Harmonikublaðið - 01.12.2010, Page 20
Aðalfundur S.Í.H.U. að Hótel Örk,
helgina 17.-19. september 2010
Ég undirrituð var alveg blaut á bak við eyrun þegar Friðjón hnippti í
mig í Svartaskógi og sagði að við ættum að bjóðast til að halda næsta
aðalfund. Ég hlýddi auðvitað Friðjóni þar sem hann er vanur maður
og hefur alltaf gefið mérgóð ráð. Fljótlega leitaði égtilboða hjá Hótel
Örk, Hótel Selfossi og á Nesjavöllum en ég man ekki hvort ég sendi á
Hellu líka en fékk allavega ekki svar þaðan. Ég beið tímakorn eftir
svari frá Nesjavöllum og átti svo leið um og sá að hótelið var ekki
starfrækt heldur var komið nýtt hótel sem hafði aðeins 24 herbergi.
Hótel Örkbauð lítið hærra verð en var f Svartaskógi ogþað lækkaði
þegar leið að fundinum. Hótel Selfoss bauð okkur helmingi hærra
verð. Ég þekkti Hótel Örk og líkaði vel eftir að hafa verið þar með
Komið og dansið félaginu.
Það voru aðeins þrjú félög sem gátu ekki mætt. Skagfirðingar, Norð-
firðingar og Hornfirðingar. FHUR gaf stjórnarmeðlimum og heiðurs-
félögum kost á að ganga inn í pakkann og tóku nokkrir þvf og aðrir
félagsmenn fengu tilkynningu um laus herbergi á laugardegi og nokkrir
nýttu sér það.
Sumir gátu komist fljótlega upp úr hádegi. Smá erfiðleikar voru fyrir
einhverja í innritun. Ég sendi tvö blöð um hótelgesti á okkar vegum
en aðeins annað blaðið hafði verið prentað út en við fundum út úr
því. Um kvöldið tjáði móttakan mér að það vantaði bara Grétar Geirs
og frú. Ég sem hafði heilsað þeim báðum. Þau höfðu orðið að Grétu
og Jóhanni og fengu herbergi uppi en ég hafði skráð þau við hliðina
á Jóa og daginn eftir kom í Ijós hvað gerðist. Við áttum ánægjulega
kvöldverðarstund. Undirrituð bauð alla velkomna og söng lítið lag
milli rétta. Að kvöldverði loknum hófst samspil á harmonikurnar og
var Guðrún Guðjóns dugleg að drífa hjörðina áfram. Ekki var dansað
þetta kvöld enda margir komnir langt að og lúnir eftir vinnuvikuna.
Það varfallegasta haustveður úti ermorgunverðurvaretinn. Það lof-
aði góðu fyrir óvissuferðina. Hirðbílstjóri harmonikuunnenda var Þáll
Elíasson, góður félagi FHUR. Fararstjóri var Guðni Ágústsson fyrrver-
andi alþingismaður. Guðni greindi frá markverðum atriðum á leiðinni.
Húsið á Eyrarbakka ásamt Sjóminjasafninu voru skoðuð og starfs-
maður í söfnunum var svo upptekin af þessum skemmtilega hópi að
hún gleymdi að rukka aðgangseyri. En hún hafði sfmann minn og
Valmundur gekk frá málinu síðar. Þarna var nestið snætt og drukkur
drukkinn. Þaðan var haldið í Brugghúsið í Ölvisholti. Þar voru gestir
leiddir í sannleikann um bjórgerð og fengu að smakka. Farið var að
Brúnastöðum og Guðni sagði meira frá. Ferðalangarnir komu svo heim
um fjögurleytið. Almenn ánægja var með ferðina enda frábært fólk á
ferðinni með skemmtilegan fararstjóra.
AðalfundurSÍHU var haldinn meðan makarnirfóru íofangreindaferð.
Efst á baugi var umræðan um unga fólkið sem mun landið erfa, m.a.
íharmonikumálum. Hefðbundnirdagskrárliðir runnu hægtígegn og
margir höfðu sitthvað til málanna að leggja og allt verður skráð í
fundargerð SÍHU. Friðjón greindi frá hamonikukeppninni og hafði
skráð atriði í 15 liðum um það sem mátti laga og kemur sér áreið-
anlega vel við framkvæmd næsta móts. Harmonikukeppnin var svo
rædd sérstaklega og komu tvö virðingarverð sjónarmið fram frá Frið-
jóni og Gunnari Kvaran. Annars vegar um árlega keppni og hins vegar
þriðja hvert ár, árið fyrir landsmót. Rökin með árlegri keppni voru þau
að þannig fengju mótshaldarar reynslubanka og nemendur myndu
þjálfast í greininni líkt og íþróttamenn. En rökin með þriðja
hverju ári voru þau að létta álagi af undirbúningsnefnd,
nemendum og kennurum. Grétar Geirs skýrði frá sjónarhorni
nemendanna að þeim hugnaðist ekki þátttaka að ári en ef
til vill seinna. Nauðsynlegt er þó að efla samkennd og
Valmundur, Elísabet og Friðjón.
Allir ískottís
samveru unga fólksins með æfingabúðum og þátttöku í landsmóti.
Atkvæðagreiðsla var um tillögurnar og hlaut þriðja hvert ár flest
atkvæði. Einnig var rætt um landsmótið sem fjölskyldumót en með
því mætti efla samkennd harmonikuunnenda ungra sem eldri. Jónas
Þór greindi okkur frá þátttöku Færeyinga í landsmóti en þeir voru á
Héraði síðastliðna verslunarmannahelgi ogfráfyrirhugaðri ferð íslend-
inga á harmonikumót í Færeyjum árið 2012. Matarhlé var um hádeg-
isbil og boðið upp á kaffi og meðlæti síðar um daginn. Margt fleira
í Ölvisholti.
*