Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 2

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Side 2
Ávarp formanns Kæru hamonikuunnendur Frá síðasta pistli sem ég skrifaði í blaðið er það helst að við héldum aðalfund sam- bandsins að Hótel Örk f Hveragerði í boði Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Aðstaða og aðbúnaður var til mikillar fyr- irmyndar og ber að þakka félaginu fyrir gott skipulag og aðbúnað allan. Fundurinn var starfsamur, fram fóru líflegar umræður um þau mál sem voru á dagskrá ogákvarðanirteknarsem hafa áhrif á starf sambandsins ogfélaganna á komandi ári. Þar ber hæst þá ákvörðun að falla frá unglingalandsmótum sem hafa verið haldin undanfarin ár og stefna heldur að því að unga fólkinu verði skapaður vett- vangur á landsmóti á komandi vori í sam- ræmi við eftirfarandi tillögu. Við undirritud gerum tillögu um þad ad á næsta landsmóti 5ÍHU 2011 og til framtíðar verði ungmennum fundinn góður tími í dagskrá mótsins. Einnig gerum við tillögu um það að mótið verði gert meira aðlað- andi fyrir ungmennin. Að sjálfsögðu er þetta hið besta mál og ég vona að þetta verði öllum til góðs og að aðildarfélögin séu nú á fullu að hvetja unga harmonikuleikara til þátttöku á lands- móti ívor, annað hvort í samspilshópum eða sem einleikara, sem er þá ífullu sam- ræmi við vilja aðalfundar. Gangi þetta eftir sjáum við mörg ný andlit á landsmóti í vor. Ég er þess fullviss að takist þetta og unga fólkið sé þessu fylgjandi höfum við gengið til góðs þar sem ég held að eitthvað kyn- slóðabil í tónlist og samkomuhaldi sé engum til góðs, enda get ég ekki séð að einhver ákveðin gerð af tónlist hæfi ein- hverjum sérstökum aldri harmonikuleikara þó að ýmsir ef til vill telji svo vera. Einnig var sú ákvörðun tekin að halda keppni í harmonikuleik þriðja hvert ár en ekki árlega eins og við höfðum upphaflega reiknað með að gert yrði. Það var álit margra málsmetandi aðila að álagið sem fylgdi keppni væri mikið og var það aðal- ástæðan fyrir þessari samþykkt. Það kom fram hjá aðildar- félögum sem hafa unnið að ungmennastarfi í leik- og grunn- skólum að þau telja að þar hafi umtalsverður árangur náðst í kynningu á harmonikunni sem er auðvitað gott málogégvil nota tækifærið að hvetja félög til að gera meira í kynningarmálum og í þvf að laða bæði börn og foreldra að starfsemi harmonikufélaganna f landinu. Nokkuð var rætt um útgáfu harmoniku- blaðsins en sá árangur hefur náðst að útgáfa þess stendur undir sér og formenn og fulltrúar virtust almennt ánægðir með blaðið og efnistök þess. Hins vegar var rætt talsvert um heimasíð- una en að mínu viti virkar hún alls ekki nægilega vel og er alls ekki nógu mikið notuð af fólki og félögum. Hver ástæðan er fyrir þvíveit égað vísu ekki en sting upp á að síðan verði opnuð þannig að fleiri geti skrifað inn á hana án þess að fara í gegnum vefstjóra, einskonar blogg og vita hvort að hún lifnar ekki við en ég veit að margir eru mér algjörlega ósammála um þetta en ég get ekki skilið að ekki megi prófa ogsjá hvernigtiltekst, ef illa gengur er málið bara að loka aftur. Sama á við með að setja inn á hana myndir úr starfi félaganna. Það skoða ekki margir sfðu sem ekkert breytist frá degi til dags. Áfundinum fór fram góð kynning á lands- móti sem verður haldið á Hellu í umsjón Harmonikufélags Rangæinga ogégtrúi því að þar verði vel að undirbúningi öllum staðið ogvið lítum þarglæsilega aðstöðu og landsmót næstavor. Þann 9. október sótti ég afmælishátið Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en.félagið varð 30 ára gamalt. Afmælishá- tíðin var öll hin glæsilegasta og mikið um að vera. Jafnframt ákvað stjórn SÍHU að veita fyrrverandi landssambandsformanni Jóhannesi Jónssyni viðurkenningu fyrirvel unnin störf í þágu okkar allra. Hátið Ijóss og friðar, jólin, nálgast óðum og brátt er árið 2010 liðið f aldanna skaut. Ég vil þakka öllum stjórnarmönnum SÍHU svo ogöllum öðrum harmonikuunnendum fyrir samstarfið á árinu og vona að árið 2011 megi verða gott harmonikuár og okkur öllum til blessunar. Gleðileg jól! Jónas Þór Verkstæði til alhliða viðgerða á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Hafið samband við Guðna í síma 567 0046. Harmonikuþjónusta Guðna

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.