Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 13
sama kvöldið á einhverjum fjarðanna sem
varreyndaroftastáSeyðisfirði. Efhann brást
ekki við hefði annar verið fenginn og því ekki
um annað að ræða en að fara úr búskapnum,
setjast upp í bfl, taka nikkuna með og drífa
sigá staðinn.
Af ogtil, fyrir utan síldarböllin, komu óvænt
spilaverkefni fyrir Krossbræður. Síðsumar-
dag árið 1957 var hringt í Kross og Páll varð
fyrir svörum. Páll þekkti ekki viðmælandann
en sá kynnti sig sem Gunnar Salómonsson.
Sá var auðvitað þjóðþekktur maður á þeim
tíma fyrir aflraunasýningar sfnar en hann
hafði árum saman sýnt afl-
raunirá Norðurlöndunum og
Þýskalandi og þótti mikið
hreystimenni. Gunnar, sem
kallaði sig Ursus, kom tví-
vegis til íslands í sýningar-
ferðir og þetta var seinni ferð
hans. Hann stefndi nú austur
á land með sýningu sína en
hann fór hringferð um landið
á þessu sumri. Sýningarnar
voru þannig uppbyggðar að
fyrst sýndi Gunnar aflraunir
ogá eftir var slegið upp balli.
Hann var nú búinn að auglýsa
sýningu ÍEgilsstaðaskógi en
þarvoru gjarnan samkomur
af ýmsu tagi fyrir Héraðs-
menn á þessum árum.
eittsinn eins nærri þvfoggerlegtvará þeim
tíma áður en nútímatækni kom til sögunnar.
Eitt sinn var falast eftir því að Páll spilaði á
tveimur stöðum sama kvöldið og segja má
að honum hafi tekist það. Þórarni Þórarins-
syni skólastjóra á Eiðum datt nefnilega
snjallræði í hug til að leysa vandann sem
fólst ítvíbókuninni. Hann hafði samband við
Pálogstakkupp á þvfað hann kæmi út ÍEiða
en þar átti hann að spila á skólaballi. Snjall-
ræði Þórarins fólst í því að hljóðrita nokkur
lög inn á segulband. Páll fór til fundar við
Þórarin út í Eiða og lék þar inn á segulbandið.
Umrætt kvöld spilaði Páll svo á þorrablóti á
Kross íFellum á sjötta áratugnum. Gamli bærinn stendurfyrirframan nýja
íbúðarhúsið sem var byggt 3950
böllum sem kannski stóðu langt fram á nótt.
Páll hafði metnað í tónlistinni og sá líka
möguleika á að afla svolítilla tekna sem ekki
veitti af. Liður í þessu var að fjárfesta í
trommusetti til að auka fjölbreytni í tónlistar-
flutningnum. Hann fékk þá bræður sína,
Guttorm ogsíðar Baldur, til að leika á tromm-
urnará meðan hann spilaði sjálfurá nikkuna.
Páll varð fljótt eftirsóttur spilari, þótti létt-
leikandi og sérlega góður í að leika fyrir
dansi.
Víða þurfti að fara og Páll keypti sér bíl árið
1954. Þetta var Bedford vörubfl árgerð 1946
og kostaði bíllinn 34.000. Kaupin voru gerð
til að afla tekna fyrir heimilið með því að
vinna í vegagerð þegar hún gafst. En bíllinn
var líka notaðurtil að keyra á ballstaði hvar
svo sem þeir voru. Páll gat því bætt bílkostn-
aði við ballreikninginn og veitti ekki af því
ferðir kostuðu sitt og oft um drjúgan veg að
fara. En líklega hefur Bedfordinn ekki verið
sérlega þægilegur bílt til að skreppa í ball-
ferðir þegar lengra þurfti að fara. Heldur urðu
ballferðalögin þægilegri eftir að Eiríkur,
bróðir Páls, keypti sér Chrysler fólksbíl
árgerð 1941. Voru margar ballferðir farnar á
Chryslernum.
Páll varð liðsmaður einnar fyrstu hljóm-
sveitar sem starfaði á Fljótsdalshéraði.
Þorvaldur Jónsson frá Torfastöðum í Jök-
ulsárhlíð setti sig í samband við Pál og
spurði hvort hann vildi spila undir hjá sér á
trommur eitt sumar en Þorvaldur lék sjálfur
vel á harmoniku. Páll sló til og þriðji maður
bættist við. Sá var kaupfélagsstarfsmaður á
Egilsstöðum, Önundur Magnússon, og lék á
klarinett. Var um algjöra nýjung að ræða á
Héraði, að nota klarinett með harmoniku því
fram til þessa höfðu í mesta lagi verið not-
aðar trommur með harmonikum. Tríóið var
kallað Trfó Þorvaldar og var mjög eftirsótt
þetta sumar sem var 1956.
Það var í mörg horn að líta hjá Páli á þessum
spilaárum. Búskapurinn tók auðvitað sinn
tíma og hann vann á vörubflnum í vegagerð
þegar eitthvað var að gera á þeim vettvangi.
En spilamennskan tók líka sinn tíma og þó
hún væri skemmtileg var hún ekkert auðveld.
Ekki var óalgengt að Páll væri pantaður bæði
á föstudags- og laugardagskvöld og það var
kannske langt á milli ballstaða sem spilað
var á sömu helgina. Böllin stóðu oft lengi á
þessum árum og fyrir kom að spilað væri
fram undir morgun. Pásurvoru oft litlarsem
engar þvf það var ekki ball á hverjum degi
og fólkvildi auðvitað hafa fjörið sem lengst.
Spilamennskan var reyndar ekki einungis
bundin við helgar. Á síldarárunum var oft
fyrirvaralaust slegið upp böllum í miðri viku
þegar skip komu í land á fjörðunum til að
landa eða þá að brælavará miðunum. Fyrir-
varinn var oft stuttur og það kom fyrir að
hringtværi íPáloghann beðinn um að spila
Páll og Guttormur, og fleiri af systkinunum,
fóru með nikkuna og trommur austur í skóg
og þótti þetta verkefni býsna áhugavert enda
frægurmaðuráferðinni. Fjöldi fólksdreifað
í Egilsstaðaskóg, Gunnar sýndi krafta sína
og svo var ball á eftir. Gunnari líkaði spila-
mennska þeirra bræðra sérlega vel og Ifklega
voru það meðmæli því tónlistarflutningur
mun hafa verið fastur liður á sýningum hans
alla tíð. Eins þótti honum spilamennskan
ódýr og vildi borga þeim meira en upp var
sett. Gunnar vildi endilega hafa þá með sér
á næstu sýningu sem átti að vera suður f
Breiðdal. Þeir bræður áttu ekki kost á að
fylgja Gunnari og þótti verra að geta ekki
lengt þetta ævintýri.
Þó að óvænt spilaverkefni kæmu stundum
upp f hendurnar voru mörg böll á þessum
árum fastsett á ákvaðnum árstímum. Gjarnan
voru böllfsveitunum sfðsumarsþegartöðu-
gjöld voru haldin eftir að heyskap var lokið.
Einsvoru réttarböllá haustin þegarbúiðvar
að smala. Svo voru oft böll um jól og áramót
og þorrablótin voru auðvitað á sínum fasta
árstíma. Það var þó misjafnt eftir sveitum
hvenær böll voru helst haldin en gjarnan voru
hefðir í hverri sveit fyrir því hvenær böll voru
á dagskrá.
Lengi hefur verið sagt að það sé ekki hægt
að vera á tveimur stöðum í einu og hefur
engum tekist það hingað til. Páll komst þó
Arnhólsstöðum íSkriðdal en líka úti á Eiðum
þar sem segulbandið skilaði tónum hans.
Jú, Páll kom sannarlega víða við en aldrei
eins og þetta kvöld. Því miður hefur þessi
merkilega upptaka glatast og líklega fór hún
forgörðum í brunanum á Eiðum sumarið
1960.
Það gat verið nokkuð upp úr spilamennsk-
unni að hafa en til þess þurfti að geta sér
gott orð, læra lög, æfa sig og vera duglegur
að sinna þeirri spilamennsku sem um var
beðið hvar sem ballstaðurinn var. Páll las
ekki mikið nótur og þess vegna var ekki um
annað að ræða en að læra lögin og leika þau
eftireyranu. Helstvaraðfylgjastmeð útvarp-
inuoglæra lögsem þarvoru leikin en dans-
lagaþættir voru jafnan á laugardagskvöldum.
Mikilvægtvarað læra nýlögsem mögulega
yrðu vinsæl. Páll og systkini hans voru dug-
leg að læra lög úr útvarpinu og festa þau f
minni. Það var því oft spitaæfing á Krossi
fyrir svefninn eftir erfiðan vinnudag.
Til að geta borið heilt ball uppi, sem stóð
kannski klukkustundum saman, var nauð-
synlegt að geta boðið upp á mikið og fjöl-
breytt lagaúrval. Það þýddi ekkert að bjóða
upp á örfá lög og Páll taldi ekki duga minna
en 30 til 40. Hann æfði lögin vel og bjó upp
lagalista eins og honum fannst líklegast að
myndi falla f kramið og fylgdi honum þegar
á baltið var komið.
13