Harmonikublaðið - 01.09.2010, Page 18
Viðtalvid Hrein Halldórsson
Viðtal blaðsins er ad þessu sinni vid hinn landsþekkta kúluvarp-
ara og sérstakan áhugamann um framgang harmonikunnar og
harmonikuleik, Hrein Halldórsson.
Hvar og hvernig kynntist þú harmonik-
unni og hvað varð til þess að þú fórst að
spila á harmoniku?
Ég var á unga aldri þegar ég kynntist fyrst
harmonikuteik og þar var helsta fyrirmyndin
Steingrímur heitinn Loftsson sem bjó á
Stað í Steingrímsfirði. Ég eignaðist fyrst
harmoniku 16 ára gamall og fór að spila
mértil ánægju þó getan væri lítil. Þess
má geta að á Hrófbergi við Steingríms-
fjörð, en þar ólst ég upp, var tónlistin
iðkuð af fingrum fram á harmoniku og
orgel sem ég stalst stundum í. Fyrsta
skiptið sem ég spilaði á harmoniku utan
heimilis vará skólaskemmtun á Hólma-
vík, þá 13 ára gamall. Þetta fannst mér
sjálfum töluvert afrek þar sem ég kunni
ekkert að spila en fékk leiðsögn hjá
góðum harmonikuleikara á Hólmavík
sem gerði það að verkum að ég gat
þetta skammlítið og slapp við að fara
að marki út af laginu. Næstu árin æfði
ég mig án tilsagnar og spilaði stundum
á böllum með hljómsveitum sem vildu
hafa harmoniku með eða inn á milli.
Þegar ég var 18 ára keypti ég mér gítar
og lagði harmonikunni að mestu enda
ætlaði ég að gerast mikill gítarleikari og
komst það langt að ég var orðinn betri
á gítarinn en harmonikuna. Til marks um
það þá fórégyfirá gítarinn efmigvant-
aði hljómavið harmonikuleikinn. Ég átti
gítarinn f um tvö ár en áttaði mig þá á
þvf að líklega væri harmonikan meira
við mitt hæfi og seldi þvf gftarinn og hef
ekki iðkað gítarleik síðan.
Hvert varð svo framhaldið á
tónlistariðkuninni?
Um tvítugt fór ég óvænt að iðka íþróttir
og þar með varð Iftið úr harmonikuleik
vegna strangra æfinga og mikillar vinnu en
þarna var ég að vinna í byggingarvinnu og
síðan við akstur strætisvagna hjá SVR. Ég
æfði talsvert mikið og náði góðum árangri
sem varð þess valdandi að árið 1977 varð
ég Evrópumeistari í kúluvarpi. Á þessum
árum má segja að ég hafi verið með fjöl-
miðlana á hælunum og einhverra hluta
vegna var ég beðinn að spila lag á harm-
onikuna í þætti í sjónvarpinu sem var svo
sýndurum áramótin 1977/1978. Þetta varð
til þess að ég tók sprett í að æfa argen-
tínskan tangó og komst þokkalega frá
honum með aðstoð Magnúsar Ingimars-
sonar og hljómsveitar hans. Þar með varð
Ijóst að éghafði gaman af að spila á harm-
oniku og það leið ekki á löngu að mér var
boðið í nýstofnað félag um harmonikuna í
Reykjavík. Ég held að ég hafi mætt tvisvar
á fundi hjá félaginu, fannst of mikil athygli
á mér og mætti því ekki meir.
Síðan flytur þú austur f Egilsstaði 1982
og tekur til við tónlistina aftur?
Þegarljóstvarað íþróttaferlinum væri lokið
þá var ákveðið að yfirgefa borgina, flytja
til Egilsstaða og sjá til hvernig gengi og hér
erum við enn. Hvað tónlistina varðar þá
leið ekki langur tími þar til ég kynntist
harmonikumönnum hér.
Þú tekur sfðan þátt í þvf að stofna Harm-
onikufélag Héraðsbúa?
Já, reyndar kom ég aðeins þar að ásamt
góðum mönnum. H.F.H. eða Harmoniku-
félag Héraðsbúa var stofnað 30. mars 1984.
Félagið stóð fljótlega fyrir samæfingum og
kennslu sem var kærkomið fyrir þá sem
Iftið kunnu eins og ég. Þarna byrjaði ég að
læra nótnalestur og f framhaldi af þvf að
breyta fingrasetningu, sérstaklega á bass-
ann. Ég hef setið í stjórn H.F.H. bæði sem
gjaldkeri og formaður. Þá var ég í lands-
mótsnefnd fyrir landsmót S.Í.H.U. hér á
Egilsstöðum 1993 með þeim ágætu
mönnum Guttormi Sigfússyni, sem þá var
formaður H.F.H. og Jónasi Þór Jóhannssyni,
núverandi formanni S.Í.H.U.
Þú varst einn af aðalhvatamönnum að
því að halda lagakeppnir hjá Harm-
onikufélagi Héraðsbúa?
Það er rétt enda dæmdist á mig að halda
utan um þessar keppnir sem var þó
nokkur vinna en mjög skemmtileg og
gefandi. Lagakeppnirnar urðu mjög
vinsælarogein meginstoð H.F.H. Keppn-
irnar urðu alls 9 ef með er talin laga-
keppnin á landsmótinu 1993. Sú fyrsta
var haldin 1992 og sú síðasta 2003. Þær
tvær síðustu voru reyndar smærri að
sniðum og nefndust „Lag kvöldsins".
Þessar lagakeppnir höfðu allt að segja
fyrir lagahöfunda og ekki síður fyrir alla
þá gesti sem mættu á keppnirnar sér til
ánægju. Þá má nefna útgáfu á diskum
og snældum með lögum sem komu út
úr lagakeppnum félagsins. Útgefin lög
eru á sjöunda tuginn. Draumsýn var
gefin út 1992,/í tauginni og /skýjunum
1996, Bærinn okkar 1997 og Útspil 2004
sem var gefinn út í tilefni af 20 ára
afmæli H.F.H. Þegar þessum þætti f starfi
félagsins lauk þá fór að halla undan fæti
í allri starfsemi þess og nú má segja að
félagið lifi af gömlum vana þó margir
geri sitt besta. Það sem þarf til að starf-
semi blómstri er að mfnu viti kraftmikil
stjórn með ákveðin markmið til langs
tíma og verkefni sem höfða til sem
flestra. Þá þarf að ná sem flestum í sam-
spil sem hæfir getu og leiðir til framfara
yngri sem eldri. Verði ekki endurnýjun
þannig að ungt fólk komi í félögin þá er
ekki spurning um hvort, heldur hvenær
starfið fellur um sjálft sig.
Þú varst formaður Landsmótsnefndar HFH
1993. Hvers er helst að minnast frá þeim
tfma?
Eins og áður er sagt þá sá H.F.H. um lands-
mót S.Í.H.U. 1993. Að mínu mati þá tókst
mótið vel. Þarna fór fram fyrsta lagakeppni
á landsmóti en vonandi ekki sú síðasta.
Sumum fannst þetta kvöð á félögin en ég
er viss um að fleirum þótti þetta góð til-
breyting og ýtti undirstarfsemi félaganna.
Svona keppni ætti að vera fastur liður á
18