Harmonikublaðið - 01.12.2008, Síða 6
„Mínir vinir fara fjöld“ kvað Bólu Hjálmar.
Vinur minn í hálfan fimmta áratug, Ásgeir
Sverrisson hljómlistarmaður, kvaddi jarð-
vistina í haustmistri þjóðmálanna áttræður
að aldri eftir skammvinn veikindi.
Ásgeir fæddist í Hvammi í Norðurárdal f
Mýrasýslu, sonur hjónanna Sigurlaugar
Guðmundsdóttur frá Lundi í Stafholts-
tungum og Sverris Gíslasonar bónda í
Hvammi og fyrsta formanns Stéttarsam-
bands bænda 1945. Mikið tónlistarlíf var í
Hvammi, þar sem heimilisfólk spilaði og
söng og Sverrir bóndi var m.a. kirkjuorgan-
isti og kenndi syninum að lesa nótur ogvar
strangur að sögn Ásgeirs. Eftir nám á Laug-
arvatni gerðist hann nemandi íTónlistar-
skólanum í Reykjavík 1948 og lagði stund
á óbóleik auk tónfræði- og pfanónáms. Eftir
lokapróf 1953 lék hann á nokkrum tón-
leikum sem þriðji óbóisti með Sinfóníunni,
en lagði það síðan á hilluna, þar eð ekki
var útlit fyrir fastráðningu og hóf störf hjá
bókaútgáfunni Norðra. Ásgeir réðst síðan
sem fulltrúi til Samvinnutrygginga 1956,
síðarVÍS og vann þartil starfsloka 1998.
Um tíu ára aldur fór Ásgeir að æfa sig á
harmóníku sem eldri bræður hans áttu, en
15 ára fyrir alvöru. Á námsárunum stofnuðu
þeirtríó, Einarviðskiptafræðingurtvíbura-
bróðir Ásgeirs, sem lék á trommur, Ólafur
Guðmundsson (10.11.1927 - 26.05.1985)
jónssonar skólastjóra á Hvanneyri, sem lék
á píanó og Ásgeir á harmóníku. Ólafur var
einnig liðtækur harmóníkuleikari, en þegar
hann fór í sérnám í Búnaðarháskólann í
Ultuna í Svíþjóð 1951, tók sæti hans við
píanóið Baldur, bróðir hins kunna Bjarna
Böðvarssonar. Á þessum tíma tíðkuðust
svonefndar dansæfingar f framhaldsskól-
unum, sem var annað nafn á skóladans-
leikjum og þar á meðal í gamla Kennara-
skólanum við Laufásveg og
Samvinnuskólanum, sem var til húsa í Sam-
bandshúsinu við Sölvhólsgötu ogtríóið lék
þar til skiptis á helgum og stóð sú skipan
mála til 1953. Á sumrin fóru bræðurnir í
sveitina í heyskapinn og léku á dansleikjum
um helgar, einkum í Húnaþingi, en einnig
í Dölunum og á Ströndum.
Ásgeir lék með ýmsum danshljómsveitum
uns hann stofnaði sína eigin 1964, þar sem
eiginkona hans Sigríður Maggý Magnús-
dóttir annaðist sönginn. Léku þau m.a. í
Þórskaffi til 1970 og f Lindarbæ til 1974. Eftir
það stofnuðu þeir tríó: Ásgeir, Guðmundur
Steinsson trommari og Njáll Sigurjónsson
bassaleikari, sem nefndist Bergmenn.
Ásgeirléksamfleyttíioárvið hátíðahöldin
á 17. júní, fyrst með hljómsveit Guðmundar
Finnbjörnssonar og síðan eigin - síðast á
1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974.
Ég hygg að hið fyrsta sem Ásgeir lék í Ríkis-
útvarpið hafi verið í harmóníkuþætti 1961,
sem þeir önnuðust Henry J. Eyland og Högni
Jónsson. Með honum léku: Erwin Köppen
á bassa og Haraldur Baldursson á gítar. Þar
kom í Ijós hinn fjölbreytti músíksmekkur
hins fjölhæfa tónlistarmanns. Síðar átti
Ásgeir eftir að hafa umsjón með harmóníku-
þætti í Ríkisútvarpinu og kynnti þar m.a.
hljómplötur með ítalska meistaranum
Gervasio Marcosignori, sem sfðan hafa ekki
heyrst þar á bæ. Það mun hafa verið á fyrsta
vetrardag 1966, að hljómsveitin lék í RÚV,
þar sem þeir Ásgeir og hinn snjalli harm-
ónfkuleikari Guðni S. Guðnason léku þrjú
dúettlög og eitt þeirra var Norðurljós, ræll
eftir Jóhannes G. Jóhannesson. Efir það lék
hljómsveitin oftast allra gömlu dansana
næsta áratuginn eða svo í Ríkisútvarpinu.
Árið 1967 gáfu SG hljómplötur út breiðskífu
og það fleiri en eina með hinni ágætu
hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar.
Ásgeir var afbragðs píanóleikari, þar sem
hin fáguðu og mjúku stíleinkenni hans nutu
sín. Sem fyrr greinir hugðist hann feta hinn
klassíska tónlistarveg og ætlaði ekki að
verða harmóníkuleikari, en margtferöðru-
vísi en stefnt er að og án hans hefði heimur
harmóníkunnar tekið á sig fölari lit. Ég
heimsótti Ásgeir á spítalann skömmu fyrir
andlátið. Þótt mjög væri af honum dregið
brá hann á gamanmál og kvað skemmilegt
að minnast gömlu daganna. - Við dagsetur
reka hin Ijósu ský í leiftri á lendur liðinna
samverstunda, þarsem bikarinn vartæmdur
og heimsmálin leyst!
Ásgeir Sverrisson var jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju 7. október sl. Á undan athöfn
lék Dixielandsveit Árna ísleifssonar. - Ég
kveð mætan mann og góðan dreng með
virðingu og þökk. Aðstandendum bið ég
blessunar.
Hjalti Jóhannsson.