Harmonikublaðið - 01.12.2008, Side 11

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Side 11
Fanney Magna Karlsdóttir - viðurkenning wm w Fanney Magna Karlsdóttir er ein þeirra sem hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu har- monikunnar á landsmóti S.Í.H.U. í Reykja- nesbæ í sumar sem leið. Hún er fædd á Siglufirði 17. janúari944. Hún er ein afsex systkinum sem hlutu öll tónlistargáfu í vöggugjöf. Níu ára gömul lærði hún á fiðtu, sem var lengi vel hennar aðalhljóðfæri. Hún var í námi hjá frænda sínum Sigursveini D. Kristinssyni og þakkar hún honum að hún skuli hafa haft lifibrauð af tónlist. Árið 1965 fór hún ÍTónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1968. Samhliða náminu kenndi hún hjá Sigursveini og svo áfram til 1980. Árið 1982 flutti hún að Heiðarskóla í Leirár- sveit þar sem hún kenndi á öll þau hljóðfæri sem nemendurnir vildu læra á. Hún kvað það hafa verið sér mikil lífsreynsla. Hún tók svo hálfa kennslu við Tónlistarskólann á Akranesi frá 1986 og kenndi þar á fiðlu og blokkflautu. 1988 hættir hún í Heiðarskóla og flytur til Akraness og fer þar í fulla kennslu. þá bætist píanóið við hjá henni. En Fanney, hvernigog hvenær kemur harm- onikan tilsögunnar? Það var árið 1992 sem ég fékk minn fyrsta nemanda. Það atvikaðist þannig að áður hafði Óðinn G. Þórarinsson, harmoniku- leikari ogtónskáld, kenntá harmoniku, við skólann. En svo flytur hann til Fáskrúðs- fjarðar. Einn nemenda hans varð hálfvæng- brotinn og saknaði hans mikið. Svo Lárus, skólastjórinn minn, kom til mín og bað mig fyrir hann. Ég sagði Lárusi að ég hafi aldrei spilað á harmoniku, þó ég hafi alist upp við harmonikuleik. Lárus svaraði til baka, þá byrjar þú bara núna. Eftir það var ekki aftur snúið. Ég kláraði veturinn með þessum 10 ára gamla nemanda mínum. Nú var svo komið að ég heillaðist af þessu hljóðfæri og hef kennt á harmoniku síðan.Áþessum tíma jókst áhuginn á harmonikunni, þannig að nemendur mínir urðu fljótlega á milli 20 og30. Þetta fannst mér mjög gefandi starf. Éghafði alltafsamspileinu sinni íviku. Fór svo með nemendurna út um allan bæ til að spila við hin og þessi tækifæri, síðan upp í Borgarfjörð og til Reykjavíkur og fleiri staði. Þetta þróaðist út í það að það leið varla sú vika að ekki var hringt og krakkarnir beðnir að spila og skemmta einhvers staðar. Þetta fannst okkur öllum afskaplega skemmtilegt. Mig langar að geta þess, sem ég er afar stolt af, að árið 2000 gafst skólanum kostur á að senda nemendur til Danmerkur og valdi Lárus skólastjóri hópinn minn til far- arinnar. Ég valdi þá nemendur sem lengst voru komnir í námi og það er styst frá því að segja að þetta var ómetanleg ferð og skemmtileg í alla staði, og ég var mjög stolt af nemendum mfnum. Árið 2003 hef ég lokið 38. vetri mínum í kennslu á hljóðfæri og hef aldrei tekið mér frí, ekki einn einasta vetur. Næsta vetur eða 2003 - 2004 fékk ég ársfrf hjá Tónlist- arskólanum og fór að vinna á Sólheimum í Grímsnesi. Þar stofnaði ég Bjöllukór með vistmönnum, sem var mjög gaman. Það var þannigað það hafði hverbjalla vissantón, sem ég raðaði svo upp eftir tónstiganum. Svo hafði hver vistmaður vissa bjöllu sem hann sló f eftir leiðsögn minni. Þennan hóp fór ég með fyrir jólin að spila bæði f Hafnar- firði og Reykjavík. Það var svo í mars 2004 að ég fékk sjón- taugabólgu sem skemmdu í mér augun, það mikið að égsé orðið mjög lítið ogvarð því að hætta kennslu. Fanney var fengin til að stjórna sveit Harm- onikuunnenda Vesturlands fyrir landsmótið á Siglufirði og gerði hún það með sóma. Undirritaður var nemandi Fanneyjar um tíma, með góðum árangri og það er alltaf hægt að leita til hennar, ef mann vantar eitthvað. Hún er hvers manns hugljúfi. Að eiga hana fyrir félaga, kennara og vin er ómetanlegt. Fanneyvillafalúð þakka fyrir þá verðlauna- veitingu sem henni var veitt og vill taka fram að henni hafi þótt ákaflega vænt um hana. Vidtalid tók G.Helgi Jensson. Verkstæði til alhliða viðgerða Harmonikuþjónusta á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Guðna Hafið samband við Guðna í síma 567 0046.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.