Harmonikublaðið - 01.05.2013, Qupperneq 17
HARMONIKUDAGURINN A BREIÐUMYRI
Harmonikudagurinn 2013 var haldinn á Breiðumýri
laugardaginn 4. maí og var þar hátíðarbragur þvf
þar spiluðu ungir harmonikuleikarar við mjög
góðar undirtektir gesta. Að þessu sinni komu nem-
endurnir frá Hafralækjarskóla, Öxarfjarðarskóla
og frá Tónlistarskóla Húsavíkur og spiluðu þeir
bæði einir sér og með kennurum sínum.
Frá Hafralækjarskóla kom Hermann Hólmgeirsson
ogfrá Öxarfjarðarskóla komu systkinin Margrét
Eva og Jón Alexander, en frá Húsavík komu Anna
Eir Pálsdóttir og Kristinn Ásbjörnsson.
Dagskráin hófst kl. 14 með því að Sigurður Hall-
marsson spilaði þrjú lög, en síðan spilaði unga
fólkið hvert af öðru og hlaut það mjög mikið klapp
fyrirgóðan harmonikuieik. Þeimtilaðstoðarvoru
tónlistarkennararnir Árni Sigurbjarnarson og
KnúturEmilJónasson. Að þvíloknu spiluðu nokkrir
reyndari harmonikuleikarar, en síðan var boðið
upp á veislukaffi. Undir borðum fengu krakkarnir
viðurkenningarskjölfrá Harmonikufélagi Þingey-
inga og afhentu þeir Jón Helgi Jóhannsson og Þór-
grímur Björnsson, stjórnarmenn í HÞ, skjölin og
þökkuðu þessu unga hæfileikafólki fyrir frábært
framlag á harmonikudeginum.
Eftir kaffihlé var svo spilað áfram og voru allir
sammála um að dagurinn hefði verið skemmti-
legur og það hefði verið sérlega ánægjulegt að
sjá unga fólkið spila. Atli Vigfússon
Frá vinstri: Kristinn Ásbjörnsson, Hermann Hólmgeirsson, Anna Eir Pálsdóttir, Margrét Eva Artúrs og
Helgudóttir, jón Alexander H. Artúrsson. Myndina tókAtli Vigfússon
17