Harmonikublaðið - 01.09.2010, Page 17

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Page 17
þá eins og löngum sfðar. Þessi harmonika kostaði um 6.000 krónur. Tilsamanburðar var mánaðarkaup verkamanns þá um 800 krónurognýrWillysjeppi kostaði um 9.000 krónur. Algengt var að fá 250 krónur fyrir að spila á venjulegu balli að sögn Sigurðar í viðtali við Harmonikublaðið. Eftir að krómatískar harm- onikur komu til sögunnar urðu vinsældir þeirra miklar og þá á kostnað hinna dia- tonisku. Harmonikan var mikið notað hljóðfæri fram eftir öldinni bæði sem eina hljóðfærið á dansleikjum og í hljómsveitum. Menntun harmonikuleikara, sem og hljóðfæraleikara almennt, tók miklum framförum og æ fleiri spiluðu eftir nótum. Einnig var áhrifa erlendra tónlistarmanna farið að gæta í meira mæli en áður. Margir telja að fyrra blómaskeið harmonikunnar hérlendis hafi verið frá þriðja áratug síð- ustu aldar og fram á hinn fimmta, en hið síðara sé rétt að hefjast! Þeir Haraldar Björnsson málari á Húsavík og Marinó Sigurðsson bakari þar lögðu af stað f tónleikaferð með Esjunni í lok októ- ber 1929. Þeir héldu tónleika á Akureyri, ísafirði og í Stykkishólmi. Þegar til Reykja- vfkur kom héldu þeir þrenna tónleika í Nýja bíó og spiluðu einnig á dansleikjum víða í borginni. Svo villtil að ferðasagan erskráð á tónstokka í harmoniku Haraldar sem er nr. 82 í safni Ásgeirs S. Sigurðssonar á ísafirði. Árið 1931 fóru þeir aftur í hliðstæða ferð, en þá var kreppunnar farið að gæta og aðsókn minni. Til stóð að þeir félagar lékju á Alþingishátíðinni 1930 en ekki varð af því. Þeir sem fengnir voru í stað Húsvíkinganna voru hinn sænski Herman Gellin og Daninn Ernst Borgström. Þeir voru frægir víða um lönd um þetta leyti og fóru líka með Esjunni kring um landið og héldu tónleika á viðkomustöðum hennar við fádæma góðar undirtektir. Tónlist þeirra ertilá hljómplötum og koma þeirra hingað til lands vakti áhuga á harm- onikuleiknum. Með stríðsárunum komu nýir straumar hingað. Útvarpstækni fór batnandi ásamt því að segulbandið kom til sögunnar. Hljómflutningstæki urðu almennings- eign. íslenskir harmonikuleikarar urðu stöðugt betur menntaðir og alltafvoru ungir menn að koma fram á sviðið. í september árið 1938 kvað sér hljóðs ungur drengur Bragi Hlíðberg að nafni og blés til tónleika í Gamla Bíó aðeins 14 ára að aldri. Bragi hélt síðan vestur um haf tilfrekara náms íharm- onikuleik. Bragi er einn þekktasti harm- onikuleikari íslendinga ogvarsíðarvalinn harmonikuleikari aldarinnar af lesendum Harmonikublaðsins. Hér má líka nefna Einar Sigvaldason, sem fór til Danmerkur ogvarð sigurvegari ílands- keppni harmonikuleikara þar í landi nokkru fyrir stríð. Hann fluttist svo hingað heim, spilaði með Eirfki á Bóli og ferðaðist um landið með töfra- manni nokkrum. Annar þekktur harmonikuleikari var Lýður Sigtryggsson. Lýður stundaði nám í harmonikuleik í Noregi og árið 1946 sigraði hann í Skandinavísku harmon- ikukeppninni og hlaut þar titilinn Harmonikumeist- ari Norðurlanda. Einnig sigraði Grettir Björnsson í Kanadísku harmonikukeppninni árið 1950 og var um áratugaskeið einn af albestu spilurum okkar. Hérverðurslepptað geta margra hinna yngri sniilinga, en þar væru margir kallaðir ef gert yrði. Ormarslónsbræður, Jóhann Óskar og Þorsteinn Pétur Jósefssynir, fóru í tónleika- ferðir um landið 1938 og aftur 1945 og fengu góðar móttökur, en Jóhann samdi einniglögogkenndi mörgum harmonikuleik, m.a. Karli Jónatanssyni, Jóni Hrólfssyni, Ágústi Péturssyni og síðar Einari Guðmundssyni. Norski harmonikuleikarinn ToralfTollefsen og hinn bandaríski John Molinari komu hingað til lands snemma á sjötta áratugnum og höfðu mjög mikil áhrif á íslenska harmonikuleikaraogáhuga- menn. Tollefsen fór m.a. vítt um landið og hélt tónleika við miklar vin- sældir. Harmonikusmíði varð aldrei atvinnugrein hér en tilraunir í þá veru fóru þó fram, m.a. til að reyna að þróa betri nótnaborð. Fjórir áhugamenn gerðu harmoniku með sérstæðu nótnaborði, þarsem reyntvarað sameina hnappa- og píanóborð. Þetta var gert að frumkvæði Jóhannesar Jóhannes- sonar, harmonikuleikara, sem einnigvar lagahöfunduroggerðivið harmonikur. Nið- urstaðan varð nokkuð góð en ekki varð af fjöldaframleiðslu. Harmonika þessi fékk nafniðTónalín, en sýntvarfram á það með grein íHarmonikublaðinu nokkru síðarað einkaleyfi á nótnaborði sem leiteins útvar gefið út í Bandaríkjunum löngu áður en Tónalín varð til. Ekki er þó vitað hvort þau voru sambærileg. Fyrsta harmonikufélagið var stofnað árið 1936, var það Félag harmonikuleikara í Reykjavík. Til að fá inngöngu þurfti að gangast undir próf hjá sérstakri prófnefnd. Félagið fjallaði m.a. um kjaramál harm- onikuleikara og stóð fyrir fyrstu harmoniku- keppni hérlendis 1939, þar sem Bragi Hlíðberg bar sigur úr býtum. Félagið logn- aðist líklega út af 1940 eða 1941. Merkið var hins vegar hafið að nýju 8. sept- ember 1977 þegar Félag harmonikuunn- enda í Reykjavík var stofnað, að frumkvæði Karls Jónatanssonar. Þetta var félag áhuga- manna um harmonikuleik og engin próf þurfti til að fá inngöngu. Þetta virkaði sem vítamínsprauta. Næsta árvarstofnað Harm- onikufélag Þingeyinga og síðan var stofnað eitt félag á ári að jafnaði næsta áratuginn. Samband íslenskra harmonikuunnenda var svo stofnað 1981 til að vera sameiginlegur vettvangur félaganna, en þau eru nú 16 talsins. Þessi félög og landssamtökin hafa á þessum tíma unnið mikið og þarft starf við að glæða áhuga almennings á harmonikunni að nýju, ásamt því að stuðla að menntun harmonikuleik- ara ekki síst þeirra sem yngri eru. Haldin hafa verið landsmót harmon- ikuleikara þriðja hvert ár sfðan 1982, en fyrsta mót SÍHU var haldið í Reykja- vík, 4.-7. júníþaðár. Landsmótin hafaverið vettvangur félaganna og harmonikuleikarar og sveitir á þeirra vegum fá þar tækifæri til að koma fram. Næsta sumar verður lands- mótið að Hellu. Sömuleiðis hafa verið haldin mót hinna yngri, þó það hafi ekki verið jafn reglulegt og tvisvar hefur verið efnt til harmonikukeppni að fyrirmynd fyrsta félagsins. Þá eru haldin harmonik- umót að frumkvæði félaganna víðs vegar um landið flestar helgar á sumrin. Hér verður að láta staðar numið að sinni. Margt er þó ótalið, s.s. nöfn og frásagnir af góðum harmonikuleikurum, einstökum merkisatburðum ogfjölmargt fleira. ístuttri samantektverðurað fara þessa leið, stilda á ýmsum atburðum en sleppa öðrum. Þá fer ekki hjá því að eitthvað hefur fallið niður sem hér ætti að vera. Fyllri og betri frásögn bfður söguritunarinnar, sem von- andi hefst fyrr en síðar. Helstu heimildir: Bladid Harmonikan, ýmsirhöf- undar, gagnasafn Mbl., Nygammalt, fródleikur af Veraldarvefnum, upplýsingar og gögn frá ÁsgeiriS. Sigurðssyni, einnig Ólafi Þ. Kristjáns- syni og Þorsteini Þorsteinssyni. Aukþess ábend- ingarfrá fjölmörgum öðrum. Myndirnar á þessari síðu eru frá harmonikusafni Ásgeirs S. Sigurðssonará ísafirði. j. • • • • • • ••*•••. Fyrsta harmonika Lýds Sigtryggs- sonarsem varð Nordurlandameist- ari í harmonikuleik 1946 Tónstokkar úr harmoniku Haraldar Björnssonar þarsem viðkomustaðir úr hringferðinni með Esju eru skráðir Faðir jóhanns ó Ormarslóni keypti þessa harmoniku fyrir hann árið 1924. Þá varjðhann 14 ára gamall 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.