Harmonikublaðið - 01.12.2008, Qupperneq 18

Harmonikublaðið - 01.12.2008, Qupperneq 18
Grétar Geirsson - heiðraður - Grétar Geirsson var í hópi þeirra sem voru heiðraðir á Landsmóti S.í H.U. í Reykjanesbæ. Hvernig voru uppvaxtarárin þín? “Ég fæddist í Reykjavík 31. október 1937 og ólst þar upp fram yfir tvítugt. Ég var mikið ísveit á sumrin meðal annars í Flóanum og Skaftafellssýslu. Ég var í Lindargötuskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, verknámi. Þaðan lá leið mín íBændaskólann á Hvann- eyri 1957-8. Skömmu eftir að bændaskól- anum lauk fór ég f hálft ár til Svfþjóðar. Eftir heimkomuna fór ég í bústörf að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit. 1962 fór ég að vinna að stórbúinu Laugardælum og kynntist þar konu minni Láru Kristjánsdóttir. 1965 fluttum viðaðÁshóli íÁsahreppi og stund- uðum við þar hefbundinn landbúnað og höfum búiðþarallargötursíðan. En hættum með kýrnar fyrir þrem árum en erum ennþá með kindur og hross. Eigum við þrjár upp- komnardæturog einn fósturson. Níu barna- börn og 2 barnabarnabörn.” Var mikið um tónlist á þínu heimili? “Nei, það var ekki mikil tónlistarhefð á mínu uppvaxtarárum, nema ég fékk munnhörpu á unga aldri sem ég spilaði oft á. En vinir mínir og skólafélagar voru margir hverjir með harmonikur. Um jólin þegarégvartólf ára gáfu foreldrar mínir mér harmoniku áttatíu bassa Hohner með því skilyrði að hún væri ekkert leikfang, heldur myndi ég læra á hana. í framhaldi af því fór ég til Bjarna Böðvarssonar. Á leið í fyrsta tímann hjá honum lenti égíþvíað handfangiðslitn- aði af kassanum og húrraði hann niður stigann. Varð kassinn ónýtur en nikkan skemmdistekki.” Hvernig hefur tónlistarferillinn þinn þróast? “Ég byrjaði að æfa með Eyþóri Guðmunds- syni sem hafði fengið harmoniku á svip- uðum tíma og ég. Ég tók svo nikkuna með í sveitina yfir sumarið og ætlaði ekki að læra meira en fyrir tilstuðlun Eyþórs hélt ég áfram hjá Bjarna. í Lindargötuskóla byrj- aði ég í minni fyrstu skólahljómsveit 14 ára. Grettir Björnsson slípaði okkur til. 15 ára fékk ég nýja Skandali harmoniku. 16 ára fór ég að spila á dansleikjum ísveitinni. Ég fór síðan að spila með hljómsveit Baldurs Kristjánssonar og var þá bent á Georg Kulp sem var ofsa klár og leiðbeindi mér. Ég lærði einnig mikið með því að spila undir hjá söngvurum eins og t.d. Árna Scheving sem fór einstaklega smekklega með melodíurnar, bakvið röddina. Við Eyþórfórum svo til Guðjóns Matthíassonar og spiluðum með honum. Áðuren égfórá Hvanneyri varégíhljóm- sveitinni Kátir félagar. ÁHvann- eyri 1958 eignaðist ég Exelsior 140 bassa nýuppgerða harm- oniku. Stofnuðum við skóla- hljómsveit þar ásamt Ólafi Guð- mundssyni sem var kennari við skólann. Síðan lá leiðin íhljóm- sveit Aage Lorange og spilaði ég með þeim vetrarlangt. Ég var í ýmsum öðrum hljómsveitum á þessu tímabili en lengst með hljómsveit Óskars Guðmunds- sonar frá Selfossi, eða framundir 1970. 1974 fékk ég cordovox rafmagnsharmoniku. í kringum 1980 vantaði harmonikukennara í Tónlistarskóla Rangæinga og hóf ég að kenna þaroger þarenn við stundakennslu. Á fimmtugsafmælinu fékk ég gefins frá konunni, börnum, sveitungum ogvinum Brandoní og þegar ég varð sjötugur færði konan mér að gjöf Zero Sette hnappa- harmoniku sem ég er að byrja að leika mér að. Upp úr miðri síðustu öld var ég til sjós á skipinu Kötlu sem var í fraktflutningum og fórum við til Brasilíu. Þegar við komum til Rio de Janeira var skipsáhöfninni boðið á norrænt sjómannaheimili. Þar voru harm- onikur. Vorum við Eyþór vinur minn og skipsfélagi beðnir um að leika nokkur lög. Við tókum vel í það. Voru þarna staddar nokkrar stúlkur frá norska sendiráðinu og þegarvið spiluðum lagið Livet i Finnskog- arna fóru þær að hágráta. Eftir á sögðu þær að það hefði verið vegna þess að þær hefðu fengið svo mikla heimþrá að heyra spilað þetta lag. Sýnir það glöggt hvað hljómar harmonikunnar geta framkallað miklartilfinningar.” Harmonikufélag Rangæinga! “Það var stofnað 1985. Aðalfrumkvöðullinn varValdimar Auðunsson. Égereinn afstofn- félögunum. Höfum við tekið þátt í Lands- mótum frá því árið 1987. Við höfum farið í ýmsar ferðir bæði innan lands sem utan. Þará meðal mjögskemmti- lega ferð til Færeyja þar sem við tókum þátt íjónsmessuhátíð ásamt Harmonikufélögum í Nikkólínu og Þorrakórnum úr Dalasýslu. Einnig skemmtilega og velheppnaða ferð til Danmerkur og síðast en ekki síst höfum við heimsótt mörg harmonikufélög vítt og breitt um landið þar sem alls staðar hefur verið tekið höfðinglega á móti okkur. Einnig hafa mörg harmonikufélög heimsótt okkur. Ég hef talið ítaktinn í hljómsveit félagsins frá upphafi og höfum við gefið út einn geisladisk og erum að safna efni í annan.” Að lokum vil ég óska harmonikunni, þessu skemmtilega hljóðfæri, vegs og virðingar um ókomin ár og óska lesendum gleðilegrar jólahátíðar. Viðtalið tókAlexandra Lind Elínardóttir.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.