Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 18

Harmonikublaðið - 01.12.2010, Qupperneq 18
m 30 ara afmæli Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð * 18 Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð (FHUE)varstofnað 5. októberárið 1980 og er þvÍ30 ára um þessar mundir. Af þvítilefni var ákveðið að halda upp á afmælið laug- ardaginn 9. október 2010. Afmælisfagn- aðurinn hófst með þvf að nokkrir félagar léku á harmoniku inni íverslunarmiðstöð- inni á Glerártorgi frá kl. 13:00 til 16:30 fyrir viðskiptavini sem þar áttu leið um. Þetta vakti almenna eftirtekt, ekki síst meðal barnanna, og stöldruðu margir við til að leggja við eyrun. Einnig var dreift þarna kynningarbæklingi um félagið, sem ritari félagsins hafði tekið saman af tilefni afmæl- isins. Hápunktur uppákomunnarvar síðan kl. 15:00 til 15:45, þegar stórsveitin lékall- mörg lög undirstjórn Roars Kvam. Kvenna- kórinn Embla varþarna einnigtilstaðarog söng nokkur lög með hljómsveitinni. Aðalhátíðin hófst síðan með tónleikum stórsveitarinnar klukkan 19:00 í Lóni við Hrísalund, og var þetta jöfnum höndum afmælishátíð og árshátíð félagsins. Eins og áður söng kvennakórinn Embla nokkur lög með hljómsveitinni undir stjórn Roars Kvam. Á eftir hljómsveitinni léku nokkrir einleikarar á harmoniku, þeir Haukur Ingi- marsson, RagnarVíkingsson, Hans Friðrik Guðmundsson og að lokum gestaspilari tónleikanna, Sigurður Hallmarsson frá Húsavík. Að loknum tónleikunum setti for- maður félagsins, Filippía Sigurjónsdóttir, hátíðina og bauð félaga og gesti velkomna og afhenti síðan veislustjóra, Pálma Björns- syni, völdin. Á meðan á borðhaldi stóð lék Sigurður Hallmarsson Ijúf lög og gömlum myndum frá fyrstu árum félagsins var rennt í gegn um myndvarpa. Meðal gesta á hátfðinni voru formenn fimm harmonikufélaga víðs- vegar af landinu, aukformanns Sambands íslenskra harmonikuunnenda (SÍHU). Þegar hér var komið tók formaður SÍHU til máls ogfærði félaginu peningagjöf og blóm frá sambandinu og þáði koss frá formanni okkar að launum. Formenn hinna félaganna tóku einnigtil máls, ogfærðu þeirfélaginu gjafir og rifjuðu upp góðar minningar. Þá kom sending til félagsins vestan úr Dölum og færum við öllum bestu þakkir fyrir hlýjan hug og ógleymanlegt kvöld. Jóhann Sigurðsson, einn af fyrrverandi formönnum félagsins, rakti 30 ára sögu félagsins í stuttu máli. For- maður FHUE kallaði síðan fjöl- marga félagsmenn og félags- konur upp á svið með aðstoð varaformanns, Lindu BjörkGuð- Hans Friðrik, einleikari á afmælishátíd. Formaður FHUE með peningagjöfog blómvönd frá SÍHU. Harmonikuleikarar á Glerártorgi. mundsdóttur, og voru allir leystir út með rós og kossi fyrir störf f þágu félagsins. Að lokum tók formaður landssambandsins aftur til máls og veitti einum af okkar mönnumjóhannesi Jónssyni, sérstaka við- urkenningu fyrir störf í þágu landssam- bandsins. Á milli atriða var samkoman krydduð með gríni frá veislustjóra ogílokin hófst fjöldasöngur við undirleik Einars Guð- mundssonarogjónasar Þórsjóhannssonar formanns SÍHU. Þegar hér var komið var klukkan orðin 22:00 og var þá stiginn dans við undirleik Guðmanns Jóhannssonar í klukkutíma. Jón Heiðar formaður Vestlendinga tók þá við næsta klukkutímann. Lék hann einn síns liðs í fyrstu, en ekki leið á löngu áður en snarpur og danshvetjandi leikur hans lað- Gestaspilari, Sigurður Hallmarsson. jóhannes Jónsson tekur við viðurkenningu frá for- manni Landssambandsins. Einar Guðmundsson og jónas Þór leika undir fjölda- söng. Stórsveit FHUE spilará Glerártorgi. aði fleiri hljóðfæraleikara upp á svið og fyrr en varði var þar komin fullskipuð hljóm- sveit. Að lokum endaði hljómsveit Einars Guðmundssonar ballið og spilaði hún til kl. 02:30.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.