Harmonikublaðið - 01.09.2010, Qupperneq 16
Pétur Bjarnason:
Saga harmonikunnar - síðari grein
Harmonikan á íslandi
í upphafi þessa greinarkorns skaltekið fram að hér er alls ekki um sögu eða sagnfræði að ræða ogvarla
heillega frásögn. Aðeins er gerð tilraun til að raða sama í stutta grein þeim heimildum, eða ágripi þeirra,
sem ég hef haft aðgang að um harmonikuna hér á landi. Ég hef notið við það aðstoðar ýmissa góðra
manna sem flestir vita mun meira um þetta efni en ég. Það erfullkomlega verðugt verkefni fyrir sagn-
fræðinga að gera þessu betri skil og fylla þar með í tónlistarsögu þjóðarinnar, en löngum virðist sem
harmonikan hafi ekki verið jafn hátt skrifuð í henni eins og hin hefðbundnu klassisku hljóðfæri.
Ekki er ekki að fullu Ijóst hvenær harm-
onikan barst fyrst til fslands. Blaðið Harm-
onikan greinir frá þýskættuðum manni,
Stillhoff að nafni, sem mun hafa leikið á
harmoniku á dansleikjum f Reykjavík um
eða fyrir 1845. Árið 1866 er vitað að hús-
freyjan að Lækjamóti íVíðidal, frú Margrét
Eiríksdóttir, leikur á harmoniku, sér og
öðrum til yndisauka.
í Tónlistarsögu Reykjavíkur er þess getið
að um 1870 hafi harmonika verið orðin
algeng á dansleikjum. Árið 1874 lék Brandur
Ögmundsson frá Kópsvatni á harmoniku
og söng jafnframt á þjóðhátíð sem haldin
var í Biskupstungum. Franskir sjómenn sem
hingað komu er sagt að hafi haft með sér
harmonikur og kynnt þetta hljóðfæri hér,
en engar heimildir hef ég þó fundið er
styðja það. Einnig er vitað með vissu að
með norskum hvalveiðimönnum á Vest-
fjörðum og Austfjörðum í lok 19. aldar og
fram á þá 20. komst allmikið af diaton-
iskum harmonikum í eigu íslend-
inga. Benedikt jr-JMjónsson á
Auðnum skrifaði nótnabókfyrir harmoniku
árið 1870, sem nefndist „Harmonika nótur
- Sálmalög". Þar er sérstök merking um
hvort draga skuli belginn sundur eða ýta
honum saman. Einnig eru tölurnar 1-8 sem
merkja númer nótna á harmonikuborðinu,
en þarna mun áttvið „einfalda" harmoniku
sem var með 8 nótum í diskant en aðeins
tveimur í bassa. í bókinni kemur fram að
Benedikt fékkst við viðgerðir á harmon-
ikum, sem bervitni um að hljóðfærið hefur
verið komið í eigu manna þar um slóðir
alllöngu fyrr.
Fullyrða má að diatonisku harmonikurnar
hafi verið notaðar á dansleikjum á síðari
hluta 19. aldar og allt fram undir miðja sfð-
ustu öld, en þá hljóðnaði yfir þeim í nokkra
áratugi. Vinsældir þeirra voru miklar, fátt
varum önnurhljóðfæri, þærléttarogþægi-
legar í flutningum og tekið hraustlega á
þeim á dansleikjum. Sagan segir að á balli
á Hesteyri hér áður fyrr hafi slitnað sundur
tvær harmonikur á sama ballinu. „Nú fór í
verra!“ sagði spilarinn þegar sú síðari fór
ogþarmeð laukdansleiknum. Spilatíminn
gat verið langur, því ballferðin gat staðið
frá mjöltum til mjalta, en hluti af þvf fór í
að komast á staðinn og aftur heim.
Voru harmonikuleikararnir yfirleitt sjálf-
menntaðir og spiluðu eftir eyranu. Fylgdi
þessu aukin fjölbreytni f skemmtanalífi
landans sem þó féll ekki öllum í geð sbr.
eftirfarandi klausu úr Þjóðólfi árið 1901:
„Því miður mun óhætt mega fullyrða, að
margtafhinu yngra fólki og þó einkum hinu
lítilsigldara, svosem allmargtvinnufólk
og lausgangararafýmsu tagi, sé
upptekið afdansleika-vafstrinu
og harmoniku-garginu. Slíkt
fólk væntir sunnudaganna og
yfirhöfuð allra helgra daga með
hinni sárustu óþreyju, þvívana-
lega eru skrípaleikar þeir, er
„böll" nefnast, haldnir hingað
og þangað í kyrnum og klefum
þessa bæjar hvert helgidags-
jón Þórðarson frummótasmidur á Reykjalundi
var einn fjórmenninganna sem smíðuðu Tónalín.
Hann erhérmedsitteintak, sem hann á ennþá
Mynd: Pétur Bjarnason
kvöld." Oft þurftu dansspilarar að ferðast
fótgangandi um langan veg, yfir fjöll og
firði, fara á hestbaki eða sjóleiðis með
harmoniku sína í poka á bakinu. Ekki fengu
þeiralltaf há laun fyrirspilamennskuna, ef
þá nokkur. Dæmi voru um að fyrir spila-
mennsku mestalla nóttina fékkst einn kart-
öflupoki. Ætla má að harmonikan hafi verið
aðal dansleikshljóðfæri íslendinga fram til
1940 og tóku menn tónlistina upp af
grammófónplötum, hlustuðu á þær og
spiluðu svo eftir eyranu.
Bókin Fiðlur og tónmannlíf íSuður-Þing-
eyjarsýslu segir frá þvf að harmonika var
notuð þarvið messur. „Þá kom harmonikan
og hljómurinn" og þrátt fyrir fábreytta tóna
einraða harmoniku, fannst fólki gott að
hafa þessa tónlist undir sálmasöng. Fleiri
heimildir benda til þess að diatoniskar
harmonikur hafi verið notaðar við messur,
t.d. á Austfjörðum. Sem betur fer eru enn
fáeinir sem halda tryggð við þetta gamla
og góða hljóðfæri og spila sumir ekki á
annað. Flestir harmonikuunnendur þekkja
til dæmis fjörkálfinn Friðjón Hallgrímsson
sem hefur haldið þessu merki hátt á lofti
um langt árabil.
Krómatfskir hljómar voru fyrst settir í harm-
oniku um 1850, en áttu þá eftir að þróast
frekar. Hingað til lands komu krómatískar
harmonikur líklega ekki fyrr en undir 1920.
Jóhannes Jóhannesson segir Norðmann
hafa komið að Álafossi með krómatfska
harmoniku á árunum 1915-19 og hann
keypti sjálfur slíka skömmu síðar f Fálk-
anum. Hann var farinn að spila með Bern-
burgárið 1924. Fyrsta harmonika Jóhann-
esar Jósefssonar frá Ormarslóni var keypt
af norskum síldarsjómanni 1924, en þá
sagði Jóhannes að til væru fleiri króma-
tískar harmonikur á Raufarhöfn, einnig
keyptar af Norðmönnum. Sumirsögðu þær
hafa verið f öðru hverju húsi þar á þessum
árum!
Talið er að fyrstu Cassottoharmonikurnar,
hafi komið til íslands um áramótin 1948-49.
Þetta voru tvær hnappaharmonikur og tvær
píanóharmonikur, frá Marino Pigini á Ítalíu.
Sigurður V. Jónsson, „Siggi Valli“ keypti
aðra píanóharmonikuna. En þærvoru dýrar
16