Harmonikublaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 7
Sagnfrædilegtyfirlit um íslenska keppendur í harmonikuleik, hérlendis og erlendis Hilmar Hjartarson Til eru nokkrar heimildir um þátttöku íslendinga í harm- onikukeppnum hérlendis og erlendis. Strax í 2. tölu- blaði 2. árgangs Harmonik- unnar (1986-2001) stingur greinarhöfundur uppá að íslenskir harmonikuunn- endur fari að velta fyrir sér að hefja keppnir í harm- onikuleik hérlendis til að auka áhugann fyrir hljóð- færinu. Fyrirmyndina varað finna frá kynnum slíkra keppna í Noregi. En áður en ég hefst handa meðfrekari upplýsingarviléggeta þessað elstu heimildir um harmoniku á íslandi eru frá 1845, að þýskur maður að nafni Stillhoff sem varskipstjóri á póstflutningaskipi hafi leikið á harmoniku á dansleik í Reykjavík það ár. Sagan segir að hann hafi byrjað siglingartil íslands árið 1841, leikið á harm- oniku árið sem fyrr segir en póstskipið far- ist með manni og mús undir Snæfellsjökli árið 1857. (Heimildir: Lýður Björnsson sagn- fræðingur, 1. tölublað 1992- 93 Harmon- ikan) Elsta heimild sem fundist hefur um harm- oniku f höndum íslendings hérlendis erað finna í bókinni íslenskir sagnahættir og þjóðsögur VII, eftir Guðna Jónsson, þar segirafmanni nokkrum, Brandi Ögmunds- syni frá Kópsvatni að hann hafi leikið á harmoniku þjóðhátíðarárið 1874. Einnig segir f bókinni að hann hafi lærtafsjálfum sér að leika á harmonikuna. Þrátt fyrir að harmonikan hafi náð mikilli útbreiðslu á íslandi eftiraldamótin 1900 til dagsins f dag hefur aldrei myndast hefð fyrir keppnum í harmonikuleik. Keppnir eru þó ekki alveg óþekktar hérlendis þegar grafið er eftir heimildum, langar mig því að draga fram í dagsljósið nokkrar upplýsingar um slíkar keppnir hér, stað og stund ásamt nöfnum þeirra vinningshafa er komu þar við sögu. Einnig þátttöku íslendinga í keppnum erlendis. Of langt mál yrði að nefna alla þátttakendur að þessu sinni en heimildirnar eru sóttar í tfmaritið Harm- onikan (1986 -2001) þar sem finna má gleggri oggreinarbetri upplýsingar. Fyrsta keppni í harmonikuleik fór fram í Reykjavík, Timburverslun Árna Jónssonar, þann 12/031939 og var kölluð harmoniku- samkeppni. Hún var haldin á vegum „Félags Harmonikuleikara Reykjavík" sem stofnað var árið 1936. Verðlaun hlutu þessir: Bragi Hlíðberg 1. verðl. bikar og peningur, Halldór Einarsson 2. verðl. peningur, ogStefán Lyngdal 3. verðl. peningur. ÍStokkhólmi árið i946tekur Lýður Sigtryggsson frá Akureyri þátt í samkeppn- ismóti með þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum og hreppir fyrstu verðlaun með titilinn „Harmonik- umeistari Norðurlanda 1946“. Svo gerist það að Grettir Björnsson heldur utan til náms, fór til Vancouver í Kanada 1952, lærði þar hjá sænskum tónlistarkenn- ara að nafni Alf Carlsson. Sá fékk Gretti til að taka þátt í tónlistarsamkeppni meðal margvíslegra hljóðfæraleikara, söngvara ogfl. (hef ekki tímasetningu á hvenæreftir 1952). Grettir vann keppnina með yfir- burðum. Dómarinn veitti Gretti hæsta stig yfir alla aðra. Hann lék píanóverk, Sonatfnu eftir Kuhalu. Nú líða heil 60 ár milli móta á íslandi, þartil Félag harmonikuunnenda í Reykjavík blæs til hæfileikakeppni í Loft- kastalanum við Seljaveg þann 17. apríl 1999. Keppt var f tveimur flokkum, 11-15 ára og 16-25 ára. Sigurvegari 11-15 ára var Oddný Björgvinsdóttir 14 ára frá Akranesi, verðl. 35.000 kr. í öðru sæti Helga Kristbjörg Guð- mundsdóttir 11 ára frá ísafirði og f þriðja sæti lenti Guðbjörn Már Kristinsson úr Reykjavík 15 ára. í flokki 16-25 ára sigraði Matthías Kormáksson 17 ára úr Kópavogi sem hlaut 35.000 kr. verðl. í öðru sæti var Svanur Bjarki Úlfarsson frá Stóru Mörk Vestur Eyjafjöllum og í því þriðja Ester Rögnvaldsdóttir 16 ára Hnífsdælingur. Aðeins voru veitt pen- ingaverðlaun fyrir efstu sætin. Dómarar voru Sigurður Alfonsson , Reynir Jónasson og Grettir Björnsson Reykjavfk, Einar Guð- mundsson frá Akureyri og Hafsteinn Sigurðs- son úr Stykkishólmi. Nú bregðum við okkur erlendis, þegar hinn ungi vinningshafi Matth- ías Kormáksson tekur þátt í Evrópumeistara- keppni í nóvember 1999 (Frosini Grand Prix) sem fór fram í smábænum Espo nærri Helsingfors Finnlandi. Þá voru liðin 53 ár frá því að Lýður Sigtryggsson keppti í Stokkhólmi. Matthías lagði á sig langt ferðalag og var einbeittur f sinni ákvörðun. Aðrir þátttakendur voru frá Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi og Rússlandi. Sænski keppandinn vann til fyrstu verð- launa, bikar og skjal, aðrir geisladisk og skjal. Matthías braut þar með blað í íslenskri harmonikusögu sem fyrsti þátttakandi í Evrópumeistarakeppni. Dómarar voru Seppo Lankinen, OlegSharovogyfirdómari Lars Ek. Nú er skammt stórra högga í milli, því árið eftir í nóvember 2000 tekur Grettir Björns- son þátt í Frosini Grand Prix sem fram fór í Hammarstrand Svíþjóð. Þátttakendurvoru fyrir utan Gretti frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi. Evrópu- meistaratitilinn vann að þessu sinni Alex- ander Satsenko frá Rússlandi, 16 ára piltur, hann sýndi hreint ótrúlega snilld, verðlaun blómvöndur bikar og skjal. Aðrir blómvönd og skjal. Síðasta keppni hérlendis til þessa er svo Harmonikumeistarinn 2010 íTónlistarskóla Garðabæjar 17/4, sem fjallað var um nánar í síðasta blaði. Þetta yfirlit gefur smá hugmynd um fyrri afrek okkar íslendinga í keppnum sem tengjast harmonikunni. Hér er reyndar stiklað á stóru, en eins og sagt er áður í greininni liggja mun nánari heimildir í tímaritinu Harmonikan. Éghefþá bjargföstu trú ogvon að nú séu að verða kaflaskil hvað varðar keppnir af þessum toga hérlendis. Það skulum við vona. Samantekt Hilmar Hjartarson Verkstæði til alhliða viðgerða á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Hafið samband við Guðna í síma 567 0046. Harmonikuþjónusta Guðna 7

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.