Harmonikublaðið - 01.09.2010, Síða 2
m
w y$c W M <*? M
Avarp formanns
Ágæti lesandi
Nú er farið að líða á sumarið og að því
ég bestveit hefur sumarstarfsemi harm-
onikufélaganna gengið vel. Ég náði því
að heimsækja þrjár hátíðir í sumar,
Fannahlíð, Breiðumýri og Svartaskóg. Að
því mér fannst fóru þessar hátfðir vel fram
og voru vel undirbúnar af þeim sem að
þeim stóðu. Þvf miður verð ég að segja
að mér þótti slæmt að sjá enga unga
harmonikuleikara koma fram á þessum
hátíðum en að sama skapi gladdi það
mig að sjá ungt danspar leika listir sínar
í Fannahlíð, reyndar fannst mér að öllum
samkomugestum þætti mikið til færni
þessara ungu dansara koma.
Áhátíðina íSvartaskógi komu harmoniku-
leikarar frá Harmonikufélagi Færeyja og
léku bæði á tónleikum og fyrir dansi. Ég
tel rétt að við athugum að taka upp meiri
harmonikusamskipti við Færeyinga og
velti upp þeirri hugmynd að bjóða þeim
þátttöku í Landsmóti S.Í.H.U. á næsta
sumri og sfðan væri athugandi að fara í
harmonikuferð til Færeyja en af því gæti
varla orðið fyrr en sumarið 2012 en þetta
myndi þarfnast nokkurs undirbúnings
bæði hér heima og í Færeyjum og svo þarf
að kanna ferðatilhögun og kostnað.
Þegar þetta er skrifað er það nokkuð Ijóst
að ekkertverðuraf unglingalandsmóti á
þessu ári þar sem ekkert aðildarfélag sér
sérfært að standafyrir mótinu. Ekki tókst
að halda mótið f fyrra en þá ætlaði Harm-
onikufélag Reykjavíkur að halda mótið
en aðsókn var langt undir væntingum. Að
sjálfsögðu þykir mér þetta mjög slæmt
en stjórn S.Í.H.U. hefur rætt þetta mál og
okkar niðurstaða er að leggja þetta mál
fyrir aðalfundinn í haust þar sem að fund-
urinn taki afstöðu til þess hvort og hvernig
eigi að halda þessi mót eða þá að ákveða
að leggja þetta mótahald niður. Okkur
stjórnarfólki finnst að það ætti að vera
hverju félagi kærkomið verkefni að
standa fyrir svona móti og fátt betra sem
félögin gætu gert til þess að laða unga
fólkið að harmonikunni ogfélögunum en
við virðumst vera að mestu ein á báti
hvað þessa skoðun varðar. Aðatfund-
urinn verður haldinn þann 18. september
2010 í boði Félags harmonikuunnenda í
Reykjavík, fundurinn verður haldinn á
Hótel Örk f Hveragerði. Fyrir nokkru hafa
verið send út fundargögn og upplýsingar
um gistingu ogaðratilhögun ogégvona
að aðsókn verði góð að fundinum og fólk
tilbúið til að ræða málin og ákvarðanir
sem geta orðið félögunum og sam-
bandinu til góðs.
Á næsta sumri verður haldið landsmót á
Hellu á Rangárvöllum og mun Harmoniku-
félag Rangæinga sjá um framkvæmd
þess. Ég veit að undirbúningur gengur
vel og verður landsmótið kynnt á aðal-
fundinum. Égtrúi að félögin mæti þartil
móts með metnaðarfulla dagskrá sem
áður og hvet sérstaklega unga fólkið sem
er að leika á harmoniku að mæta því að
það er framtíðin í íslenskum harmoniku-
leik.
Það er farið að líða að hausti og vetrar-
starf félaganna að hefjast. /Vlér þykir
líklegt að undirbúningur undir landsmót
vegi þar þungt.
Við sem erum í stjórn S.Í.H.U. þökkum
fyrir ánægjulegt harmonikusumar og von-
umst til þess að vetrarstarf félaganna
verði bæði gott og gæfuríkt.
Jónas Þór Jóhannsson
formaður S.Í.H.U.
r
Jialmonikusafn
ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR
býður öldruðum harmonikum
farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði.
Símanúmer: 456-3485 og 863-1642
j