Harmonikublaðið - 01.09.2010, Síða 12
Kveðja úrSkagafirði
Aðalsteinn ísfíörð og Jón Gíslason fóru á kostum
Starfsemi Félags harmonikuunnenda í
Skagafirði, FHS, var talsverð á síðastliðnu
ári. Má þar nefna „Tekið í belg“ og heim-
sókn stórsöngvarans Ragnars Bjarnasonar,
en þessir tónleikar fengu umfjöllun í maí-
blaðinu 2009. Dagsetning harmonikudags-
ins 2010 var óheppileg fyrir félagið að
þessu sinni. Sæluviku Skagfirðinga lauk
sunnudaginn 2. maí en mikil dagskrá var í
boði atla vikuna og flestir búnir að fá nægju
sína af menningu í bili. Haldinn var þó
harmonikudansleikur í félagsheimilinu
Ljósheimum á umræddum harmonikudegi
frá kl. 20:00 - 24:00. Annað var ekki íboði
þann daginn.
Á haustdögum 2009 kom upp sú hugmynd
að halda skemmtun sem byggðist á fréttum,
sögum og smá slúðri úr Skagafirði árin
1959 • 1960 ásamt vinsælum dægurlögum
frá þeim tíma.Tónlistarflutninguralluryrði
f höndum heimamanna og ráðinn yrði sér-
stakur sögumaður sem sæi um lesinn texta
á sýningunni. Fengum við til liðs við okkur
tvo söngvara, þau Dagbjörtu Jóhannes-
dóttur og Stefán Jökul Jónsson, ásamt Birni
Björnssyni f.v. skólastjóra sem tók að sér
sögumennsku f sýningunni. Hljóðfæraleik-
arar voru eftirtaldir: Aðalsteinn ísfjörð, Jón
Gíslason, Rögnvaldur Valbergsson, Guð-
mundur Ragnarsson og Kristján Þór Han-
sen. Æfingar hófust í janúar sem og heim-
ildaöflun sögumanns. Hann fléttaði saman
ýmsar sögur og fréttir við lögin sem flutt
voru þannig að úr varð heilstæð sýning.
Heiti sýningarinnar var ákveðið „Manstu
gamla daga, mörg þá gerðist saga“ og opn-
unarlag hennar samnefnt lag með Alfreð
Clausen.
Sýningar hófust 11. maí 2010 í Bifröst á
Sauðárkróki. Þar voru haldnar þrjár sýn-
ingarogein íHöfðaborgá Hofsósi. Aðsókn
var mjög góð og fór langt fram úr björtustu
vonum. Óskað var eftir þessum skemmti-
legu tónleikum á síldarævintýrið á Siglufirði
28. júlf s.l. Björn Björnsson sögumaður
samdi í því tilefni nýjan texta sem átti við
Siglufjörð á þessum árum. Undirtektirvoru
mjöggóðarogflytjendurfengu mikið hrós
fyrir góðan og skemmtilegan flutning. Dag-
björt Jóhannesdóttir söngkona var fjarri
góðu gamni íþessari ferð en íhennarstað
kom Ingunn Kristjánsdóttir sem leysti sitt
hlutverk mjög vel af hendi.
Laugardaginn 14. ágúst var haldið málþing
á Ketilási í Fljótum í Skagafirði þar sem
fjallað var um skáldkonuna Guðrúnu frá
Lundi. Um kvöldið varsíðan haldinn harm-
onikudansleikur í anda liðinna daga í
Fljótum. Félagar úr FHS sáu um tónlistar-
flutning við góðar undirtektir viðstaddra.
Jónsmessuhátíð harmonikuunnenda
í Húnaveri 2010 í umsjá HUH og FHS
Félög harmonikuunnenda í Skagafirði og
Húnavatnssýslum héldu sína árlegu fjöl-
skylduhátíð harmonikuunnenda í Húnaveri
um Jónsmessuna, 25. - 27. júní s.l. Þetta
mun vera tólfta árið sem þessi hátíð er
haldin. Fór hún í alla staði vel fram. Dans-
leikur var haldinn á föstudagskvöldið þar
sem hinn landskunni GeirmundurValtýsson
lékfyrir dansi á harmoniku. Fjölbreytt dag-
skrá vará laugardeginum sem nefnd hefur
verið á undanförnum árum „Tónleikar,
söngur, glens og gaman.“ Ýmsir listamenn
stigu þar á stokk og má þar nefna: Tvíbur-
arnir frá Öxl, Dagmar og Sigurjón Guð-
mundarbörn sem eru 12 ára, léku á klarin-
ettu og harmoniku, Máney Sól Jónsdóttir
10 ára söng nokkur lög við undirleik afa
síns, Ómars Skarphéðinssonar sem lék á
harmoniku. Helga Guðrún Jónsdóttir söng
nokkur lög við undirleik föður síns Jóns
Gíslasonar. Félagar úr FHS fluttu nokkur lög
úr sýningunni „Manstu gamla daga, mörg
þá gerðist saga.“ Einar Guðmundsson lék
einnig á harmoniku með hljómsveitinni
hluta úr dagskránni. Að lokum lék 8 ára
sonur Einar, Einar Bjarni Einarsson á harm-
oniku. Var þessi dagskrá vel lukkuð og fékk
mjög góðar undirtektir hjá áheyrendum.
Dansleikur var haldinn um kvöldið frá kl.
10:00 - 02:00. Þar léku þrjár hljómsveitir,
tvær frá FHS og ein sem tengdist HUH.
Veður var gott þessa helgi og hátfðin fór
hið besta fram í hvívetna. Vonum við að
allir hafi komist heilir heim og mæti glaðir
á næsta ári. Viljum við þakka öllum þeim
sem lagt hafa okkur lið á árinu sem og
öllum þeim sem sóttu viðburði félaganna.
Lifið heil.
F.h. FHS og HUH
Gunnar Ágústsson
Hljómsveit F.H.S.
12