Harmonikublaðið - 01.05.2013, Side 16
NORSK HEIMSÓKN Á „NÚ ER LAG" Á VARMALANDI
UM VERSLUNARMANNAHELGINA
Skömmu eftir áramótin síðustu hafði Norð-
maðurinn Egil Oknes samband við undir-
ritaðan, þar sem komið hafði til umræðu í
hans félagsskap að taka sér ferð á hendur
til íslands sumarið 2013. Egil Oknes er
stjórnandi hljómsveitar harmonikufélags
sem heitir Brönnöysund Trekkspillklubb.
Hann sagði hljómsveitina telja um 15
manns, harmonikuleikara, bassa oggítar-
leikara ásamt söngvurum. Lengi hafi
blundað með félagsmönnum að heimsækja
ísland, þar sem góður orðstír hafi ævinlega
fylgt umsögn harmonikuleikara sem sótt
hafi landið heim, eða annara ferðamanna
sem hann hafi haft spurnir af og komið
höfðu til landsins. Hann lét einnig þau orð
falla að æðsti draumur félagsmanna væri
að hitta ámóta félagsskap á íslandi, eiga
við þá orð og fá vitneskju um starfið hér og
vinnubrögð varðandi harmonikuna eða
hvaða hugmyndir bærðust í brjóstum
manna hér í nútíð sem og framtíð, ásamt
að fá smá yfirsýn um hina margrómuðu og
sérstöku náttúru landsins.
Þessari óskeða fyrirspurn varskotið undir
æðsta dómstól Félags harmonikuunnenda
í Reykjavík „stjórnarinnar“ sem tók tillög-
unni fagnandi hendi. Allir sem einn glödd-
ust yfir þessari umsókn, ákveðið var að
gefa félagsskapnum kost á að heimsækja
okkar félag að Varmalandi um Verslunar-
mannahelgina nú í sumar. Norðmennirnir
tóku samþykktinni fegins hendi og nú var
í alvöru sest niður beggja vegna Atlantsála
til að fínslfpa ferðatilhögun. Alls verða
Norðmennirnir28-30, þarsem makarverða
með, þeir koma til landsins 1. ágúst og fara
aftur utan þann 7. ágúst. Búið er að útvega
hótel bæði í Reykjavík og Borgarnesi. Þá
verður og til reiðu rúta sem þeir hafa tekið
á leigu meðan á dvölinni stendur. Þá ætla
þessir góðu gestir að sjá alfarið um tón-
leikana á laugardeginum með hljómsveit
sinni, ásamt dúettum, einleik og söng.
Einnig leika þeir að hluta til á dansleikjum
laugardags- og sunnudagskvöld.
Með þessari heimsókn gefstokkurtækifæri
til að blanda geði við frændur okkar Norð-
menn, htusta á þeirra túlkun tónlistarinnar
frá öllum hliðum eða fræðast um f hvaða
Ijósi þeir sjá hlutina fyrir sér á komandi
árum. Brönnöysund liggur nærri mið Nor-
egi, nokkru norðar en Þrándheimur. Von-
andi finnst gestum mótsins að Varmalandi
fengur að slíkri heimsókn sem kemur um
langan veg til að gleðja okkur.
Hilmar Hjartarson
FRÁ HARMONIKUFÉLAGIHÉRAÐSBÚA
Spilararf.v. Arnar Freyr, Erlendur, Jón og Gylfi.
Vetrarstarfið hjá okkur hefurverið nokkuð
líflegt. Við höfum komið saman annað hvert
miðvikudagskvöld íveitingahúsinu Kaffi Egils-
staðir. Þar hefurverið spilað á harmonikur og
dansað frá kl. 20:30 til kl 23:30, aðgangur kr
500 og innifalið kaffi og með því og að sjálf-
sögðu tónlistin. Fyrsta danskvöldið var 3.
október og það síðasta 17. apríl. Aðsókn ágæt,
15 til 35 manns og mikið dansað.
Annað sem við hjá H.F.H. tókum okkur fyrir
hendur í vetur, var að fara í leikskólana og
spila fyrir börnin. Okkurvar mjögveltekið og
má telja víst að það verði framhatd á þvf. Við
fórum í fjóra leikskóla, Bjarkatún Djúpavogi,
þar sem Sigurður Eymundsson lék. Sigurður
og Jón Sigfússon léku ÍTjarnarlandi á Egils-
stöðum. Þeir léku einnigíKærabæ á Fáskrúðs-
firði. í Hádegishöfða íFellabæ léku Sigurður
og Gylfi Björnsson bóndi og harmonikuleikari
á Hofi. Við spiluðum staðlaða prógrammið og
börnin voru mjög vel undirbúin og dönsuðu
og sungu af hjartans list. Svo bættum við
nokkrum lögum við frá okkur og enduðum
heimsóknirnar með að lofa börnunum að
skoða hljóðfærin f návígi, ýta á hvítu nóturnar
ogfá hljóð. Fjórði maí er Harmonikudagurinn,
þá förum við að venju og spilum á sjúkra-
húsinu og í verslunum. Á laugardagskvöldið
4. maí heldur H.F.H. og Félag eldri borgara á
Héraði sameiginlega árshátíð í Kaffi Egils-
staðir. Dagskráin hefst með hljómleikum
harmonikusveitar Tónlistarskóla Fellaskóla
undir stjórn Torvald Gjerde. Á eftir fylgja
gamanmál f tali og tónum, síðan er borðað
og svoerdansleikur.
Jón Sigfússon
Dansad í Kaffi Egilsstödum. VídirSigurjónsson spilar
16
Frá heimsókn íleikskólann Tjarnarland á Egilsstöðum