarmann, Jónas Ásgeir Ásgeirsson, sem er þegar orðinn góður harmonikuleikari, þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára. Hann hefur frá upp- hafi notið kennslu GuðmundarSamúels- sonar sem hefur af lífi og sál stuðlað að framgangi harmonikunnar með kennslu og öðrum hætti. Ég vil þakka Guðmundi sérstaklega fyrir góða aðstoð sem og Jón- asi fyrir lagið og vona að hann nái sem lengst á tónlistarbrautinni. Vegna plássleysis varð úr að þjappa lag- inu saman, minnka blaðsíðurnar. Ég treysti á að gleraugun séu í lagi. Annars er hægt að Ijósrita og stækka um leið blöðin. Vona að þetta verði ekki vanda- mál. Harmonikufélag Þingeyinga varð 30 ára 4. maí sl. og hélt veglega upp á afmælið fyrir stuttu, ásamt útgáfu afmælisrits. Fyrir hönd Harmonikublaðsinsóska égfélaginu hjartanlega til hamingju með afmælið og vona að það eigi margar og góðar stundir fyrir höndum. Ætlunin var að birta a.m.k. nokkrar myndir úr hófinu en vegna plássleysis verður það að bíða betri tíma. Að lokum vil ég þakka öllum sem lögðu mér lið, á einn eða annan hátt, við efn- isöflun o.fl. í þetta blað sem og önnur á þessu ári. Ég vona að hátíðirnar verði gæfuríkar og jólafriður og gleði umvefji ykkuröll. Hreinn Halldórsson MaXmomkusafn ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR býður öldrudum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. V Símanúmer: 456-3485 og 863-1642

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.