Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 8
Bréftil blaðsins
UNGMENNALANDSMÓT
Að beiðni stjórnar S.Í.H.U. ákvað
Harmonikufélag Reykjavíkur að taka
að sér ungmennalandsmót 2009. Þar
sem komið var fram í maí þegar þetta
var ákveðið var ekki um annað að
ræða en setja í gírinn og eftir nokkrar
bílferðir austur fyrir fjall og víðar var
stefnan sett á Seltjarnarnes, allt var
tilbúið á réttum tíma og gátum við
ekki annað en verið stolt af allri þess-
ari vinnu þvfvið ætluðum svo sann-
arlega að gera þetta með gleði og
glæstum brag og hlökkuðum mjög til
að fá nú loksins að njóta afraksturins,
en það var bara það eina sem við
áttum eftir, nema hvað? Þegar skráningu
ungmenna laukkom íljós að aðeins 22 nem-
endur höfðu látið skrá sig, þótti okkur þá í
samráði við S.f.H.U. þetta vera allt of fáir
þátttakendur og aflýstum mótinu. Endalaust
er hægt að velta sér upp úr orsökum þess
af hverju ekki voru fleiri nemendursem létu
skrá sig, margir töldu svínaflensu, kreppu
og eitthvað fleira vera ástæðuna. Það má
vel vera en mér fannst áhugaleysi kennara
koma mér mest á óvart svo ég tali nú ekki
um þann kennara sem vareinn af upphafs-
mönnum að því að halda ungmennalands-
mót, hann ætlaði ekki að senda einn einasta
nemanda og finnst mér skömm að því, ef
hann hefði komið með sama fjölda nem-
enda og þegar hann hefur sjálfur staðið fyrir
þessum mótum þá hefði mótinu sennilega
ekki verið aflýst. Ekki var hjá því komist að
sambandið bæri einhvern kostnað af þessu
brölti þó svo það hafi ekki verið nema brot
af kostnaðinum, fyrir utan alla vinnuna sem
búið var að leggja í þetta. Þó svo að ég hafi
verið sammála því á sfnum tíma að halda
sérstök ungmennalandsmót þá er ég það
ekki f dag, við eigum að hafa unglingana
með okkur, það hlýtur að vera hægt að gera
landsmótin meira aðlaðandi fyrir unga
fólkið og gefa þeim meiri tíma, ég tala nú
ekki um þegarfélögunum innan sambands-
ins hefur fækkað. Við eldra fólkið sem jafn-
vel sum hver erum búin að spila á hverju
einasta landsmóti sem haltíið hefurverið
frá upphafi erum kannski orðin svo föst í
dellunni aðviðvíkjum baraekkifyrirneinum.
Hvernig er hægt að efla unglingastarf innan
aðildarfélaganna ef við ætlum ekki að
hleypa þeim að borðinu. Gerum landsmótin
eftirsóknarverðari fyrir unga fólkið og gefum
þeim almennilegt færi á þessum stærsta
viðburði okkarsem landsmótin sannarlega
eru. Landsmótin eru orðin svona nokkurs-
konar öldungalandsmót, við verðum á ein-
hvern hátt að snúa dæminu við og fá ung-
mennin með okkur annars líða ekki mörg
ár þangað til þetta lognast út af. Við eldra
fólkið höfum reynsluna sem unga fólkið
vantar, gefum þeim færi á að öðlast reynslu
með því að hvetja þau og skapa þeim tæki-
færi. Við getum ekki ætlast til þess að ung-
lingarnir hafi sama áhuga t.d. á gömlu döns-
unum og við sem eldri erum og lærðum að
dansa þá á yngri árum, þess vegna verðum
við að skapa þeim ráðrúm á þeirra eigin
forsendum. Landsmótin hafa öllverið með
sama eða svipuðu sniði frá upphafi, er ekki
komin tími til að hrista eitthvað upp í þessu.
Landsmótin eiga að vera vettvangur fyrir
okkur öll og ekki síst fyrir ungmennin
okkar.
Mér finnst mjög leitt að ungmennalands-
mótið var ekki haldið 2009 sérstaklega
vegna þeirra ungmenna sem voru búin að
skrá sig til þátttöku.
Ásíðasta aðalfundi S.Í.H.U. sem haldinn var
f Svartaskógi 2009 var samþykkt af fund-
armönnum að feia stjórn sambandsins að
standa að kynningu á harmonikunni í leik-
og grunnskólum vftt og breitt um
landið. Þann 28. nóv. 2009 fengu
formenn aðildarfélaganna bréf frá
stjórn sambandsins þar sem segir
m.a.: Stjórn samb. er það Ijóst að
þetta verkefni verður aðeins unnið af
aðildarfélögunum hverju á sínu svæði.
Þessu erum við í H.R. hjartanlega sam-
mála. Við fórum því af stað að leita
fyrir okkur hvernig best væri að standa
að þessu. Égfrétti afverkefni sem er
í gangi í Breiðholti sem heitir KYN-
SLÓÐIRNAR SAMAN sem gengur út á
það að leiða saman kynslóðirnar á
sem flestum sviðum þjóðlífsins. Við
gerðum síðan samkomulag við Guðrúnu
Jónsdóttir forstöðumann félagsstarfsins í
Gerðubergi en þaðan erverkefninu stjórnað,
okkar þáttur heitir DRAGSPILIÐ og DÆG-
URLÖGIN. Síðan þá erum við búin að heim-
sækja 15 leikskóla þarsem okkurhefurverið
ótrúlega vel tekið og búið að panta okkur á
fleiri, ennfremur er fyrirhugað að halda afa
og ömmu dansleik á leikskólunum í haust
og Ijóst er að framhald verður á þessu strax
íseptember. Þarsem leikskólarnirf Reykja-
vfk eru á milli 80-100 þurfa fleiri að koma
að þessu dæmi. Þetta er krefjandi og
skemmtilegt verkefni og ekki vantar áhug-
ann hjá hlustendum. Vona að þessi orð verði
hvatning til annarra aðildarfélaga.
Á þessum sama aðalfundi var dreift umfangs-
miklum plöggum sem nefnd á vegum S.Í.H.U.
hafði unnið að í langan tíma og lagt metnað
sinn f að gera sem best úr garði, þessum
plöggum var troðið ofaní kokið á fundar-
mönnum 1, 2 og 3 til afgreiðslu. Það er mín
skoðun að fundarmenn verði að fá svona
gögn send með fundarboði svo hægt sé að
kynna sér þau af einhverju viti, það er
margbúið að beina þessum tilmælum til
stjórnar. Reynum nú að læra eitthvað af
reynslunni.
Ég óska S.Í.H.U. alls hins besta í framtíð-
inni.
Gudrún Guðjónsdóttir formaður
Harmonikufélags Reykjavíkur.
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610