Harmonikublaðið - 01.12.2008, Síða 14

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Síða 14
Landsmót ungmenna 2008 Barna- og unglingalandsmót S.Í.H.U. fór fram dagana 17. -19. október 2008 að Reykjum við Hrútafjörð. Einsogárið 2007varþað Harmonikuakademían á íslandi er tókað sér að sjá um mótið fyrir hönd S.Í.H.U. Um 60 nemendur mættu til leiks að þessu sinni og komu þeir frá hinum ýmu stöðum á land- inu. Með þessum fríða hópi voru 11 kennarar og stór hópur foreldra og aðstandenda unga fólksins, alls um 130 manns. Ekki þarf að fara mörgum orðum um aðbúnað að Reykjum við Hrútafjörð, allt á staðnum til fyrirmyndar og starfsfólk þar lagði sig fram um að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. Ég er þess fullviss að betri aðstöðu fyrir mót sem þetta er ekki að finna á landinu, þarna er svefnaðstaða fyrir alla í rúmum, stór matsalur, leiktækjasalur, sundlaug og gott íþróttahús til tónleikahalds, sem rúmar fjölda fólks í sæti. Dagskrá mótsins var með hefðbundnu sniði, þar sem þátttakendur mættu til leiks seinnipart föstu- dags. Byrjað var á að fá sér einhverja hressingu og síðan var hafist handa við að æfa þrjú íslensk samspilslög sem Reynir Jónasson hafði útsett og stjórnaði hann stórsveit ungmennanna með bravör. Að æfingu lokinni var leiktækjasalurinn opnaður fyrir þá er það vildu en aðrir fundu sér eitthvað til að gera þar til gengið var til náða. Laugardagurinn rann upp og var morgunmatur borinn á borð fyrir alla sem tóku vel til matar síns. Síðan var tekið til við að nýju að æfa samspil og að undirbúa tónleika yngri nemenda er hófust kl. 13:00. Tónleikarnir hófust með samspili allra nemenda undir stjórn Reynis og sfðan hófust einleiks- tónleikarnir og mátti heyra ýmsa frábæra flytjendur töfra fram Ijúfa tóna úr hljóðfærum sínum. Á þessa tónleika mættu allnokkrir úr nærliggjandi sveitum til að hlusta á þessa ungu snillinga. Um miðjan dag var German Khlopin, tónlistarkennari í Reykjanesbæ með Master Class fyrir eldri nem- endur og lengra komna. Var góður rómur gerður að því sem German hafði fram að færa ogvoru allir þeirsem tóku þátt ánægðir með þetta námskeið. Siðan var frjáls tími sem þátttakendurnir nýttu vel, ýmist til útivistar eða nýttu sér leiktækjasalinn eða æfðu fyrir tónleika er voru á dagskrá um kvöldið. Kennarar nýttu þennan tíma til að halda aðalfund Akademfunnar og var það góður og gagnlegur fundur. Stjórnarmenn voru endurkjörnir, nema að German Khlopin kom inn í stjórn sem meðstjórnandi í stað Vadim Fedorov. Eftir að kvöldmat lauk, eða um kl. 20:30 var tekið til við tónleika- hald að nýju og nú voru það eldri nemendur og lengra komnir sem léku listir sínar fyrir áheyrendur. Að sjálfsögðu byrjuðu tónleikarnir á samspili allra þátttakenda þar sem þjóðlögin þrjú, undir stjórn Reynis Jónassonar, voru spiluð og sfðan hófust reglulegir tónleikar. Ekki fór á milli mála að þarna voru allmargir frábærir nemendur sem léku hreint ótrúlega erfið ogskemmtilegverkaf hreinni snilld, ogsannaði þessi hópur að við þurfum ekki að kvíða framtfðinni hvað varðar frábæra harm- onikuleikara. Það var eins á þessum tónleikum sem og þeim fyrri að tölu- verður hópur úr sveitinni kom til að njóta tónlistarinnar. Að tónleikum loknum var frjáts tími sem allir nýttu vel þar til gengið var til náða. Á sunnudagsmorgun vöknuðu allir hressir og kátir og kl. 11:00 hófst loka- athöfnin, þar sem allur hópurinn lék í síðasta sinn samspilslögin og síðan fengu allir þátttakendur viðurkenningu fyrir þátttöku f mótinu. Að þessu loknu tóku kennarar nokkur lög fyrir viðstadda og síðan voru mótsslit og fóru allir sælir og glaðir til síns heima. Mérfinnstvið hæfi aðfæra staðarhöldurum að Reykjum, Karli B. Örvarssyni og Halldóru, konu hans okkar bestu kveðjur, með þakklæti fyrir frábæra daga, þar sem allir starfsmenn lögðu sig fram um að gera þessa helgi frábæra. 14 Harmonikukveðjur, Gunnar Kvaran.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.