Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 4

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 4
Halldór Þ. Þórðarson Bóndi og tónlistarfrömuður í Dölum Halldór Þorgils Þórðarson, bóndi og tón- listarmaður átti 75 ára afmæli þann 5. jan. sl. Forseti íslands sæmdi hann fálkaorðunni fyrir tónlistarstörf sín í héraði þann 17. júní 2012. Harmonikublaðið óskar honum inni- lega til hamingju með þessa miklu viður- kenningu fyrirgóð störf. Ritstjóra þótti því alveg tímabært að hitta hann að máli og fræðast meira um líf og starf Dalamanns. Það er nú svo að á þessum árstíma er hæg- ara sagt en gert að fá bændur til að setjast niður til viðtals, því Halldór er önnum kaf- inn við vorverkin í sveitinni þessa dagana. Við spjölluðum saman yfir kaffibolla og afraksturinn fylgir hér á eftir. Hvar ert þú fæddur og uppalinn? Ég er fæddur á Breiðabólstað á Fellsströnd í Dalasýslu, 5. jan. 1938. Foreldrar mínir voru Steinunn Þorgilsdóttir kennari og hús- móðir og Þórður Kristjánsson bóndi á Breiðabólstað. Þar ólst ég upp og þar hefur sama ættin búið í beinan karllegg frá 1767. Ég er langyngstur í hópi 6 systkina. Móðir mín var kennari og hélt farskóla á Breiða- bólstað, þannig að ég stundaði nám hjá henni ogtókþarfullnaðarpróf. ÁBreiðaból- stað var því oft margt um manninn ogglatt á hjalla. Fjölskylduhagir? Eiginkona mín erólafía Bjarney Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi ogvið eigum 5 börn, Sigrúnu Birnu, Þórð Karl, Steinunni Helgu, Ólaf Kjartan og Ingu Heiðu. Svo eigum við líka 5 barnabörn. Við bjuggum fyrstu árin félagsbúi með foreldrum mínum á Breiða- bólstað, en tókum alveg við búinu 1967. Þórður sonur okkar kom svo inn í búskapinn ogvið hjónin fluttum aðseturtil Búðardals 1998, en hann varð að bregða búi vegna veikinda árið 2010. Nú reka þau systkinin félagsbú á Breiðabólstað. Ég á ennþá nokkrar kindur og hesta þar og tek fullan þátt í bústörfunum. Var mikið um tónlist á æskuheimilinu? Já, það var mikið sungið, faðir minn var alltaf syngjandi, hann var lengi forsöngvari ÍStaðarfellskirkju. Það varorgelá heimilinu og móðir mín spilaði á það eftir nótum. Eldri systkini mín lærðu öll eitthvað að spila. M.a. var Guðbjörg Helga systir mín í námi hjá Páli ísólfssyni sem þótti strangur kennari en það fór mjög vel á með þeim. Ég ólst þvf upp við mikla tónlistariðkun ásamt sveitastörfunum. Þegar stórfjöl- skyldan kom saman var glatt á hjalla og Fjárlögin spiluð og sungin út í gegn. Ég fór fyrst í tónlistarnám íTónskóla þjóð- kirkjunnar í Reykjavík 15 ára í tvo mánuði og 16 ára í þrjá mánuði, lærði á orgel, kenn- ari minn var Páll Kr. Pálsson. Mér leiddist reyndar námið í fyrstu. Svo fór ég á Bænda- skólann á Hvanneyri 1954-56 ogveturinn á V *i * HalldórÞ. Þórdarson og Ólafía B. Ólafsdóttir eftir var ég aftur í námi við Tónskóla þjóð- kirkjunnar hjá Mána Sigurjónssyni, sem var góður kennari. Sigurður Birkis skólastjóri kenndi þarsöngogsöngstjórn ogÞórarinn Jónsson kenndi tónfræði, hann var mikill fræðimaður, hafði dvalið lengi við nám á Ítalíu. Síðan hef ég sótt mörg organist- anámskeið hjá Hauki Guðlaugssyni, þáver- andi söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og önnur námskeið fyrir tónlistarkennara. Kom einhvern tímann til greina að helga sigalveg tónlistinni? Nei, eiginlega ekki. Mér stóð það þó til boða haustið 1957, var boðin vinna við kór- stjórn í Reykjavík. En þá var ég kominn í félagsbúskap með föður mínum og ákveð- inn í að gerast bóndi. Það er meira gaman að hafa tónlistina í hjáverkum með búskapnum, maður nýtur betur þeirra stunda sem gefast.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.