Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 12
Það er er líklega ekki á neinn hallað þótt því sé haldið fram að Páli á Krossi, eins og hann var jafnan kailaður á þeim árum, hafi verið einn þekktasti og vinsælasti harmoniku- (eikari á Fljótsdalshéraði á sjötta áratugnum og framan af þeim sjöunda. Hann einn eða með öðrum spilaði þá á böllum um allt Hérað og niður um firði. Páll Hjörtur Sigfússon er fæddur að Krossi í Fellahreppi 26. nóvember 1931. Faðir hans var Sigfús Guttormsson og móðir Sólrún Eiríksdóttir en þau fluttu í Kross og hófu búskap þar árið sem Páll fæddist. Páll er elstur níu systkina og hafa flest þeirra gripið í harmoniku. Þau eru auk Páls: Oddur, Guðný Sólveig, Guttormur, Sveinn Eiríkur, Þórey, Baldur, Jón og Oddbjörg. Foreldrar Páls voru tónelsk og fengust líka töluvert við Ijóðagerð. Föðuramma Páls, Páll íbæjardyrurwm á Setbergi með harmoniku Braga 12 Um tónlistarferil Páls á Krossi Páll Hjörtur Sigfússon tekur lagid í áttrædisafmæli sínu. Ljósm: BaldurSigfússon Oddbjörg Sigfúsdóttir, sem var á heimilinu þegar systkinin voru að alast upp, léká harmon- iku. Mun hún hafa leikið á böllum á meðan hún var í Vopnafirði á yngri árum. Hún léká svokall- aða tvöfalda harmoniku með tveimur eða fjórum bassatökkum. Á Krossi var eitt hljóðfæri, stigið stofuorgel, sem faðir hans lék á. Eins reyndi Pállað ná lagi á orgelið og gekk býsna vel. Það má því segja að syst- kinin á Krossi hafi fengið staðgóðan skammt af tónlist í uppeldi sínu og það átti eftir að skila sér ímiklumtónlistaráhuga þeirra eftir því sem árin liðu. Páll kynntist fyrst harmoniku þegar hann var á barnaskóla á Setbergi um tólf ára aldur. Á þessum árum voru farskólar og á Setbergi kenndi Hallgrímur Einarsson. Hann var frá Fjallsseli í Fellum og lék á tímabili nokkuð á harmoniku á böllum. Páll heyrði Hallgrím leika á þetta forvitnilega hljóðfæri og heill- aðist strax af hljómi þess. Á þessum árum voru fjórir bræður að alast upp á Setbergi. Þrír þeirra Sigfús, Haraldur og Bragi Gunn- laugssynir urðu allir liðtækir harmoniku- leikarar. Setberg er næsti bær fyrir innan Kross og stutt á milli bæjanna. Það var tals- verður samgangur milli fólksins á bæjunum og Páll var oft gestkomandi hjá Braga jafn- aldra sínum. Eftir að Bragi eignaðist nikku æfðu þeir félagar sig töluvert saman og fetuðu sig áfram í tónlistinni. Þann 31. janúar 1951 breyttist tilveran hjá heimilisfólkinu á Krossi harkalega þegar Sigfús fórst með flugvélinni Glitfaxa sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í vondu veðri og slæmum flugaðstæðum. Alls fórust 20 manns. Opinberlega hefur flakið aldrei fundist. Páll var á þessum tíma við nám í Alþýðuskólanum á Eiðum en hætti námi um vorið til að vinna við búskapinn heima á Krossi með móður sinni og yngri systkinum. Þar var starfið margt og í mörg horn að líta við að halda heimilinu saman og búskapnum gangandi. Páll varð í forsvari fyrir búið með móður sinni og var allt í einu orðinn ígildi bónda á bænum. Þótt örlögin hefðu breytt tilveru fjölskyld- unnar á Krossi missti Páll ekki áhuga á tón- list og í apríl 1952 keypti hann sína fyrstu harmoniku. Hana keypti hann af Haraldi frá Setbergi sem þá varorðinn bóndi á Hreiðars- stöðum íFellum. Nikkan varScandalli gerðar, fjögurra kóra ogi20 bassa. Hún kostaði 2700 krónur. Páll fór fljótlega að leika fyrir dansi eftir að hann eignaðist hljóðfærið og þá oft með Braga granna sínum sem hafði keypt sér nýja harmoniku. Þeir voru oft með eina nikku og skiptust á að spila. Það gat nefni- lega verið nokkuð erfitt að spila einn á \

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.