Harmonikublaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4
Frá formanni S.Í.H.U.
t..:
Ágætu harmonikuunnendur.
Frá þvíað ég skrifaði síðast í okkar ágæta
blað, Harmonikublaðið, hefur margt á
daga íslensku þjóðarinnar drifið sem
okkur flest óraði ekki fyrir og hefur víst
óhjákvæmilega áhrif á allt og alla og þar
á meðal okkar starfsemi að einhverju
leyti en vonandi lagast þetta allt innan
tíðar.
Aðalfundur S.f.H.U. var haldinn að Núpi
við Dýrafjörð þann 20. september 2008 í
boði Harmonikufélags Vestfjarða sem
stóð fyrir fundinum og ýmsu honum
tengdu af mikilli prýði. Égfæri þeim bestu
þakkir fyrir þeirra þátt. Fundurinn fór vel
fram en því miður voru umræður for-
manna og fulltrúa litlar um þau mál sem
brenna á okkur um þessar mundir. í
skýrslu minni til fundarins gat ég um þá
atburði sem helstir hafa verið á dagskrá
stjórnarinnar á síðasta ári, svo sem Ung-
lingalandsmót sem Harmonikuakademí-
an hefur staðið fyrir af miklum krafti,
starfi framtíðarnefndarinnar og áform-
aða þátttöku í LUNGA á Seyðisfirði, sem
því miðurvarð ekki af á þessu sumri en
ekki er öll nótt úti enn hvað varðar þátt-
töku á næsta sumri. Kynnt var staða
Harmonikublaðsins sem hefur verið gef-
ið út af Hreini Halldórssyni af miklum
myndarskap en því miður eru miklir erf-
iðleikar við þá útgáfu þar sem áskrifend-
ur eru of fáir og auglýsingar ekki nægar
til að standa undir kostnaði. Ný heima-
síða var tekin í notkun en því miður er
notkun hennar lítil og ekki hefur tekist að
fá aðila til að halda henni úti og uppfæra
eins og þyrfti og því er síðan gagnslítil.
Harmonikudagurinn var haldinn síðast-
liðið vor og tóku mörg aðildarfélög þátt í
honum.
Landsmót S.Í.H.U. var haldið í Reykja-
nesbæ f umsjón Harmonkuunnenda á
Suðurnesjum og varframkvæmd mótsins
mjög góð. Það sem veldur okkur áhyggj-
um er að mótið skilaði sambandinu
litlum tekjum sem er vægast sagt vont
þar sem ágóði af Landsmótum hefur ver-
ið besta tekjulind okkar. Þegar þetta er
skrifað er ekki komið endanlegt verð á
diska með efni frá landsmótinu en mér er
sagt að upptökur séu allgóðar og efnið
verði til sölu á um 8 geisladiskum.
Eins og sjá má af framantöldu vantar
nokkuð á að hlutirnir séu eins og við vilj-
um hafa þá og umræður á aðalfundi ekki
miklar og lítið um lausnir á þeim vanda
sem augljóslega er til staðar en þar á ég
við að tekjur sem við höfum treyst á eru
ekki til staðar lengur, erfiðleikar við út-
gáfu blaðsins og að halda úti heimasíð-
unni svo nokkuð sé nefnt. Þess vegna
bar undirritaður fram tvær tillögur um
nefndaskipan, aðra til að fara yfir stöðu
Landsmótsins ogfinna því ef til villannan
farveg. Þá nefnd skipa: Melkorka Bene-
diktsdóttir, Þórólfur Þorsteinsson, Ásgeir
Sigurðsson, Ómar Skarphéðinsson og
Jóhann Bjarnason.
Hin nefndin var skipuð til að fara yfir
starfsemi landssambandsins og er til-
lagan um hana svohljóðandi:
Aðalfundur SÍHU haldinn 20. september
2008 að Núpi samþykkir að skipa 5
manna nefnd formanna aðildarfélaga
sem hafi það verkefni að fara yfir skipu-
lag, fjármál og markmið Sambands ís-
lenskra harmonikuunnenda. Aðalfundur
2008 kjósi í nefndina og stefnt skal að
þvf að nefndin Ijúki störfum fyrir áramót
2008-2009.
Nefndina skipa: Stefán Þórisson, Guðrún
Guðjónsdóttir, Jóhann Bjarnason, Þórólf-
ur Þorsteinsson og Friðjón Hallgrímsson.
Báðar tillögurnar voru samþykktar og
nefndir hafa tekið til starfa og vonandi
fær stjórnin einhver drög frá þeim upp úr
áramótum en auðvitað verða niðurstöð-
ur nefndanna og þær tillögur sem þær
koma með lagðar fyrir næsta aðalfund á
komandi hausti. Vissulega hefði ég held-
ur kosið að fundurinn hefði tekið á þeim
málum sem þarna er verið að setja í
nefndir til umfjöllunar þvf að við megum
engan tíma missa. Vandinn er til staðar,
um það eru flestir sammála og það er
hlutverkaðalfundarað marka stefnu íöll-
um málum sambandsins hvaða nafni
sem þau nefnast.
Þann 15. nóvember sótti ég hátíð þar sem
var verið að halda upp á 30 ára afmæli
Harmonikufélags Þingeyinga og færði
þeim smá gjöf frá S.Í.H.U. Hátíðin var
fjölmenn og fór hið besta fram á allan
hátt með ræðum og hamingjuóskum, rifj-
uð upp ýmis atvik úr sögu félagsins ásamt
harmonikuleik, skemmtiatriðum ogdansi
fram eftir nóttu. Síðast en ekki síst gaf
félagið út ágætt blað í tilefni afmælisins.
Ljóst má vera að 30 ára starf Harmoniku-
félags Þingeyinga hefur sett sinn svip á
mannlífið og án efa glatt marga f gegnum
tíðina og þá er gengið til góðs.
Góðir félagar. Þó að vandi sé til staðar
þá er alltafvon á meðan að til er fólk sem
leggur á sig vinnu við að finna lausnir og
ég treysti því að starf nefndanna sem við
kusum skili árangri sem leiðir okkur til
breytinga og framfara á komandi tíð. í
þeirri von ogtrú að allt horfi til hins besta
óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsæld-
ar um ókomna framtíð.
Jónas Þórjóhannsson.
Bragi Hlíðberg - nýr geisladiskur
Meistari Bragi Hlíðberg hefursentfrá
sér nýjan geisladisk ítilefni afþví að
hann varð 85 ára 26. nóvember
2008.
Þessi diskur inniheldur 14 lög og er
óhætt að segja að þarna fari meist-
arinn á kostum.
Eins og segir í umsögn á umslagi disksins
er Einar Guðmundsson skrifar:
Mikil tækni, leikni og listræn einlægni
einkennir tónlist Braga Hlíðberg og er mér
til efs að Bragi hafi verið í betra formi í
langan tíma.
Þegar maður hlustar á þennan meistara
leika er ekki að heyra að þarna sé 85 ára
gamall maður á ferð.
Allir unnendur góðrar tónlistar eru hvattir
til að kaupa þennan disk.
Bragi gefur diskinn út sjálfur og er hann
víða til sölu, m.a. hjá Einari Guðmundssyni
Akureyri, Gunnari Kvaran og Friðjóni Hall-
grímssyni Reykjavík og fl. Einnig er disk-
urinn til sölu hjá Byko fram að jólum.
Kveðja, Gunnar Kvaran.