Harmonikublaðið - 01.12.2008, Page 15
Belgskiptingar skipta máli
Alveg sama hvernig litið er á það, hvernig
við notum belginn skiptir máli! Við spurðum
harmoníkuleikarana 0ivind Farmen og
Hávard Svensrud um ráð varðandi belg-
notkun.
Eftir Perjerund Grothe
Hvað gerist ef maður dregur belginn án
tilgangs og markmiðs?
- Tónlistin kemur þá til með að hljóma
sundurslitin og ómúsíkölsk. Verst er það
þegar belgnum er snúið í miðjum tóni, en
óheppilegar belgskiptingar inni ífrasavirka
truflandi, jafnvel á áheyranda með litla til-
finningu fyrir tónlist, segir Hávard Svens-
rud.
- Á sama hátt og þegar maður syngur þá
andar maður þar sem það er eðlilegt í
tónlistarlegu samhengi. Meðvitaðar belg-
skiptingar geta því hjáipað okkur harm-
oníkuleikurum til að vera ennþá meira með-
vituð um það hvernig tónlistin sem við
spilum er upp byggð, segir 0ivind Farmen.
Farmen bendir Ifka á að harmoníkuleikarar
ráði yfir tvennu sem hefur áhrif á tón-
myndun þ.e. belgnotkun og áslætti fingra
á nótnaborðið.
- Belgurinn auk fingranna er það sem
mestu ræður um hvort við náum réttum
áherslum í takti á tónlist sem sveifla á að
vera í. Þetta hefur líka úrslitaáhrif þegar
við t.d. spilum langan syngjandi frasa í
klassískri tónlist. Við erum mjög heppin
miðað við marga, t.d. píanóleikara að geta
notað belginn sem okkar andardrátt og að
geta myndað tóninn að vild meðan hann
varir.
Eru margir sem eru kærulausir varðandi
belgnotkun?
- Smá saman hafa orðið til margir vel
menntaðir harmoníkuleikarar bæði atvinnu-
menn ogáhugamenn. Flestirafþeim hafa
góða tilfinningu fyrir því hvernig á að nota
belginn. Ég þori því að fullyrða að nýjasta
kynslóð harmoníkuleikara er betri hvað
þetta varðar heldur en kynslóðirnar á
undan. í minni eigin kennslu er belgnotkun
nemandans eitt af því fyrsta sem ég byrja
að vinna með, segir Svendsrud.
Svendsrud segir að þessu sé líka ábótavant
t.d. á hljóðupptökum. Enn þann dag f dag
getur maður heyrt að
sumir harmonikuleikarar
eru of kærulausir með
belgskiptingar, þetta
heyrist jafnvel á hljóð-
upptökum með þekktum
harmoníkuleikurum.
Margir tónlistarmenn
sem hafa harmoníkuna
sem aukahljóðfæri eru
ekkert að spá í hvernig
nota eigi belginn og því
miður eru margir þess-
ara manna oft í fjöl-
miðlum. Þetta gerir
harmoníkuna yfirleitt
hlægilega í augum fólks
sem er lítið að velta fyrir
sér tónlist, heldur Hávard áfram.
- Sjálfsagt eru einhverjir kærulausirvarð-
andi þetta. Ég held sérstaklega að varð-
andi uppbyggingu á frösum og að vera
meðvitaður í tengslum við það gæti nýst
mörgum sem vilja skapa ennþá betri tónlist,
segir 0ivind.
Einhverjar einfaldar reglur til að bæta belg-
tæknina?
- Eitt gott ráð innan hefðbundinnar ryth-
mískrartónlistareraðfylgjafrösunum. T.d.
innan gömlu dansanna er oft rökrétt að
snúa eftirfjóra takta íeinu. íbarokktónlist
þar sem spilað er annaðhvort sterkt eða
veikt getur verið skynsamlegt að snúa um
leiðogmaðurbreytirstyrkleikanum. í mínu
eigin tónleikaprógrammi sný ég belg alltaf
á fyrirfram ákveðnum stöðum og eyði
miklum tíma í að vinna með það. Maður
skyldi ekki vanmeta þá vinnu sem þarf að
leggja í belgnotkunina. Eftir tíu ár sem
atvinnumaður vinn ég samt með þetta á
hverjum degi, segir Hávard.
Nokkur góð ráð varðandi belginn
Tónlistarlega:
1. Hugsaðu um belginn eins og söngvari
mundi hugsa um öndunina.
2. Ekki snúa belg á löngum tóni.
3. Sem undantekningfrá reglu 2: Ef maður
af einhverjum ástæðum verður að snúa
belg á meðan tóninn varir (einhver hluti
lesenda gæti t.d. hafa æft klassísk lög og
kannast við að í einhverjum hluta verksins
hafi verið ómögulegt að fá belgskiptingar
til að ganga upp): Vertu samt meðvitaður
hvernig þú ætlar að hafa skiptingarnar.
Með góðri belgtækni er hægt fela skipt-
inguna mikið.
4. Belgurinn á mestan þátt í að mynda
tónlistina þ.e. frasa, styrkleikabreytingar
og tónmyndun (í samvinnu við áslátt
fingra).
5. Oft þarf lítið til. Nákvæmar belgskipt-
ingar eru mikilvægar og passa verður að
nota ekki ofmikinn kraftþegarbelgnum er
snúið.
6. Hafðu alltaf stjórn á belgnum svo hann
taki ekki stjórnina af þér. Skynsamlegt er
að vinna mikið með belginn.
Tæknilega:
1. Forðastu að draga belginn of langt út því
þá verður erfiðara að stjórna honum.
2. Reyndu að halda belgnum sem mest
saman neðst og láta hreyfinguna aðallega
gerast efst.
3. Sitjið í góðri stöðu.
Þýtt úrTrekkpsillnytt, 10/2008
afOddnýju B.