Harmonikublaðið - 01.09.2010, Side 15
frá Flemming Valmundssyni. Var
þessum hljóðfæraleikurum vel fagnað.
Nokkrir brandarar og limrur flugu.
Dansleikurinn tókst líka með ágætum
og margir biðu við dyrnar líkt og fyrri
kvöld og Friðjón sleit svo mótinu um
eittleytið.
Rigningin kom svo á mánudags-
morgun og flestir héldu heim upp úr
hádegi en aðrir seinna dags. Svæðið
var mjög fínt um sexleytið og er sómi
að umgengni okkarfólks. Hávard hafði
orð á því að það hefði verið í góðu lagi
fyrir hann að koma með konuna og
syni þeirra á þetta mót með þessu fólki
og ..glöggt er gestsaugað" segir í
gömlum málshætti.
Ég vil að lokum þakka ykkur öllum
kærlega sem komuð að mótinu með
einum eða öðrum hætti. Biðykkurvel
að lifa ogvonandi hittumst við sem
oftast f Árnesi eða annars staðar.
Elísabet H Einarsdóttir
formaður F.H.U.R.
Dansinn dunar íÁrnesi
Myndirnarsem fylgja greininni eru
teknar af Sigurði Harðarsyni.
Rekur hljóðver í Noregi
Hann heitir Sigurður Helgi Jóhannsson og
flutti til Noregs í febrúar 2009. Orsökin var
ekki einungis íslenska kreppan, heldur
langaði hann bara að prófa annað land, þvf
varð Noregur fyrir valinu. Þar er líka svo
fallegtsegirSigurðurogveðrið ersvo gott
á sumrin og miklu heitari en heima á
íslandi.
Siggi eins og hann er venjulega kallaður
var með rekstur ICR hljóðvers og útgáfu á
geisladiskum á íslandi og tók með sér allan
búnaðinn til Noregs. Nú hefur hann þegar
tekið upp einn geisiadisk í Noregi, með
hijómsveit sem hann hefur stofnað og heitir
Sigges Orkester. Með honum eru Ivar Löken
sem leikur á tvöfalda (diatóniska) harm-
oniku, Björn Haraldsson á trommur og
Jóhann sonur Sigurðar á gítar, en hann fór
utan í september, en er aftur farinn heim
til íslands tímabundið. Svo er auðvitað
Siggi sjálfur sem spilar á bassa.
Maður hættir aldrei að fikta við þetta segir
Siggi, hef fyrst og fremst gaman af þessu,
svo gefur þetta smá aukapening í vasann.
Ég hef gefið út um 10 titla heima á íslandi
síðustu 15 árin, búinn að vera í þessum
Sigurður Helgi Jóhannsson í hljóðverinu heima í Noregi
bransa alla ævi. Vann eitt sinn við þáttagerð
í sjónvarpi og lærði að taka kvikmyndir og
klippa þær til. Síðan hef ég gert öll mín
myndbönd sjálfur reglulega, hægt er að
skoða þau inná (www.youtube.com/sonny-
holy) þar er hægt að skoða flest mín mynd-
bönd þar á meðal eitt sem ég gerði með
Sigges Orkester.
Ég hef hug á að setja upp gott hljóðver hér
í Noregi bætir Siggi við, ásamt því að geta
boðið uppá tónlistarmyndbandagerð ef
menn vilja, svo er ég klár að gera öll umslög
á geisladiskana og auglýsingar til prentunar
og uppsetningar. Einnig er ég með útbúnað
til að færa gamlar plötur og snældur yfir á
geisladiska og ætla mér að nálgast forrit
og búnað til að færa gömul VHS myndbönd
yfir á DVD fyrir fólk. Hef semsagt hugsað
mér að vera með það góðan búnað til að
geta gert allt í sambandi við hljóð og mynd
sem menn vilja. Þá afrita ég alla diskana og
hanna umslög sjálfur.
Hægt er að hafa samband við Sigga til að
fá verð í pakka, upptöku, tónlistarmynd-
band, umstagahönnun ogafritun gagna og
fjölda eintaka. Siggi er búinn að vera í
mörgum hljómsveitum hér heima, sú þekkt-
asta er Afabandið sem er nánast harmoniku-
hljómsveit er hefur starfað frá árinu 1996.
Svo einnig í Kúrekum norðursins sem fyllir
nú 25 ár. Báðar þessar hljómsveitir hafa
gefið út nokkra geisladiska hver. Sigurður
segir að lokum að hann viti ekki hve lengi
hann endist í Noregi, en ætlar að sjá til
hvernig gengur að reka þetta útgáfufyrir-
tæki. Fyrir þá sem vilja er hægt að hafa
samband við hann í síma 93868370, eða
senda tölvupóst á aktionmann@hotmail.
com og komast að samkomulagi um upp-
tökur eða útgáfu á geisladiskum.
Endursagt Hilmar Hjartarson
15