Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 14
Páll heima á Krossi með Scandalli nikku sína Seinni hluta spilaáranna notaði Páll harmoniku af Serenelli gerð, 120 bassa ogþriggja kóra. Nikkuna þáfékkGutt- ormur bróðir hans að gjöf þegar hann lauk námi í Eiðaskóla vorið 1957. Gutt- ormur hafði á skólaárum sínum spilað mikið á skólaböllum og skólasystkini hans söfnuðu fyrir nikku handa honum í þakklætisskyni þegar skólagöngu hans lauk. Nikkan kom svo í góðar þarfir hjá þeim Krossbræðrum þegar þeir voru að spila vítt um Héraðið. Árið 1963 kaupir Páll jörðina Hreiðars- staði og hefur þar búskap með Þóreyju Eiríksdóttur konu sinni. Dætur bættust við hver af annarri og urðu sjö: Stef- anía Hildur, Sólrún, Guðbjörg, Sólveig, Þórey Eiríka, Stefanía og Ásgerður. Stórt heimili, ræktun túna, uppbygging búsins auk mjólkur- og póstflutninga olli því að Páll hafði einfaldlega ekki tíma til að sinna tónlistinni og hann ákvað að hætta að spila á böllum. Þegar þessum kafla í Iffi Páls var lokið hafði hann spilað í hverju einasta sam- komuhúsi á Fljótsdalshéraði og mörgum af Austfjörðunum. Telst að samkomuhúsin á Héraði hafi verið íþað minnsta tólf á þessum tíma. Páll var auðvitað vinsæll spilari í sinni sveit og líklega hefur hann oftast spilað á Rauðalæk í Fellum. Þó Páll hætti að spila á böllum hafði hann gamla harmoniku heima á Hreiðarsstöðum sem hann gat leikið á ítómstundum en þegar hann varð fimmtugur gáfu systkini hans honum vandaða harmoniku sem Páll leikur á enn í dag. Eftir að hann og Þórey hættu búskap 1992 og fluttu út í Fellabæ fór Páll loksins að læra á harmoniku. Þótti hann af kennara sínum, Ármanni Einarssyni, sérlega góður og samviskusamur nemandi. Hann hefur svo leikið á nikkuna fram á þennan dag sér og öðrum til ánægju. Lengi lék hann fyrir eldri borgara á Egilsstöðum og um tíma var hann undirleikari hjá dansflokknum Fiðrild- unum á Egilsstöðum. Páll er alls ekki hættur að spila og grípur í nikkuna flesta daga. En hvernig var svo spilaferillinn þegar litið ertil baka? „Mér þótti alttafgaman að spila þó að það gæti stundum verið svolítið erfitt. Það var algjört lykilatriði að æfa sig til að geta boðið upp á góða spilamennsku. Maður varð að æfa sig svikalaust og ég hafði alltaf það gaman af spilamennskunni að ég nennti að æfa mig.“ Sigfús Guttormsson, bróðursonur Páls, tóksaman Minning - RAFN JÓNSSON Rætur Einar Guðmundsson leikur lög eftir Norður- Þingeyinga Það er óhætt að segja að Rætur séu réttnefni í tvennum skilningi. í fyrsta lagi er Einar Guð- mundsson harmonikuleikarinn snjalli fæddur og uppalinn í Norður- Þingeyjarsýslu og í öðru lagi er þar vagga harmonikuleiks á íslandi. Heimkynni Jóhanns Óskars Jósepssonar frá Ormarslóni, þess er fyrstur lék inn á harmon- ikuplötu á íslandi árið 1933. Seinna kenndi Jóhann hinum unga Einari harmonikuleik og á þessari skemmtilegu plötu leitar Einar til æsku- stöðvanna í efnistökum, leikur lög eftir sjálfan sig og sveitunga sína úr Norður- Þingeyjarsýslu. Frábær diskur með 12 harmonikulögum. Margir af snjöllustu hljóðfæraleikurum Norðurlands leika með Einari, gítarleikarinn Kristján Edel- stein, Árni Ketill Friðleifsson og Halli Gulli trommaog PéturogStefán Ingólfssynir skipta bassaleiknum á milli sín. Daginn áður en við Ása Sigurlaug fórum til Tenerife fórum við heim til Rabba og Tótu til að kveðja þau og fá fréttir af heilsu- fari hans. Þá átti hann að fara til Reykja- víkur í aðgerð sem hafði tekist vel að sögn kunnugra. Ég átti alls ekki von á því þegar við fórum út að ég myndi skrifa minn- ingargrein um þennan vin minn stuttu eftir að við komum að utan. Hann andaðist 26. mars sl. á Sjúkrahúsi Akraness. Rafn Jónsson var hár maður og sterkur og hélt sér vel þó orðinn væri áttræður. Hann hafði mikla ánægju af harmonikuleik og spilaði sjálfur allvelogsamdi lögsem hafa oftast verið spiluð á fundum félagsins. Hann var mjög listrænn, málaði fínar myndir sem hanga á veggjum á heimili hans. Hann var mjög handlaginn, gerði uppgamladráttarvélogvarflinkurviðallt sem hægt var að gera í höndunum. Við Ása Sigurlaug erum búin að þekkja þau hjón lengi áður en við fluttum í Borgarnes og þá fyrst á skemmtun hjá Félagi harmon- ikuunnenda Vesturlands sem haldið var f Þverárhlíð en hann var þá formaður félagsins. Eftir að við fluttum í Borgarnes kom hann stundum í heimsókn og við til þeirra, var þá oft tekin fram harmonika og tekið lagið. Rabbi var góður maður og vinur vina sinna, ég sá hann aldrei skipta skapi, alltaf jafn rólegurogþægilegur. Hann var lengi formaður Félags harmonikuunnenda Vesturlands og bar ótakmarkaða umhyggju fyrir því félagi, enda voru allir fundir haldnir á heimili þeirra Tótu þótt hann væri hættur formennsku og voru veitingar þeirra líkt og væri afmæli eða fermingarveisla. í haust stóð jafnveltilað félagið yrði lagt niður því enginn vildi taka við formennsku, þá kom hann til mín og bað mig að taka að mér formennskuna, hann skyldi aðstoða mig eins og hann gæti ef með þyrfti. Hann átti allsekki von á því að hann færi svona fljótt í sitt langa ferðalag. Við Ása Sigurlaug sendum Tótu, börnum og öðrum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Rafns Jónssonar. Góða nótt þér gefi guð einn himnum á sem líf ogsál þér léði ílíkama jörðu á. E.Ó. Einar Óskarsson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir. 14

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.