Harmonikublaðið - 01.05.2013, Síða 20

Harmonikublaðið - 01.05.2013, Síða 20
VETRARSTARF F.H.U.R. Starfsemi FHUR hefur verið með venjubundnum hætti á liðnum vetri, með dansleikjahaldi, árshátíð, þorrablóti ogað ógleymdum skemmti- fundum. Fyrsti dansleikur vetrarins var haldinn þann sjötta október og að venju í Breiðfirðingabúð. Góð aðsókn var og hið ágætasta ball. Þeir tónlistarmenn sem sáu um að leika fyrir dansi á þessum fyrsta dansleikvoru á harmoniku Gunnar Kvaran, Reynir Jónasson, Sveinn Sigurjónsson, Ómar Skarphéðinsson, Garðar Einarsson og Jón Ingi Júlíusson. Með þeim léku á gítar og bassa Helgi Kristjánsson og Jónas Pétur Bjarnason og trommararnir Sveinn Ingi Sigurjónsson, Þórir Magnússon og Guðmundur Steingrímsson. Þeirri nýbreytni sem tekin var upp á fyrra starfsári, að hefja dansleiki kl. 20:30 í stað 21:30 og Ijúka þeim kl. 01:00 í stað 02:00 var fram haldið og er ekki annað að heyra en að almenn sátt ríki um það fyrirkomulag. Þaraf leiðandi voru þessar tímasetningar við hafðar á öllum dansleikjum félagsins ívetur. Sami hátturvar ogvið hafður á árshátíð og þorrablóti félagsins, húsið opnað kl. 18:00 í stað 19:00 Frá Þorrablótinu 23 febrúar. Og þau dönsuðu öll þarna í dynjandi galsa. og dansleikjum lauk kl. 01:00 í stað 02:00. Finnst mér reynslan af þessu fyrirkomulagi sýna, að fleiri haldi út og þar af leiðandi meira fjörallttilenda. Næsti viðburður á vegum félagsins var síðan árshátíð FHUR og Þjóð- dansafélags Reykjavíkur. Hún var haldin í Breiðfirðingabúð 24. nóvember. Tókst hún vel og var ágætlega sótt. Maturinn kom að þessu sinni frá Hótel íslandi og komu upp smávægilegir hnökrar á framreiðslu, en leystust þó farsællega áður en lauk. Eitt aðkeypt skemmtiatriði var, en það voru tvö danspör frá „Háskóladansinum” sem komu og sýndu nokkra dansa, við góðar undirtektir. Hljómsveit Einars Guðmundssonar kom norðan frá Akureyri og lék fyrir dansi, til eins og áður sagði kl. 01:00 um nóttina og var enginn svikinn af þeirri tónlist. Nýja árið hófst með dansleik í Breiðfirðingabúð þann 6. janúar. Þar léku fyrir dansi Vindbelgirnir, þ.e. þeir félagar Friðjón Hallgrímsson og Hilmar Hjartarson harmonikuleikarar, einnig harmonikuleikar- arnir Sveinn Sigurjónsson og Þorieifur Finnsson ásamt söngkonunni Láru Björgu Jónsdóttur. Með þeim léku síðan Helgi E. Kristjánsson á gítar, Hreinn Vilhjálmsson á bassa, Kjartan Jónsson á gítar og síðast en ekki síst okkar frábæri trommari Guðmundur Steingríms- son (Papa jass) sem stóð vaktina allt ballið til enda. Þá var komið að þorrablóti FHUR og Þjóðdansafélagsins. Það var að venju haldið í Breiðfirðingabúð og var vel sótt. Snæddur var hefð- bundinn þorramatur, mismunandi súr og kæstur og þótti góður. Skemmtatriði voru heimafengin og komu fram þau Pátl S. Elíasson, Emil Hjartarson, Friðjón Hallgrímsson og Sigríður Sigurðardóttir og höfðu þau íframmi lesturýmiss konaroggamanmál. Varð þessekki 20 vart að samkomugestir legðu á flótta undan því sem þar var fram borið, þannigað líta verðursvo á að vel hafi tekisttil. Að borðhaldi loknu tók við dansleikur sem stóð til kl. 01:00, þar sem harmoniku- leikararnir Sveinn Sigurjónsson, Þorleifur Finnsson og Vindbelgirnir, þ.e. Friðjón Hallgrímsson og Hilmar Hjartarson léku fyrir dansi og þeim til fulltingis voru Hreinn Vilhjálmsson bassaleikari, Helgi Krist- jánsson gítarleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari. Þann 23. mars var síðan dansleikur í Breiðfirðingabúð, þar sem harmonikuleikararnir Gunnar Kvaran, Reynir Jónasson, Garðar Olgeirsson og Sveinn Sigurjónsson léku fyrir dansi, ásamt áður nefndum Hreini Vilhjálmssyni, Helga Kristjánssyni og Guðmundi Steingrímssyni. Síðasti dansleikur vetrarins var síðan að venju í Breiðfirðingabúð 27. apríl, að kvöldi kjördags. Þótti það velvið hæfi aðfagna (nú eða harma) kosningaúrslitum með góðum harmonikudansleik. Spilarar voru Ingvar Hólmgeirsson, Vindbelgirnir og Gunnar Kvaran nikku- spilararognutu þeir fulltingis HreinsVilhjálmssonar, Helga Kristjáns- sonar, Kjartans Jónssonar og Guðmundar Steingrímssonar. Skemmtifundir voru 3 á vetrinum, haldnir í Iðnó. Sá fyrsti þann 14. október. Þar komu fram Reynir Jónasson, sem lék einleik, Páll S. Elíasson og Þorvaldur Jónsson dúett, Hilmar Hjartarson og Friðjón Hallgrímsson dúett, Þorleifur Finnsson einleikogsíðasten ekki síst var algerlega óundirbúið atriði, þar sem kempurnar þeir Baldur Geirmundsson og Árni ísleifs stigu á svið og tóku nokkur gömul og góð á harmoniku og píanó. Var hrein unun á að hlýða hvernig þessir vel sjóuðu kappar stilltu saman strengi sína, algerlega óæft. Var þeim líka vel fagnað. Tíunda febrúar var svo annar skemmtifundur vetrarins og að vanda í Iðnó. Þar komu fram Katla Steinþórsdóttir, Anna Lísa Þorkelsdóttir, Run- ólfur Bjarki Arnarson, Bergmann Óli Aðalsteinsson. Allt nemendur Helgu Kristbjargar Guðmundsdóttur. Auk þeirra Ásta Soffía Þorgeirs- dóttir, Flemming Viðar Valmundsson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson. Allterþetta ungtfólksem mikils er vænst af íframtíðinni. Einnig kom hljómsveit félagsins fram á fundinum og má með sanni segja að hér hafi hvert rúm verið vel skipað. Síðasti skemmtifundurinn á starfsárinu var síðan þann 5. maí í Iðnó. Á þessum fundi lék hljómsveit félagsins undir stjórn Reynis Sigurðs- sonar. Þá léku nafnarnir, þeirReynirJónasson ogReynirSigurðsson, Frá Breiðfirðingabúð 23. mars. HljómsveitGarðars Olgeirssonarátti ekki ívandræðum að halda dansgólfinufullu. HelgiE. Kristjánsson á gítar, Guðmundur Steingrímsson, Papa jass á trommur, Hreinn Vilhjálmsson á bassa. Myndir: Sigurður Harðarson ásamt Þorsteini Rúnari Þorsteinssyni á gítar, Tómasi Leó Halldórssyni á bassa og Eggerti Kristinssyni á trommur. Haukur Hlíðberg lék listir sínar og það gerði einnig Harmonikumeistarinn 2013, Bergmann Óli Aðalsteinsson. FormaðurFHURtóklagið ásamtformanni skemmti- nefndar og Margrét Arnardóttir sló síðan botn í skemmtifundinn.

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.