Harmonikublaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 10
- Undir 1970 var ég nánast alfarið búinn að leggja harmonikuna á hilluna og hafði ekki átt nikku í nokkur ár, hafði skipt þeirri sfð- ustu út fyrir eitthvert annað hljóðfæri, líklega í Tónabúðinni. Sjálfsagt hefði þessum kafla í lífi mfnu verið lokið ef þessi elska hún Unnur hefði ekki tekið sig til, farið og keypt flotta nikku og gefið mér og það fæ ég seint fullþakkað henni, frekar en svo margt annað í okkar bardúsi saman. Ég hafði svo sem stundum ætlað mér að fá mér nikku aftur, en það hafði ekki orðið af því og hefði sjálfsagt ekki orðið og þá væri ég nefnilega ekki á þessum stað f líf- inu, ef Unnur hefði ekki tekið tilsinna ráða, nákvæmlega þegar þess þurfti með og þú sérð náttúrulega að maður forsmáir ekki svona gjafir og aldeilis ekki ef þær eru nú frá elskunni manns, segir Alli, sem alls- hugar ánægður endurnýjaði gömul kynni og hefur ekki sett sína góðu vinkonu, - allt frá sjö ára aldri, - til hliðar síðan. Félög harmónikuunnenda, lagasmíðar og plötur Alli ísfjörð gerðist strax þátttakandi f Félagi harmonikuunnenda f Reykjavík árið 1977 og var einn af stofnendum þingeyska félagsins, þess næsta sem var stofnað '78, en síðan þá hafa félög verið stofnuð vfðs- vegar um land, alls 15 starfandi og núna er hann félagi og spilar bæði með þingeyska og skagfirska félaginu. Alli starfaði sem undirleikari með karlakórnum Hreimi í Þingeyjarsýslu um nokkurt skeið og flakk- aði með Hreimsfélögum þæði innanlands og utan ogfluttur í Skagafjörðinn starfaði hann eitt ár með karlakórnum Heimi í sér- stökum verkefnum. Aðspurðurum lagasmíðarsfnarvillAlli ekki ræða þær neitt sérstaklega, segist að vfsu hafa fengist við þetta af og til og jú fengið allnokkrar viðurkenningar fyrir lögin sfn, bæði á vettvangi SÍHU og fleiri aðila og á öllum landsmótum frá upphafi hefur Alli ísfjörð verið þátttakandi. - Ég spilaði inn á fyrstu plötuna 1979 með Reykjavíkurfélaginu, það var eitt lag eftir mig, en síðan var það 1984 að við Jón Hrólfsson gáfum út plötu, þarsem við spil- uðum lögúrýmsum áttum, en síðan spilaði ég inn á tvo diska með karlakórnum Hreimi. Árið 2000 kom diskur með mínum lögum í þland við lög annarra og þann disk kallaði ég í Ásbyrgi og er hann að ég held ófáan- legur núna. Það var svo þegar ég varð sextugur að ég gaf út annan disk sem ég kallaði Sumarstemningu ásamt með nótna- hefti með öllum mínum lögum. Árið 2005 fluttu þau hjónin Unnur og Alli frá HúsavíktilSauðárkróks ogfljótlega fór Alli að vinna hjá Vörumiðlun, flutningafyr- irtæki sem rekið er á Sauðárkróki. Skagfirðingar þóttust góðu bættari að fá rekinn á fjörur sínartónlistarmann á borð við Alla ísfjörð og áður en við væri litið var hann farinn að spila með skagfirskum nikk- urum, auk þess sem hann er ómissandi hluti af hljómsveit Sigurpáls sonar síns Von, sem yfir veturinn heldur uppi fjörinu á þorrablótum og árshátíðum, en yfir sum- arið þarfVonin minna á harmonikuleikara að halda. Á þeim tfma er aftur á móti gripið í nikkuna með félögunum í harmoniku- klúbbnum og á harmonikumótum víða um land, og á síðasta ári var sett saman dag- skrá með lögum frá því um 1960 og þá þurfti að dusta rykið af saxanum sem lék stórt hlutverk í rokldögunum, en samt sem áður var nú nikkan og hljómborðið f aðal- hlutverkinu. Þau hjónin Unnur ogAlli ísfjörð eiga fallegt heimili að Forsæti 10 b á Sauðárkróki og þangað er gaman að koma og spjalla um þessa gömlu og góðu daga og skoða albúmin hans Alla, þar sem sjá má þegar nýir straumar í dansmúsikinni voru að koma fram, ný hljóðfæraskipan sem varð að vera í danshljómsveitunum, þannig að sú tónlist sem átti allan hug almennings mætti hljóma, blásturshljóðfærin urðu ráð- andi ásamt gítar og trommum og píanói, rokkið, blúsinn, kántríið og sveiflan voru að taka völdin. - Og svo hárgreiðslan og skeggið maður, segir Alli og bendir á nokkrar myndir sem eru sérlega skemmti- legar. Þetta voru Ijúfir dagar, ekkert nema ánægju- legar minningar og þegar Alli ísfjörð er spurður um eitthvað sérstakt ogskemmti- legt sem uppúrstandi, brosir hann góðlát- lega og segir: Þetta var einfaldlega alveg dásamlegur tími. Og þegar hann er spurður hvað sé fram- undan svarar hann jafn góðlátlega og fyrr að það sé allt óráðið, en það er næsta víst að ef Alla ísfjörð býðst að taka þátt í ein- hverju skemmtilegu, þá mun ekki þurfa að bíða eftir honum. Ekki sofa hjá sætum stelpum! I sumar heimsótti ég Breiðumýri í fimmta skipti. Eins og venjulega var mér boðið að sofa ístofu sem eryfir ballsalnum. Þarvoru fyrir tvær sætar stelpur, en ánægjan varð stutt, því að þegar að ballið var búið kom húsvörðurinn ogsagði: Égverð vístað færa þig. Þá sagði ég: Það er alveg óþarfi, þú þarft ekkert að hugsa um það. Jú, sagði hann, þú færð 3 dýnur uppi á senu.Tvær væru alveg nóg, svaraði ég. Ég vil láta fara vel um þig, sagði hann. Þakka þér kærlega fyrir, var mitt svar. Þar með fékk ég ekki að sofa hjá sætu stelpunum. Það hefur aldrei verið eins mikið af fólki á staðnum og núna í sumar. Ef mann langar í ókeypis kaffi er maður velkominn í eld- húsið. Úti er stórt grill til afnota fyrir alla. Það er dansað á tveimur stöðum og á laugardaginn til kl. 03:00. Mérfinnst íslenski spilamát- inn miklu betri en danski spilamátinn. * -n 10 s Þegar ég kom aftur til Danmerkur frétti ég að stærsta mótið hér væri að byrja. Ég hafði misskilið það eitthvað þvíað égvar búinn að segja ölium á íslandi að ég væri þar á sama tíma og þetta mót. Fyrirgefið þið. Næsta sunnudag kom Kurt Markussen frá Hamborg f heimsókn til mín, ég hafði ekki séð hann Í30 ár. Hann vareinu sinni þriðji Danmerkurmeistari héríDanmörku. Hann dvaldi einu sinni hjá mér á íslandi í 11 daga, þá spilaði hann m.a. í Norræna húsinu, Glæsibæ og víðar, m.a. hálftíma í Ríkisút- varpinu. í heimsókn sinni til mín hafði hann meðferðis stóra og sjaldgæfa Hohner nikku, það finnast aðeins fáar slfkar f dag. Eftir að hann hafði spilað fyrir mig utan- húss fengum við okkur kaffi í glaðasólskini úti á svölum, þar sem við ákváðum að halda sambandi framvegis. Ég sagði honum að ég kærði migekki um að missatengslin við vini mfna. Vinur minn einn á íslandi spurði mig hvort ég gæti útvegað honum nótur að lagi sem Hávard Svendsrud spilar á einum diskanna sem hann hefurgefið út. Lagið heitirAnno 1945. Ég hafði samband við Hávard og hann sendi mérsvo lagið, vini mínum til mikillar ánægju. Síðan þá hefur Hávard heimsótt ísland og fengið góða dóma. Ég talaði við hann í gærkvöldi og hann sagðist hafa mikið að gera, alltaf að spila á tónleikum o.s.frv. Ég lofaði að senda honum úrklippur úr Harmonikublaðinu þar sem fjallað var um hann og það gladdi hann mikið. Stærstu stjörnur okkar í Danmörku í dag eru Sören Brix, Kristian Rusbjerg og Ras- mus Mose. Til dæmis hafa diskar með Kristian, Jesper og Jens Peter selst f yfir þúsund eintökum. Kveðja frá Hermóði Alfreðssyni, Danmörku

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.