Harmonikublaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 17
Nýr geisladiskur Út er kominn geisladiskur ásamt nótnahefti með lögum Ágústar Péturssonar. Þetta er diskur sem allir harmonikuunnendur ættu að eignast. Ágúst Pétursson var einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum og eftir hann liggur fjöldi vinsælla dægurlaga. 1 *.* i •"» Það er Metúsalem-útgáfan sem gefur út þennan disk og hægt er að nálgast hann ásamt nótnahefti hjá Hörpu Ágústsdóttur í síma 699 6268. e,lL Grein birt í Dragspelsnytt 2/2010: David Wahlén í óperu eftir Gísla Jóhann Grétarsson Tónskáldið Gísli Jóhann Grétarsson er í kandidatsnámi í tónlist við Tónlistarháskólann í Piteá (Norður-Svíþjóð) undir leiðsögn Jan Sandström, prófessors. Gísli Jóhann hefur nýlega lokið við að semja annað óperuverk sitt á aðeins nokkrum árum. Gísli Jóhann hefur sjálfur samið umgjörð óperunnar, sem hann nefnir ör-óperu. Þær kröfur eru gerðar til ör-óperunnar að sýningin taki að hámarki 40 mín., að söngvararnirséu ekki fleiri en fjórir, og hljóðfæraleik- arar ekki fleiri en fimm. „Eins og hefð- bundin ópera, en aðeins styttri", eins og hann sjálfur orðar það. Nýjasta frumsamda óperan hans heitir Dimmalimm - Create your own destiny, og innblásturinn kom frá þjóðsagnarminninu um Dimmalimm. í hljómsveitinni voru fimm hljóðfæra- leikarar sem spiluðu á samtals níu hljóðfæri. Við frumflutning í Piteá þann 23. apríl sl. stjórnaði tónskáldið sjálfur óperuhljómsveitinni. Kjell- Peder Johannson sviðsetti sýn- inguna. Ljúft er fyrir tónlistarmenn og unn- endur harmonikutónlistar að ný ópera sé samin að stórum hluta með þessa tónlist í aðalhlutverki. í undirbúningsferlinu vann Gísli tölu- vert með sveigjanleika harmonik- unnar til að spila bæði með eigin tónum svo og öðrum hljóðum sem hægt er að skapa með hljóðfærinu. Vegna smæðar hljómsveitarinnar fundum við fljótlega þá lausn að láta harmonikutónlistina hljóma sem stef eða öllu heldur hljómgrunn og önnur hljóðfæri bættust svo eðlilega við, hvert með sínum hljómi. Óperan var, eins og að ofan er getið, frumsýnd 23. aprfl í Blackbox, Studio Acusticum í Piteá. Önnur sýning var haldin strax næsta dag ásamt sýn- ingu fyrir skólanemendur í Skellefteá þann 27. april á þessu ári. Meira um óperuna á www.miniopera.se Grein þýdd afBjörg Juhlin.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.