Harmonikublaðið - 01.09.2010, Síða 19

Harmonikublaðið - 01.09.2010, Síða 19
landsmóti. Framkvæmd ogfyrirkomulager eitthvað sem þyrfti ekki ad vera eins milli móta. Við sem vorum í undirbúningsnefnd mótsins ákváðum að höfða til unga fólksins og fengum því okkar ágæta félaga Eyþór H. Stefánsson, lækni í Gautaborg, til að velja fyrir okkur unga harmonikuleikara. Niður- staðan varð sú að til Egilsstaða komu þeir Daniel Isaksson frá Svíþjóð ogTatu Kant- omaa frá Finnlandi sem landsmenn þekkja vel fyrir snilli sína, fágaða spilamennsku og framkomu sem aðeins meisturum er töm. Þó seint sé þá vil ég þakka Eyþóri fyrir alla hans hjálp og smekkvísi. Án hans er alls óvfst að Tatu hefði náð að auðga tilveru okkar harmonikumanna. Þarsem égvarvanuríþróttaiðkun ogtíma- setningum sem þurfa að standast þá var sett sem markmið að allir þættir væru negldir niður á tíma; byrjuðu á réttum tíma og lyki einnig á réttum tíma. Þetta vorum við búnir að reyna í lagakeppnum okkar og vissum því nokkuð hvað þyrfti að vera í lagi til að tímar stæðust. Eitt það mikilvægasta var röggsamur stjórnandi á sviði sem Jónas Þór leysti með sóma ásamt því að stjórna sviðsmönnum. Það er mín meining að vel hafi tekist til og á þessu móti hafi verið sýnt fram á aðalltyfirbragð mótseránægjulegra fyrir alla ef allt rennur liðlega áfram á réttum tíma. Enda hafa landsmótin frá þeim tíma borið þess merki að þessi þátturertekinn til greina og er það vel. Þú varst ritstjðri Harmonikublaðsins um nokkurt skeið? Þaðerréttjónas. Þannigvarað égtaldi mig bera nokkra ábyrgð á að þú gafst færi á þér til formanns S.Í.H.U. Þar sem þú varst kos- inn íþetta mikilvæga embætti þátókégað mér að sjá um útgáfu blaðsins í þrjú ár. Það að gefa út svona sérhæft blað, blað sem á að þjóna ákveðnum aðdáendum harm- onikutónlistar, er þó nokkuð mál. Blaðið á að vera eins konar tengiliður fólks vftt og breitt um landið þar sem félögin kynna starfsemi sína og viðra hugmyndir og drauma harmonikunni til framdráttar. Einnig á blaðið að koma á framfæri fréttum úr hinum stóra heimi sem tengjast hljóð- færinu. Þá er alltaf áhugavert að fá nýtt lag í blaðið. Sfðan er gott að hafa annað létt- meti með sem lyftir geði. Allt þetta reyndi ég að gera með misgóðum árangri. Mér fannst einna erfiðast að ná upplýsingum frá sumum félögum. Sumum fannst að þeirra félag væri ekki að gera neitt merki- legt og því ekki frá neinu að segja. Meðan aðrirvoru alltaf lifandi og höfðu frá nógu að greina. Staðreyndin er sú að þótt fólki finnistfrá litlu að segja í eigin félagi þá geta það samt verið áhugaverðar fréttir fyrir aðra og sýnir að félagið er virkt. Annars átti ég mjög góð samskipti við allt það góða fólk sem ég leitaði til. Meðan ég sá um blaðið þá sá ég um alla þætti þess: efni, prentun, rekstur, auglýsingar og áskrif- endur. Allt þetta krefst tfma, ekki síst að halda utan um áskrifendur; þeirfái blöðin og jafnframt greiði árgjaldið. Þannig er að nokkur félög greiða áskrift sinna fétaga. Þannig er allt eftirlit einfaldara og betri skilvirkni árgjalda. Eitt virtist vera ákveðið lögmál, það er þegar fólk flutti og breytti um heimilisfang, þá láðist mörgum að láta vita og þar af leiðandi fékk ég blöðin til baka, þurfti að grafa upp nýtt heimilisfang og senda blað á ný. Auglýsingaöflun gekk upp og niður enda markaðurinn ekki stór. Þegar ég lít til baka þá var útgáfa blaðsins stundum tímafrek en skilur eftir sig góðar minningar og gaman að hafa fengið að kynnast útgáfu blaðsogöllu þvígóðafólki sem ég leitaði til innan sem utan harm- onikufélaganna. Hvernig sérð þú starf harmonikufélag- anna og landssambandsins þróast í fram- tíðinni? Hér fyrr í þessu viðtali minntist ég á starf- semi H.F.H. og hvað þyrfti til að viðhalda henni. Þetta á að sjálfsögðu við önnur félög. Það þarf að hafa sýn til ákveðins tíma sem miðast við að gera sífellt betur. Við- hafa jákvæða gagnrýni og leita leiða til að sem flestir nái að njóta sín. Félögin eiga ekki að vera einkaklúbburfárra manna sem sjá ekki nema það sem hentar þeim. Töfrar harmonikunnar eru það fjölbreyttir að ein skoðun dugar ekki til að ná til allra þeirra sem aðhyllast hana. Eitt af því góða sem félögin hafa gert, þar á meðal H.F.H., er að gefatónskótum harmonikurtilaðýta undir kennslu á hljóðfærið. Það sem vantaði hins vegar lengi vel í sumum skólum var að harmonikan fengi sama vægi til kennslu og önnur hljóðfæri. Það var t.d. ekki harm- onikunni til framdráttar að sýna nemanda á píanói hvernig ætti að spila á harmoniku. Sem beturfer hefurorðið fjölgun á hæfum kennurum þó vfða megi enn gera betur. Ég teldi til bóta að meiri samvinna næðist á milli skólanna ogfélaganna þannigað nem- endurtengdust meira félögunum og starf- semi þeirra. Með því mætti virkja þetta unga fólk, nýta það og hugmyndir þeirra til góðra verka og þar með auka félagslega færni sem er af hinu góða, hver sem á f hlut. Landsambandið, S.Í.H.U. er aðeins topp- urinn afísjakanum sem erfélögin sem að því standa. Það verður aldrei betra eða verra en aðildarfélögin. Til að sambandið skili hlutverki sínu þurfa aðildarfélögin að sýna vilja sinn íverki með jákvæðni til hug- mynda sem fram kunna að koma og vera tilbúin að taka að sérverkefni sem þeim kunna að vera falin. Þar má t.d. nefna að til að halda landsmót þurfa einhverjir að leggja nokkuð á sig til að komast frá því á viðunandi hátt. Og ekkert landsmót er haldið nemafélögin haldi utan um sittfólk sem skilar sér m.a. í samspili og eða ein- leik. Það gerist ekki neitt án vinnu. Hug- myndir sem kvikna ífélögunum eiga að rata til stjórnar sambandsins og koma síðan vonandi til baka fullmótaðar til fram- kvæmda. Síðan er ákveðnu félagi eða félögum falið að framkvæma verkið sem fylgt er eftir af stjórn S.Í.H.U. Þetta heitir samvinna. Til að framkvæma þarf peninga. Aðaltekjur sambandsins hafa komið frá landsmótunum en þetta mun hafa brugðist nokkuð. Það er því Ijóst að sýna þarf hag- sýni í öllu sem gert er til að starfsemin gangi. Hvað telur þú að gæti ef It starf félaganna og landssambandsins mest? Ég minntist áðan á samvinnu félaganna og tónskólanna. Aukin samvinna hvetur félögin ekki síður en skólana til að gera enn betur og þar kem ég að keppnum ungmenna. Ég lít svo á að þær séu af hinu góða. Tónskólar sem og aðrir sem kenna á harmoniku skipu- leggja námið og aðstoða nemendur til að ná ákveðnum markmiðum eins og að taka þátt í keppnum eða að koma fram á lands- mótum. Allt eflir þetta starf félaganna, sam- bandsins og skólanna sem skilar sér f hæf- ari einstaklingum og fjölbreyttara starfi. Fyrir mig eru keppnir og mót eðlileg til að auka færni og ná árangri. Þar fyrir utan kynnist fólk öðrum sem eru að fást við svipað efni. Þeir sem ná árangri verða síðan til þess að eftir þeim er tekið sem ýtir þá jafnvel við öðrum og hvetur til dáða. Ég hef reyndar ekki fastmótaða skoðun á hversu oft er heppilegt að hafa mót - ung- lingalandsmót - eða keppnir ungmenna. Ég hef verið með spurningu um hvort ger- legt væri að hafa unglingalandsmótin til hliðarvið hefðbundnu landsmótin. Einnig mætti hugsa sér unglingalandsmótin árið á undan og keppnir ungmenna kæmu sfðan inn í dagskrá hefðbundnu landsmótanna. Ég hef áður minnst á iagakeppnir á lands- mótum. Slíkar keppnir gætu einnig verið sem keppnirungmenna. Einnig hef ég alltaf haft áhuga á að efnt væri til lagakeppni ungmenna innan félaganna. Eitt skilyrði væri settogþaðværi að lágmarkein harm- onika kæmi við sögu. Eins og allir vita þá getur harmonika komið til greina í alls konar lögum. Markmið með þessu væri að efla þátt harmonikunnar í ýmiss konar tónlist og þar með að sem flestir átti sig á möguleikum hennar. Með lagakeppnum er stuðlað að framgangi hljóðfærisins og auknum áhuga lagahöfunda sem og þeirra sem njóta harmonikutónlistar almennt séð. Keppnirskapa einnigverkefni fyrirsamspil og einleik auk annarra möguleika sem kunna að koma í Ijós. Öll þessi verkefni gætu stuðlað að auknum áhuga fólks, eldri sem yngri, á harmonikunni og framgangi hennartilframbúðar. Að lokum þá vona ég að fjölbreyttir tónar harmonikunnar fljúgi sem víðast og nái að gleðja sem flesta. 19

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.