Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 14

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 14
Sumarhátíðin „Nú er lag“ í Árnesi Leikið affingrum fram á tjaldstæðinu íÁrnesi Stjórn og skemmtinefnd félags- ins hófundirbúning fyrir hátíð- ina um hávetur. Nokkur óvissa var um það hvort við fengjum að vera áfram í Árnesi. Friðjón fékk þetta staðfest hjá Begga svo okkur létti nokkuð. í sum- arbyrjun ákváðum við að fá erlendan harmonikusnillingog eftir nokkrar þreifingar varð norskur snillingur fyrir valinu, Flávard Svendsrud. Ég var svo heppin að ná sam- bandi við Guðrúnu Gunnars hjá RÚV um að koma í heimsókn með Hávard Svendsrud á föstu- dagsmorgun í þáttinn Samfé- lagið í nærmynd. Hann spilaði í upphafi þáttar og svo ræddi hún við okkur bæði og samtalinu lauk með lagi frá Hávard. Þetta varð hin fínasta auglýsingfyrir mótið, tón- leikana og markaðinn. Friðjón formaður skemmtinefndar smalaði saman dansspilurum og einnig buðu nokkrir sig fram sem við kunnum vel að meta. Dagskráin var hefðbundin enda hefur hún reynst okkur vel. Veðurspáin var svo- lítið óákveðin fyrir helgina en við vorum heppin í Árnesi. Fyrstu gestirnir komu í Árnes á þriðjudegi. Þeim fjölgaði svo óðum á harmonikuættarmótið. Stór hópur var kominn síðdegis á föstudag og um kvöldið. Fleiri bættust við á laugardag. Margir úr nágrenninu og frá höfuðborgarsvæðinu komu Ifka á staka viðburði. Hátíðin hófst með æfingadansleiká föstu- dag. Dansfætur og hljómflutningstækin voru fínstillt. Nokkrar hljómsveitir stigu á stokk og dansinn dunaði við tónana til klukkan tvö. Einnig var spilað fram eftir nóttu við pottinn hjá tjaldsvæðinu. Á laugardagsmorgun vöknuðu allir við sól og blíðu. Fyrstu harmonikutónarnir fiugu einnig af stað, eitt lag hér og annað þar, Ijúft meðlæti með morgunkaffinu. Hápunktur hátíðarinnar var tónleikar Hávards Svendsrud á laugardag. Friðjón formaður skemmtinefndar setti hátíðina formlega. Fyrir tónleikana léktólf ára stúlka, Alma Katrín Einarsdóttir, Zardas á fiðlu, við mikinn fögnuð áheyrenda og vildu þeir helst fá fleiri lög. Við óskuðum eftir blönd- uðum tónleikum hjá Hávard ogtöldum að þeir myndu falla vel ífjöldann. Hávard sýndi marga snilldartakta af sinni einskæru Ijúf- mennsku. Hann lékfjölbreytt lögfráýmsum löndum. Nánar verður greint frá tónleik- unum annars staðar í blaðinu. Eftir að Hávard hafði tekið við þakkarorðum og gjöf frá F.H.U.R. var komið að því að heiðra félaga. Ég vitna beint í orð undirritaðs for- manns við það tækifæri. „Kæru félagar og góðir gestir! Fyrir hönd stjórnar Félags harmonikuunn- enda í Reykjavík vil ég þakka ykkur allan stuðningogvinnu fyrir félagið. Margir eru tilkallaðir og því er erfitt að velja þegar á að heiðra félaga. Að þessu sinni tókum við aðallega mið af formennsku í félaginu ásamt fleiri þáttum. Ég vil biðja Jón Inga Júlíusson og frú ásamt Friðjóni Hallgrímssyni og frú að stíga á sviðið. Frúnum þeirra viljum við þakka þann tíma sem þær hafa þurft að sjá af þeim með smágjöf. Það vill svo til að báðir þessir góðu félagar eru verslunarmenn og því á vel við að heiðra þá nú. Báðir hafa starfað af óeigingirni fyrir Félag harmoniku- unnenda f Reykjavík. Jón Ingi hefur sinnt formennsku um sjö ára tfmabil og auk þess hefur hann ótal sinnum spilað fyrir félagið á dansleikjum og skemmtunum innanlands sem utan, því er hann hér með gerður að heiðursfélaga Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Friðjón þekkja allir enda er hann hástökkv- arinn sem hefursinntformennsku í um nfu ára tímabil og er methafi í formennsku skemmtinefndar í 21 ár og verður að öllum líkindum áfram á þeim stað. Hann hefur líka verið ólatur að spila innanlands sem utan. Friðjón hefur verið driffjöður f mörgum málefnum og verður það örugglega áfram. Hann er hér með gerður að heiðurs- félaga Félags harmonikuunn- enda í Reykjavík. Heiðrum þessa góðu félaga með því að rísa úr sætum og klappa fyrir þeim. Takkfyrir og góða skemmtun !“ Eftir kaffið var svo samspil á svæðinu og komu þá margir með einn besta vininn á mag- anum, ýmist harmoniku eða gítarogAlma Katrín með fiðluna við vang- ann. Upphófst nú skemmtidagskrá undir berum himni, sungið og spilað, spjallað og spaugað. Svona eiga útihátíðir að vera. Grillilmur fyllti svo loftið um kvöidmatar- leytið og víða voru veisluföng. Og enn var víða spilað og sungið alveg þar til balltím- inn nálgaðist. Þá þurfti fólk að taka sig til með rakstri og varalitun. Dansleikurinn byrjaði klukkan hálf tíu og Hávard lék þar einnig fyrir dansi og kunnu dansgestir vel að meta taktinn hans og fjölbreytni í laga- vali. Fleiri stigu á stokk það kvöldið við mikinn fögnuð viðstaddra. Sunnudagsmorgunn rann líka upp heiður og fagur. Morgunmatur var snæddur undir morgunsól með harmonikutónum. Ekki amalegt að fá lifandi tónlist með morg- unmatnum. Eftir hádegið var komið að markaðnum en tímasetningin var aðeins á reiki en það kom ekki að sök. Margir komu að skoða söluvarning og harmonikur. Markaðurinn vartil klukkan hálf fjögur og þá var komið kaffi hjá flestum. Eftir kaffið hófst samspil og söngur á svæðinu en undirrituð og eiginmaður hennar fóru með Hávard að Gullfossi og Geysi. Hátíðahlaðborð að hætti Begga brást ekki ogfengum við Ijúfa og snilldarharmoniku- tóna með matnum, frá Reyni Jónassyni, Hávard Svendsrud og sfðast en ekki síst 14 Hávard Svendsrud Alma Katrín Einarsdóttir

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.