Harmonikublaðið - 01.12.2008, Page 9
'CJTO'
<JTJr
síns Helga Gunnarssonar, sem var blindur
maður á níræðisaldri og starfaði í Bursta-
gerð blindra. Helgi kvaðst stafla sínar vísur
og bragarhátturinn var á þá lund, að
atkvæði í hverju vísuorði skyldu vera álíka
mörg og í ferskeytlu, Ijóðstafir helst engir
og botninn kæmi eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum. Eitt sinn átti kona nokkur erindi
í Burstagerðina og Helgi fór með kveðskap
úr sjóði sfnum. Konunni þótti lítið til koma
og hló að. Helga mislíkaði og varð sár og
reiður og orti til hennar:
Þú ert ekki frú mín góð
nú á réttri hillu.
Settu ekki upp sparisvip,
því ég er hagyrðingur.
Haustið 1982 hélt Þriðji klúbburinn dans-
leik í sal Sparisjóðs vélstjóra, sem þá hét
svo - við Borgartún. í því sambandi gerði
ég frumdrög að merki klúbbsins og hugðist
útfæra síðar, en varð ekki af. Ljósmynd af
uppkastinu var notuð í skjáauglýsingu í
Sjónvarpinu fyrir dansleikinn, þar sem Þórir
Magnússon var táknmynd glaðsinna afkom-
anda víkinga. Þeir sem léku á ballinu: Ásgeir
Sverrisson, formaðurinn Hjalti Jóhannsson,
Sigurðurjónsson, sundkappi ogtollvörður
og fyrrnefndur Þórólfur Þorsteinsson. Þórir
Magnússon lék á trommur eins og hann
hefur gert alla tíð á skemmtifundum. Dans-
leikurinn fór hið besta fram ogallir ánægðir,
en í lokin fölnaði kærleiksblómið á milli
<Jf J>
„stórveldanna” og formaðurinn sagði af
sér. Síðan hefur Hermóður Alfreðsson verið
hinn sanni kóngur vinaklúbbsins. Um sl.
aldamót jöfnuðust leikar og undirritaður
hefur dálítið liðsinnt Hermóði, sem að
framan greinir.
Eftir aldarfjórðungs búsetu í höfuðborginni
fluttist hann aftur til ættlandsins fyrir jólin
1984 og býr í bænum Hjörring á Norður-Jót-
landi. Hann gerði það vitaskuld að sínum
Þðrir Magnússon ískjáauglýsingu Þriðja klúbbsins
ísjónvarpi 1982. Ljósm. Hjalti Jóhannsson.
hætti og kom m.a. fram í harmóníkuþætti
Högna Jónssonar í Ríkisútvarpinu og hafði
í farteskinu hljómplötur úr safni sínu, sem
hann setti á fóninn. Einnig fékk hann hinn
kunna danska harmóníkuleikara Poul
r j \
Formaðurinn lætur Ijós sitt skína haustið 1982.
T.v. Þórir Magnússon á trommur og Þðrólfur Þor-
steinsson hlýðirát.h. Ljósm. Jóhann Hjaltason.
Uggerly, sem nú er látinn, til að leika í
kveðjuhófinu. Uggerly hélt sfðan tónleika
í Norræna húsinu ásamt Þóri Magnússyni
á trommur.
Liðtega hálfáttræður slær Hermóður ekki
slöku við íslandsheimsóknir og kemur
minnst þrisvar á ári og blæs á allt krepputal
og heldur skemmtifundi um páska og jól.
Hann er vinmargur hérlendis og fjöldi
manns hefur greitt götu hans. Að öðrum
ólöstuðum hefur Ijúfmennið Þórir Magn-
ússon, reynst honum haukur í horni.
Hjalti Jóhannsson.
Ómur kyrrðarinnar
harrnoniktmiskur
tiC söCu ftjá útgefanda
Símar: 462-6790 & 892-8209
Qmur k^rroarinnar
Si^urður K. Leósson
1. Ómur kyrrðarinnar
(Sigurður K. Leósson) 3.47
2. Októberkvöld
(Sigurður K. Leósson) 2:46
3 Því ekki að taka lífið létt
(Douglas, Parman, Levere) 2:28
4. Til þín
(SigurðurK. Leósson) 3:11
5. Komdu nú í kvöld
(Sigurður K. Leósson) 1:56
6. íslenskir sjómenn
(Gylfi Ægisson) 2:19
7. Hríðarfjúk
(Sigurður K. Leósson) 3:05
8. Norðurljós
(Sigurður K. Leósson) 3:36
9. Gömul spor
(Friðrikjónsson) 2:58
10. Týnda lagið
(Sigurður K. Leósson) 3.32
11. Þegar sólin vermir jörðu
(SigurðurK. Leósson) 3:20
12. Haustþoka
(SigurðurK. Leósson) 3:24
13. Sólarlag
(Sigurður K. Leósson) 3:01
14. í rökkurró
(Al Nevins, Morty Nevins, Buck Ram, Artie Dum) 3:12